Glóðafeykir - 01.09.1976, Page 74
74
GLOÐAFEYKIR
skoðanir og lét ógjarna sinn hlut. Á yngri árum var hann gleði- og
samkvæmismaður, félagslyndur og starfaði rnikið að málefnum mig-
mennafélaganna. Hann var og mikill náttúruunnandi, hafði glöggt
auga fyrir náttúrufegurð, sérkennum landslags og gróðurs. . . Allir,
sem unnu með Guðmundi, báru til hans hlýjan hug. Hann vann öll
sín störf af vandvirkni og samvizkusemi og mátti aldrei varnrn sitt
vita í nokkrum hlut. Hann var umhyggjusamur og hagsýnn heim-
ilisfaðir, hirðusamur og nýtinn á verðmæti, sómamaður í hvívetna".
(Jóh. Ól.).
Guðmundur var góður og traustur heimildarmaður við samningu
nokkurra þeirra þátta, er hér eru skráðir.
Jón Gislason, vm. á Sauðárkr., lézt þ. 2. maí 1971.
Hann var fæddur að Sveinskoti á Reykjaströnd 10. ágúst 1891.
Foreldrar: Gísli, þá ekkjumaður, áður bóndi í Geitagerði, Arason,
bónda á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd,
þess er drukknaði á Skagafirði 3. nóv.
1845, Jónssonar, og Rósa María, þá vinnu-
kona á Hafsteinsstöðum, Gísladóttir í
Glaumbæ, síðast á Þverá í Blönduhlíð, Þor-
lákssonar, og konu hans Maríu Jónsdóttur
Einarssonar. \rar Jón Gíslason hálfbróðir,
sammæðra, Gunnars skálds á Bergskála, sjá
Glóðaf. 1970, 11. h. bls. 50, og jakobs
bónda á Dúki í Sæmundarhlíð.
Jóni var ungum komið í fóstur til hjón-
anna Jóns bónda Ingimundarsonar og
Maríu Gamalíelsdóttur á Varmalandi í Sæ-
mundarhlíð. Giftist móðir hans Einari, syni þeirra hjóna, árið 1899,
og tóku þau við búsforráðum á Varmalandi 1904. Með þeim óx
Jón upp og dvaldist þar á Varmalandi fram um tvítugsaldur, en var
svo næstu árin ýmist í vist eða lausamennsku.
Um 1920 kvæntist Jón Þorbjörgu Jóhannsdóttur, áður bónda í
Sveinskoti á Reykjaströnd, Tómassonar, og konu hans Sigurbjargar
Björnsdóttur. Voru þau fyrst til heimilis í Vík og svo á Sauðár-
króki. Arið 1922 reistu þau bú að Krossanesi í Hólmi og bjuggu
þar til 1933, er þau fluttu aftur til Sauðárkr. og áttu þar heima æ
síðan. Jón stundaði daglaunavinnu og þó eigi að staðaldri. Hann
var náttúrubarn og rótgróinn sveitamaður að öllu eðli. Hann var
o o
harðduglegur og bæði þau hjón. Voru þau löngum í kaupavinnu á