Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 59

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 59
GLÖÐAFEYKIR 59 og öllum vel tekið, háum jafnt sem lágum, enda nutu þau óskoraðr- ar virðinsíar oa: vinsælda. O O Jóhannes á Reykjum var hestlaginn og góður tamningamaður. Hann var lagvirkur í bezta lagi, nærfærinn við menn og skepnur og oft til hans leitað. Hann var drengskaparnraður, raungóður og hjartahlýr. Eiður B. Sigtryggsson, vélsmiður á Sauðárkróki, varð bráðkvaddur þ. 22. okt. 1970. " Hann var fæddur á Sauðárkr. 19. des. 1935 og var því tæplega hálffertugur, er hann lézt. Foreldrar hans voru Sigtryggur Einarsson frá Héraðsdal, starfsm. hjá Kaupfél. Skagf., og kona hans Ágústa lónasdóttir, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 45. Eiður ólst upp hjá foreldrum sinum á Sauðárkróki, yngstur 6 systkina. Heimilið var traust og gott, enda þótt eigi væri auð- ur í garði. Eiður stundaði nám í gagnfræða- skólanunr á Sauðárkr. og lauk landsprófi 1952. Eigi hugði hann þó til framhalds- náms, en var haldinn nrikill útþrá, hvarf af landi brott 16 ára gamall og þá til Norð- urlanda, dvaldist þar um tveggja ára skeið við nám og störf, lengst í Finnlandi og sótti þar lýðháskóla. Er heim kom aftur vann hann fyrst 2 ár á Keflavíkurflugvelli, hóf síðan iðnskólanám á Sauðár- króki, vélsmíðanám í Hafnarfirði og Reykjavík. Að námi loknu stofnaði hann með öðrum vélsmiðjuna „Málm“ í Reykjavík og rak hana nokkur ár. „Vegna ýmissa aðstæðna sá liann sér þó hentugra að vinna öðrum, enda mjög eftir því leitað, því að maðurinn var traustur í orði og verki og flestum góðum kostum búinn“. (sr. Þ. Steph.). Fór hann þá fyrst til Raftækjasmiðjunnar h/f í Hafnarfirði og síðan heim til Sauðárkróks, er honum bauðst þar, árið 1969, verkstjórastaða við Vélaverkstæði Kaupfél. Skagf. Var honum mikið fagnaðarefni, að fá framtíðaratvinnu á æskuslóðum. Á gamlaársdag 1963 kvæntist Eiður Ingibjörgu Hólm Vigfúsdótt- ur. Börnum hennar tveim, Ástu og Jóhannesi, reyndist Eiður sem bezti faðir. Með konu sinni eignaðist hann tvö börn: Jennýu Ingu og Ágúst Brynjar. Eiður Sigtryggsson var hár maður og þrekvaxinn, vasklegur í Eiður B. Sigtryggsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.