Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 73

Glóðafeykir - 01.09.1976, Síða 73
GLOÐAFEYKIR 73 ættmennum og ættarslóðum og voru þær henni oftast efst í huga undir ævihvörfin. Guðmundur Jónsson frá Teigi, f. hreppstj. í Hofsós, varð bráð- kvaddur þ. 27. apríl 1971. Fæddur var hann að Krossi í Óslandshlíð 4. júní 1905. Foreldr- ar: Jón bóndi í Teigi Guðmundsson, síðast bónda þar, jónssonar, og kona hans Elísa- bet Jóhannsdóttir bónda á Krossi, Kristjáns- sonar, Guðmundssonar, en kona Jóhanns 02, móðir Elísabetar var Halldóra Þorleifs- dóttir bónda í Gröf á Höfðaströnd. Kona Guðmundar eldra í Teigi, föður Jóns, var Jóhanna Magnúsdóttir ljósmóðir frá Fyrir- barði í Fljótum. Tveggja ára gamall fluttist Guðmundur með foreldrum sínum að Teigi, ólst þar upp og átti þar heima allt til 1941, enda löngum við þann bæ kenndur. Nokkru eftir fermingu naut hann um skeið kennslu í unglingaskóla, og veturinn 1930—1931 stundaði hann nám við unglingadeild, er þá var rekin í sambandi við búnaðarskólann á Hólum. Eftir það aflaði hann sér þekkingar á bókhaldi og reikningsfærslu, vann skrifstofustörf hjá Kaupfél. Skagf. meira og minna um 10 ára skeið, unz heilsa bilaði. Hann skrifaði mjög skýra og fagra rithönd. Guðmundur var um ára- bil endurskoðandi ársreikninga Kaupfél. Austur-Skagf., Hofsósi. Hann var og skipaður fyrsti hreppstjóri Hofsóshrepps, er kauptún- inu var skipt úr Hofshreppi, enda þá fluttur þangað fyrir nokkru. En honum féll ekki starfið og sagði því af sér eftir að hafa gegnt því í 4 ár. Arið 1941 kvæntist Guðmundur Jóhönnu Sigmundsdóttur bónda á Bjamastöðum í Unadal, Símonarsonar, og Helgu Bjarnadóttur frá Mannskaðahóli. Það hið sama ár fluttu þau til Hofsóss, reisu sér íbúðarhús skömmu síðar og kölluðu Veðramót. Einkabarn þeirra hjóna er Kristrún, húsfr. að Helgafelli í Helgafellssveit. „Guðmundur frá Teigi var gildvaxinn meðalmaður, gjörfulegur að vallarsýn. Mikið prúðmenni í allri framkomu, glaðlegur, góð- mannlegur, djarfur og hreinskilinn í svörum og kynningu, gerði sér aldrei mannamun. Hann var skýrleiksmaður, víðsýnn, fylgdist vel með í opinberum málum, myndaði sér um þau fastar og ákveðnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.