Glóðafeykir - 01.09.1976, Qupperneq 76
76
GLÓÐAFEYKIR
Hallfríði Báru, sem jafnan hefur haldið heimili með foreldrum sín-
um.
Haraldur Andrésson var meðalmaður á hæð, srannvaxinn 02; eioi
þrekmikill, en liðlegur í hreyfingum og röskleikamaður: grannleit-
ur og holdskarpur, fölleitur, geðþekkur rnaður og snoturmenni.
Hann var raddmaður góður og kvæðamaður ágætur. Haraldur var
hýr í geði og glaðsinna, kom sér hvarvetna vel, „vandaður maður
til orðs og æðis og leysti öll störf af hendi af vandvirkni og trú-
mennsku, en eigi mikill afkastamaður". Hann var einn af þessurn
hljóðlátu mönnum, sem eigi fer rnikið fyrir á vettvangi hins dag-
lega lífs, gat stundum verið dálítið barnalegur, en hafði þó sínar
ákveðnu skoðanir á mönnum og málefnum.
Anton Gunnlaugsson, f. bóndi á Litlahóli í Viðvíkursveit o. v„
síðar verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 15. maí 1971.
Hann var fæddur að Minna-Holti í Fljótum 1. sept. 1891, sonur
Gunnlaugs bónda þar og síðar á Stafnshóli
(Stafshóli) í Deildardal, Guðmundssonar
bónda á Nautabúi í Hjaltadal o. v., Einars-
sonar, og konu hans Sigurlaugar Jónsdótt-
ur á Hreppsendaá í Ólafsfirði, Þorkelsson-
ar, og Önnu Símonardóttur.
Anton ólst upp með foreldrum sínum,
fyrst í Minna-Holti, en fluttist með þeiin
að Gröf á Höfðaströnd 1896 og þaðan að
Stafnshóli 1901. Eftir fermingu réðst hann
í vistir, var og lausamaður á stundum.
Arið 1915 gekk Anton að eiga Sigurjónu
Bjarnadóttur bónda í Þúfum í Óslandshlíð,
Jóhannssonar bónda í Gröf, Bjarnasonar, og konu hans Halldóru
Þorfinnsdóttur. Árið 1917 reistu þau bú á Fjalli í Kolbeinsdal og
bjuggu þar til 1922, fóru þá í húsmennsku að Miklabæ í Óslands-
hlíð, settu aftur saman bú og þá að Ingtældarstöðum í Hjaltadal og
bjuggu þar 1931—1932, þá að Enni í Viðvíkursveit til 1935, voru
því næst í húsmennsku í Garði í Hegranesi eitt ár, en bjuggu svo
síðast á Litlahóli 1936—1948, er þau fluttu alfari til Sauðárkróks.
Jafnan voru þau hjón fátæk, enda ómegð mikil og tíðir búferla-
flutningar eigi til þess fallnir, að efla efnalega hagsæld. Tvívegis
misstu þau hjón búslóð sína, öðru sinni í snjóflóði, hitt skiptið í
eldsvoða. Þó bjargaðist allt sæmilega af. Bæði voru þau hjón þrek-