Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 55
GLÓÐAFEYKIR
55
ur, slíkt var honum hrein andstyggð. Hann var trygglyndur og vin-
fastur, vann öll störf af fágætri trúmennsku og heillyndi og lét hag
húsbænda sinna sitja i fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Hann var sæmdur
vinnuhjúaverðlaunum af Búnaðarfélagi íslands — og átti meir en
skilið.
Júlíus var gleðimaður að eðlisfari og hrókur alls fagnaðar í hópi
góðra vina. Hann var greiðamaður og gjafmildur, alúðarvinur allra
barna. Hann dó ókvæntur og barnlaus.
Skafti Sigurfinsson, húsmaður á Innstalandi á Reykjaströnd, lézt
með voveiflegum hætti 26. júlí 1970.
Hann var fæddur 12. des. 1908 á Meyjarlandi á Reykjaströnd og
\’ið þann bæ kenndur alla ævi .Foreldrar
hans voru Sigurfinnur Bjarnason, bóndi á
Meyjarlandi, og kona hans Jóhanna Sig-
urðardóttir. Var Skafti albróðir Stefáns, sjá
Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 51, og Stefaníu,
sjá þátt um hana í síðasta (16.) h. Glóðaf.
Hann var yngstur af 6 börnum Jreirra Meyj-
arlandshjóna, er upp komust. Eru Jjau nú
öll látin og lagði Skafti síðastur upp í hina
hinztu för.
Skafti óx upp í foreldragarði og átti þar
lengstum heima. Síðustu árin var hann þó
til heimilis á næsta bæ, Innstalandi, þar
sem Stefán bróðir hans bjó frá 1939 til dauðadags (1967), en átti
frá haustnóttum 1969 athvarf á Veðramóti, hjá Guðmundi bónda
þar Einarssyni og konu hans Jódísi Benediktsdóttur. Skafti mun
aldrei hafa talizt búandi, hvorki á Meyjarlandi né á Innstalandi, en
lengstum átti hann eigi að siður skepnur allmargar, fé og hross, og
átti reiðhesta. Hann var dýravinur, nærgætinn við allar skepnur og
lét sér annt um þær. ,,Þessi umhyggja hans fyrir dýrunum kom
glögglega fram í því starfi, sent hann gegndi um mörg ár fyrir ýmis
sveitarfélög hér í Skagafirði, en hann sá um hundahreinsun í mörg-
um sveitum héraðsins. . . Hér var um mikið nauðsynjaverk að ræða,
sem krefst nærgætni, kostgæfni og skyldurækni". (sr. G. G.).
Skafti á Meyjarlandi var meðalmaður á vöxt og þó naumlega;
fölleitur, fríður ásýndum, augnaráð og tillit nokkuð fjarrænt á stund-
um, líkt og hann sæi eitthvað allt annað en það, sem öðrum bar
fyrir augu. Hann var greindarmaður, íhugull og athugull og hugsaði