Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 70
70
GLÖÐAFEYKIR
hún í vistum með móður sinni til fermingaraldurs, síðan í vinnu-
mennsku þar á Skaga og vestur í Húnaþingi, ef til vill víðar. Þá var
hún og um stund hjá hálfbróður sínum sammæðra, Bjarna Jónssyni,
verkstjóra í vélsmiðjunni Hamri í Revkja-
vík, og einnig á hinu mikla myndarheimili
hálfsystur sinnar samfeðra, Hólmfríðar, og
eiginmanns hennar Sigvalda Þorsteinsson-
ar, kaupmanns á Akureyri. Þaðan hvarf
hún vestur hinoað að \7eðramóti í Göngu-
skörðum og síðan að Ingveldarstöðum syðri
á Reykjaströnd, þar sem móðir hennar var
til heimilis.
Arið 1921, hinn 1. maí, gekk Sigfríður
að eiga Jón Jónsson, bónda á Ingveldar-
stöðum, sjá þátt urn hann í Glóðaf. 1971,
12. h. bls. 53. Það hið sarna ár reistu þau
bú á Daðastöðum á Reykjasrtönd og bjuggu þar og síðan á Steini í
sömu sveit meðan bæði lifðu, en Jón lézt árið 1962. Börn þeirra
eru 5: Fjóla, húsfr. á Akureyri, Páll, rafvirki á Akureyri, Sigurfinn-
ur, rafveitustarfsm. á Sauðárkr., Friðvin, vélstj. á Sauðárkr. og Hall-
dór, bóndi á Steini.
Sigfríður Jóhannsdóttir var í hærra lagi á vöxt og myndarkona á
hverja gxein. Hún var mikil mannkostakona, skapmikil að visu og
gat í fljótu bragði virtzt skaphörð, en þó var eigi svo í raun; hitt er
annað, að hún var einörð og ákveðin, hreinlynd og hreinskiptin, en
hjartahlý, fórnfús og svo bóngóð, að hún gat aldrei neitað neinurn
um neitt. Hún var einstök atorkukona, mikilvirk og vandvirk, lagði
sig alla fram og gekk að hverju verki með lífi og sál. Henni þótti
vænt um allar skepnur, hafði yndi af að bregða sér á hestbak og fór
jafnvel póstferðir fyrir bónda sinn, ef svo bar undir.
Eftir lát manns síns förlaðist Sigfríði heilsa og þrek og síðustu
árin þrjú var hún á ellideild Héraðssjúkrahúss Skagf., þrotin að
kröftum, en hafði þó ferlivist lengstum.
Jón Sveinsson, bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð, lézt þ. 19. marz 1971.
Hann var fæddur á Hóli 21. maí 1887, sonur Sveins bónda þar og
oddvita Jónssonar og konu hans Hallfríðar Sigurðardóttur. Var
Jón albróðir Guðmundar Sveinssonar, fulltr. hjá Kaupfél. Skagf.,
sjá þátt af honum í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 67.
Jón óx upp með foreldrum sínum á Hóli og átti þar heima alla