Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 54

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 54
54 GLÓÐAFEYKIR vaskleikamaður og dugnaðar, laghentur vel og nutu margir góðs af. Stefán var traustur maður í hvívetna og drengur góður. Július Björnsson, vm. á Flugumýri í Blönduhlíð, lézt þ. 8. júlí 1970. Hann var fæddur á Hraunshöfða í Öxnadal 1. júlí 1886, sonur Björns Bjarnarsonar, er ættaður var úr Grenivík, og Rósu Guðjónsdóttur. Hann var ekki hjónabandsbarn, en faðir hans kvæntist nokkrum árum síðar Margréti Sæmundsdóttur; bjuggu þau lengi í Hrísey 02,' síðar í Möðruvallasókn. Fátt er \itað um uppeldi Júlíusar. Um æskuár sín vildi hann aldrei tala. Allra fyrstu árin mun hann hafa verið á vegum rnóður sinnar, og um sjö ára aldur dvaldist hanu um nokkurt skeið með föður sínum. Lengstum mun hann þó hafa hrakizt milli vandalausra og sætt næsta misjafnri aðbúð. Laust upp úr aldamótum hverfur Júlíus vestur hingað til Skaga- fjarðar, fyrst að Neðra-Asi í Hjaltadal, en 1901 er hann skráður vinnumaður hjá Sigurði bónda Björnssyni í Hofstaðaseli, og hjá þeirn hjónum mun hann lengstum hafa verið meðan þeir Sigurður báðir lifðu, en hann lézt árið 1939. Fjárgæzla var aðalstarf Júlíusar og fór honum frábærlega vel úr heudi, hvort heldur inni var gefið eða úti haldið til beitar. Hann var einstök kindasál, hárglöggttr á sérkenni hvers einstaklings, hjalaði ástúðlega við þessa vini sína og vildi allt til vinna, að þeim rnætti líða sem bezt. Sjálfur átti hann jafnan nokkrar kindur — og engin úrhrök. Hann átti og löngum gæð- inga, enda hestamaður góður. Eftir að Júlíus hvarf frá Hofstaðaseli var hann í vistum fáein ár á einum þremur bæjum, en árið 1944 réðst hann til Ingimars og Sigrúnar á Flugumýri; hjá þeim hjónum og síðan sonum þeirra og tengdadætrum átti hann heima til æviloka og undi hag sínurn vel, enda að honum búið með þeim hætti, að hann gat eigi á betra kosið. Júlíus Björnsson (Júlli í Seli, Júlli á Flugumýri) var maður lítils vaxtar og eigi þrekmikill, en furðu harðfengur og ávallt hvatur í spori. Greindur var hann og skýr í hugsun, vel heima á ýmsum svið- um. Skapheitur var ltann og skapmikill, bráðlyndur nokkuð og reiddist stundum harkalega, einkum ef hann sá illa farið með skepn- Júlíus Björnsson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.