Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 76

Glóðafeykir - 01.09.1976, Blaðsíða 76
76 GLÓÐAFEYKIR Hallfríði Báru, sem jafnan hefur haldið heimili með foreldrum sín- um. Haraldur Andrésson var meðalmaður á hæð, srannvaxinn 02; eioi þrekmikill, en liðlegur í hreyfingum og röskleikamaður: grannleit- ur og holdskarpur, fölleitur, geðþekkur rnaður og snoturmenni. Hann var raddmaður góður og kvæðamaður ágætur. Haraldur var hýr í geði og glaðsinna, kom sér hvarvetna vel, „vandaður maður til orðs og æðis og leysti öll störf af hendi af vandvirkni og trú- mennsku, en eigi mikill afkastamaður". Hann var einn af þessurn hljóðlátu mönnum, sem eigi fer rnikið fyrir á vettvangi hins dag- lega lífs, gat stundum verið dálítið barnalegur, en hafði þó sínar ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum. Anton Gunnlaugsson, f. bóndi á Litlahóli í Viðvíkursveit o. v„ síðar verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 15. maí 1971. Hann var fæddur að Minna-Holti í Fljótum 1. sept. 1891, sonur Gunnlaugs bónda þar og síðar á Stafnshóli (Stafshóli) í Deildardal, Guðmundssonar bónda á Nautabúi í Hjaltadal o. v., Einars- sonar, og konu hans Sigurlaugar Jónsdótt- ur á Hreppsendaá í Ólafsfirði, Þorkelsson- ar, og Önnu Símonardóttur. Anton ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Minna-Holti, en fluttist með þeiin að Gröf á Höfðaströnd 1896 og þaðan að Stafnshóli 1901. Eftir fermingu réðst hann í vistir, var og lausamaður á stundum. Arið 1915 gekk Anton að eiga Sigurjónu Bjarnadóttur bónda í Þúfum í Óslandshlíð, Jóhannssonar bónda í Gröf, Bjarnasonar, og konu hans Halldóru Þorfinnsdóttur. Árið 1917 reistu þau bú á Fjalli í Kolbeinsdal og bjuggu þar til 1922, fóru þá í húsmennsku að Miklabæ í Óslands- hlíð, settu aftur saman bú og þá að Ingtældarstöðum í Hjaltadal og bjuggu þar 1931—1932, þá að Enni í Viðvíkursveit til 1935, voru því næst í húsmennsku í Garði í Hegranesi eitt ár, en bjuggu svo síðast á Litlahóli 1936—1948, er þau fluttu alfari til Sauðárkróks. Jafnan voru þau hjón fátæk, enda ómegð mikil og tíðir búferla- flutningar eigi til þess fallnir, að efla efnalega hagsæld. Tvívegis misstu þau hjón búslóð sína, öðru sinni í snjóflóði, hitt skiptið í eldsvoða. Þó bjargaðist allt sæmilega af. Bæði voru þau hjón þrek-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.