Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 53

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 53
GLÓÐAFEYKIR 53 söngmaður góður og söng í karlakór um 30 ára skeið. Hann lék og vel á harmoniku og var oft til þess fenginn framan af árum, að leika fyrir dansi. (Heimildarm. Guðm. Jónsson frá Teigi). Stefán Sveinsson frá Bjarnastaðahlíð lézt þ. 6. júlí 1970. Hann var fæddur í Bjarnastaðahlíð 31. marz 1885, sonur Sveins bónda þar Guðmundssonar og konu hans Þorbjargar Ólafsdóttur. Var Stefán albróðir Guðmundar bónda í Bjarnastaðahlíð (d. 18. janúar 1952), sjá Glóðaf., 5. h. bls. 31, og Ólafs bónda á Starrastöðum (d. 25. febr. 1954), sjá Glóðaf. 1967, 7. h. bls. 38. Stefán ólst upp með foreldrum sínum í Bjarnastaðahlíð til fullorðinsára, einn í hópi 12 systkina, er upp komust og öll urðu kunn að duafnaði o°' miklum mann- o o dómi. Arið 1909 kvæntist hann Guðríði Guðnadóttur bónda í Villinganesi í Tungu- sveit, Guðnasonar bónda í Krókáraierði á Norðurárdal, Vilhjálmssonar, og konu hans Ingiríðar Eiríksdóttur bónda á Breið í Tungusveit, Þorsteinssonar. Settu þau ungu hjónin þegar saman bú í Bjarnastaðahlíð og bjuggu þar árin 1909—1911, þá á Reykjum í Tungusveit 1911 — 1914, en fóru þá byggðum að Þverá í Hallárdal vestur. Guðrún lézt árið 1916. Son áttu þau Stefán, Svein, er lézt á tvítugsaldri. Auk hans ólu þau upp frá frumbernsku systurson Guðríðar, Barða Brynjólfsson, mál- arameistara á Akureyri. Eftir að Guðríðar missti við var Stefán til heimilis á ýmsum stöðum og drengirnir báðir á hans vegum. Arið 1920 kvæntist Stefán öðru sinni og gekk þá að eiga Krist- björgu Jónsdóttur frá Höfðahólum vestra (d. 30. okt. 1955), sjá Glóðaf. 9 .h. 1969, bls. 47. Fyrsta hjúskaparárið voru þau á Lýtings- stöðum, en bjuggu síðan á Giljum, Ölduhrygg og írafelli lengst, svo sem frá er greint í þætti Kristbjargar. Synir þeirra eru tveir: Reimar, bifreiðarstj., og Hjalti, forstj., báðir í Reykjavík. Þau Stefán og Kristbjörg slitu samvistum árið 1939. Eftir það var hann lengstum til heimilis á Vindheimum, en í vegavinnu á sumr- um, meðan heilsa entist. Síðustu árin þrjú var hann á ellideild Héraðssjúkrahúss Skagf. á Sauðárkróki. Stefán Sveinsson var þrekinn meðalmaður á vöxt, myndarlegur í sjón, oftast hress í bragði og viðræðuglaður. Hann var mikill Stefán Sveinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.