Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 63

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 63
GLÓÐAFEYKIR 63 skyldunnar í ríkum mæli. Föður sinn missti Örn skömmu eftir að hingað kom norður, ílentist hann því á Sauðárkróki og átti þar heima til efsta dags. Að loknu barnaskólanámi fór Örn þegar að stunda sjóinn; var sjó- mennska hans aðalstarf svo og jafnframt ýmiss konar daglaunavinna m eðan heilsa leyfði, en sakir þráláts magakvilla varð hann að lok- um að taka upp önnur og léttari störf, kom sér upp litlu en góðu fjárbúi, vann við fiskmat o. fl. Löngum var hann sárþjáður, lá á sjúkrahúsum og gekk undir mikinn uppskurð, en fékk aldrei fulla heilsu. Síðustu 8 árin annaðist hann veðurathuganir á Sauðárkróki. Arið 1947 kvæntist Örn Guðrúnu Erlu Ásgrimsdóttur frá Mikla- bæ í Óslandshlíð. Böm þeirra eru 6: Sölvi Stefán, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, Halldór Ingiberg, starfsm. hjá Loðskinni h/f á Sauðárkr., Elísabet Ósk, verkak. á Sauðárkr., Arnfriður, Ingólfur og Anna Björk, öll heima og ung að árum. Örn Sigurðsson var frekar hár maður og grannvaxinn, fölleitur og toginleitur. Hann var greindur vel og gæddur miklu andlegu o o o o o o þreki, viðmótsþýður og eigi kvartsár, einstakt ljúfmenni og vinsæll af öllum. Hann var harðduglegur er á heilum sér tók, verklaginn og vandvirkur, enda eftirsóttur verkmaður. Reimar Helgason, bóndi á Bakka í Vallhólmi, varð bráðkvaddur þ. 21. nóv. 1970. Hann var fæddur á Kirkjuhóli hjá Víðimýri 27. maí 1902, sonur Helga bónda þar o. v. Guðnasonar og konu hans Sigurbjargar Jónsdóttur bónda á Króksstöðum í Kaupangssveit, Jónssonar, en kona Jóns og móðir Sigurbjargar var Rósa Sigurðardóttir frá Hálsi í Fnjóskadal. \7ar Reimar hálfbróðir, samfeðra, þeirra tvíburabræðra, Björgvdns og Sigurðar, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls. 46 og 1970, 11. h. bls. 58. Reimar ólst upp með foreldrum sinum á Kirkjuhóli til 12 ára aldurs, er hann missti móður sína (1914), fór þá að Löngumýri í Hólmi til Jóhanns bónda Sigurðssonar og konu hans Sigurlaugar Ólafsdóttur. Hjá þeim mætu og merku hjón- um var hann allt til 1945, lengstum vinnumaður, og vann þeim af fádæma dugnaði og trúmennsku. Kom hann sér upp á þeim árum

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.