Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 60

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 60
60 GLOÐAFEYKIR framgöngu, fríðleiksmaður og að öllu vel á sig kominn. Hann var greindur maður, víðlesinn, prúður í háttum, viðkvæmur í lund, dulur að eðlisfari og heldur fálátur við fyrstu sýn. Hann var traustur maður, duglegur og vandvirkur, gerði nteiri kröfur til sjálfs sín en annarra, svo sem háttur er mætra manna. Hann naut virðingar og vináttu allra, þeirra er honum kynntust, enda drengur góður og grandvar í hvívetna. Var að honum mikill mannskaði, svo ungum manni og efnilegum. (Heimildarm. sr. Þ. Steph. o. fl.). Friðrik Júliusson, afgreiðslum. á Sauðárkr., varð bráðkvaddur þ. 31. okt. 1970. Hann var fæddur að Barði á Akureyri 10. júlí 1895, sonur Krist- jáns Júlíusar ökumanns Kristjánssonar frá Hranastöðum í Eyjafirði og konu hans Maríu Flóventsdóttur frá Syðri-Skál í Kaldakinn. Friðrik óx upp í foreldrahúsum og átti þar heimili til fullorðinsára .Systkinin voru mörg og heimilið fátækt, en dugnaði for- eldranna og hagsýni við brugðið, og allt komst vel af. Að loknu barnaskólanámi gekk Friðrik í kvöldskóla, sem Arthur Gook hélt á þeim árum, varð vel að sér í tungu- málumog einkurn í ensku við ágæta hand- leiðslu Gooks. Eftir það var Friðrik ýrnist við verzlunarstörf eða stundaði daglaunavinnu, vann og oft á Siglu- firði á sumrum. Arið 1921 kvæntist Friðrik Fjólu Jónsdóttur frá Brattavöllum á Árskógsströnd. Voru þau ýmist á Akureyri eða Siglufirði unz þau fluttu til Sauðárkróks 1925 og bjuggu þar æ síðan. Var Friðrik fyrst við verzlunarstörf hjá Haraldi kaupmanni bróður sínum og síðar hjá Kristjáni Gíslasyni kaupmanni; stundaði þess á milli daglauna- vinnu og síldarvinnu á Siglufirði. Hernámsárin öll var hann túlk- ur hjá Bretum fyrst og síðan Bandaríkjamönnum. Er Olíuverzlun íslands reisti birgðastöð á Sauðárkróki 1946, gerðist hann þegar fastur starfsmaður hennar og vann þar óslitið til efsta dags. Friðrik Júlíusson var áhugamaður um margvísleg félagsmálastörf og lagði sig þar allan fram. En það var honum ekki nóg. Hann hafði einstakt lag á að glæða áhuga annarra, fá þá til þátttöku og athafna. Hann var einn af stofnfélögum karlakórsins Vísis á Siglufirði, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.