Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 62

Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 62
62 GLÓÐAFEYKIR Gestur á Arnarstöðum var ágætur bóndi. Þau Jóhanna voru sam- hent og sérlega hagsýn um allt, er að búskapnum laut, bættu jörð sína mjög að húsakosti og ræktun. Gestur var rakinn fjárræktar- maður og hafði jafnan afurðagott bú, var og aldrei teflt svo djarft með ásetning, að eigi væri borð fyrir báru, enda raunhyggja og for- sjálni ávallt í öndvegi. Tvö eru börn þeirra Jóhönnu og Gests: Margrét, húsfr. í Njarð- víkum suður og Stefán, bóndi og kennari á Amarstöðum. Dóttur eignaðist Gestur nreð Svövu Sigurðardóttur frá Hólakoti á Höfða- strönd, Emmu, húsfr. á Siglufirði. Gestur Guðbrandsson var í hærra lagi en frekar grannvaxinn, sívalur um bol, þrekmaður mikill og harðgeiT að sama skapi. Hann var mikill myndarmaður, greindur vel, glaðsinna, frjálslyndur í skoðunum og skemmtilegur; harðskarpur og hamhleypa til allra verka, bæði á sjó og landi. Hann var greiðvikinn og hjálpsamur og vildi hvers manns vanda leysa, naut óskoraðra vinsælda og virðingar samferðamanna, drengur hinn bezti og hverjum manni minnilegur. Örn Sigurðsson, verkam. á Sauðárkr., lézt jr. 12. nóv. 1970. Hann var fæddur að Kálfshamri á Skagaströnd 27. júlí 1921. son- ur Sigurðar bónda þar Ferdinantssonar og konu hans Arnfríðar Einarsdóttur. Örn ólst upp með foreldrum sínum fyrstu árin, yngstur 7 systkina. Þá var „hinn hvíti dauði“ í algleymingi. Foreldrar Arnar og systkini mörg dóu úr berklaveiki, sjálf- ur veiktist hann, ungur drengur um þriggja ára aldur, og var þá nreð móður sinni á Víf- ilsstöðunr um eins árs skeið. Áður en hann sjálfur mundi til fékk hann lömunarveiki. lamaðist hægri handlegur hans að miklu leyti og hlaut aldrei fullan þroska og rnátt, öm Sígurðsson og háði honum við áreynsluvinnu síðar meir, hafði og löngum þrautir í handleggn- um. Átta ára gamall missti Örn móður sína, var þá með föður sínum og systrum til 11 ára aldurs, er faðir hans veiktist; var drengnum þá komið norður á Sauðárkrók til föðursystur sinnar, Stefaníu Ferdin- antsdóttur (sjá Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 63) og eiginmanns hennar, Sölva járnsmiðs Jónssonar. Þar varð hann þegar sem einn af mörg- um börnunr þeirra mætu hjóna og naut ástríkis og umhyggju fjöl-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.