Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 68
68
GLOÐAFEYKIR
Árið 1921 gekk Sigurlaug að eiga Jón frænda sinn Pálmason,
bónda á Svaðastöðum, Símonarsonar, og konu hans Önnu Friðriks-
dóttur bónda og alþingsm. í Málmey, Stefánssonar, en kona Friðriks
og móðir Önnu var Hallfríður Björnsdóttir hreppstj. og dbrm. á
Skálá í Sléttuhlíð. Voru ungu hjónin á Svaðastöðum um stund, en
slitu samvistum eftir fárra ára sambúð. Hvarf Sigurlaug til Reykja-
víkur og var þar um hríð. Árið 1925 giftist hún síðari manni sínum,
Gunnlaugi kennara Björnssyni og konu hans hans Halldóru Magnús-
dóttur, sjá þátt af Gunnlaugi í Glóðaf. 1971, 12. h. bls. 55. Árið
1928 fluttust þau hjónin norður hingað að Hólum í Hjaltadal, er
Gunnlaugur gerðist kennari við bændaskólann. Næsta vor, 1929,
fluttu þau að Brimnesi og höfðu þá keypt jörðina, reistu þar bú og
bjuggu miklu myndarbúi meðan bæði lifðu, en Gunnlaugut lézt
14. marz 1962. Eftir það var Sigurlaug fyrir framan hjá syni þeirra
hjóna unz kraftar þrutu, en síðustu tvö árin dvaldist hún á sjúkra-
húsi.
Dætur Sigurlaugar af fyrra hjónabandi eru tvær: Hulda, húsfr.
á Marbæli í Óslandshlíð og Anna, húsfr. á Laufhóli hjá Brimnesi.
Með seinni manni sínum eignaðist hún son, Björn, hreppsti. og
bónda í Brimnesi.
Sigurlaug í Brimnesi var í minna nreðallagi á vöxt, aðeins álút í
herðum, björt á yfirbragð, ágætlega gefin og gerð, dugnaður og
iðjusemi frábær. Hún var hreinskilin og hispurslaus í viðræðu,
sjálfstæð í skoðunum, hafði mætur á fögxum skáldskap, bæði í
bundnu máli og óbundnu, og dómbær í bezta lagi. Hún var mikil
búsýslukona og galt búið þess í engu, þótt bóndinn væri að mestu
að heiman vetur hvern. Var Sigurlaug að öllu hin merkasta kona.
O O
Stefán Jóhannesson, bifrst. og f. verkstj. á Sauðárkr. lézt þ. 12.
marz 1971.
Hann var fæddur að Hrauni á Skaga 5. ágúst 1892, sonur Jóhann-
esar bónda í Neðranesi á Skaga Jóhannessonar, bónda að Björgum
á Skagaströnd, Loftssonar, og konu hans Margrétar Stefánsdóttur,
bónda á Syðra-Mallandi, Jónssonar bónda á Selá á Skaga, Sigurðs-
sonar, og konu lrans Ragnhildar Stefánsdóttur.
Stefán óx upp með foreldrum sínum í Neðranesi til 16 ára ald-
urs, fór þá í vinnumennsku um þriggja ára skeið, en flutti til Sauð-
árkr. 1912. Þar nam hann skósmíði hjá Pétri Eiríksen skósmið og
stundaði þá iðn bæði á Sauðárkr. og í Reykjavík til ársins 1922, er
hann varð að hætta sakir heilsubrests. Var ávallt heilsuveill eftir