Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 80

Glóðafeykir - 01.09.1976, Side 80
80 GLÓÐAFEYKIR og bjuggu þar 1931 — 1932, í Litladal í sömu sveit 1933—1935, þá á Minni-Ökrum til 1938, í Borgargerði á Norðurárdal 1939—1943, fóru þá byggðum að Bakka í Hólmi og bjuggu þar til 1945 er þau keyptu ípishól, fluttu þangað og bjuggu þar til 1951. Það ár, hinn 6. apríl, andaðist Sól- rún. Þeim hjónurn varð eigi barna auðið. Eftir lát konu sinnar lét Kristinn af bú- skap, en átti þó nokkurn búfénað enn um hríð, var til heimilis á ípishóli og síðan í Sunnuhlíð hjá Varmahlíð. „Meðan honum hélzt á skepnum sínum, sem hann hafði mikið yndi af, var hann oftast með þær í Stafni í Svartárdal. Sakir vanheilsu dvaldi Kristinn mörg síðustu ár sín á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki, og varð þá sjúkrahúsið heimili hans. . .“ (Sr. G. G.). Þar leið hon- um vel, svo sem verða rnátti, enda kom hugarþel hans til þessa ,,heimilis“ gerla fram í því, að hann ánafnaði sjúkrahúsinu eignir sínar. Kristinn Helgason var gildur meðalmaður á velli, stillilegur, hógvær og hélt sér eigi fram. Saga hans var hvorki margslungin né stór í sniðum. Fram eftir ævi var hann annarra hjú, kunnur að fullri hollustu og tryggð við húsbændur og heimili. Bóndi var hann 20 ár og varð furðulega oft að flytjast milli býla. \rerða svo tíðir bú- ferlaflutningar naumast til þess fallnir að glæða bjartsýni og eyða áhyggjum. Kristinn lét þó eigi á sjá. Hann komst vel af og tók hverju, sem að höndum bar, með æðruleysi og rósömum huga. Hann var grandvar maður, kom sér hvarvetna vel og mun aldrei hafa átt óvildarmann. 17 hefti af Glóðafeyki hafa nú komið út. Stuttir æviþættir látinna félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga frá og með árinu 1952 hófust í 6. hefti, árið 1967, og hafa komið út í hverju hefti síðan. Eru nú þættirnir orðnir 265. Þá eru óbirtir 92 æviþættir, svo að allir félags- menn séu taldir, þeir sem látizt hafa frá og með árinu 1952 til þessa

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.