Fréttablaðið - 13.04.2016, Side 21

Fréttablaðið - 13.04.2016, Side 21
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum 72% erlendra ferðamanna fara gullna hringinn Landsbankinn býður fyrirtækjum alhliða lausnir fyrir fjármál þeirra. Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins. Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja landsbankinn.is 410 5000Landsbankinn Pantaðu viðtal hjá sérfræðingum okkar í síma 410 5000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is. Í öllum fyrirtækjum er nauðsynlegt að geta gengið að fjölbreyttum lausnum sem styðja við reksturinn. Við leggjum mikið upp úr persónulegum tengslum og vandaðri þjónustu. Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggjum við okkur fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum. Netbanki fyrirtækja er upp- lýsingaveita sem eykur yfir- sýn og auðveldar stjórnendum ákvarðanatöku. Við bjóðum upp á greinargóðar innheimtu- skýrslur, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup. Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestinga- lán og aðstoðum við fjár- mögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins. Fjármögnun og eignastýring Öflugar netlausnir Vönduð fyrir- tækjaþjónusta Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að dómar vegna gengis- tryggðra lána kynnu í versta falli að leiða til þess að eiginfjárhlut- fall færi undir lögbundið lágmark, sem var þá átta prósent. Þetta var ástæða þess að ráðist var í sölu á eignarhaldsfélaginu Vestia til Framtakssjóðs Íslands árið 2010. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til Lands- bankans hinn 11. mars síðastliðinn, sem ritað er vegna sölu bankans á hlut sínum í Borgun, er vikið að sölu Landsbankans á Vestia. Salan á Vestia til FSI, sem var tilkynnt 20. ágúst 2010, var harðlega gagnrýnd á opinberum vettvangi, rétt eins og salan á Borgun. Að beiðni fjármála- ráðuneytisins aflaði Bankasýsla ríkisins upplýsinga frá Landsbank- anum um söluna með bréfi, dagsettu 20. janúar 2011. Bankinn svaraði fyrirspurn Bankasýslunnar 27. janúar. Þar kom fram að á þessum tíma hefði verið mikil óvissa um lögmæti erlendra lána bankans sem hefði getað haft veruleg áhrif á eiginfjárstöðu hans. Taldi bankinn sér skylt að leita leiða við að efla eiginfjárstöðu sína án þess að leita til ríkissjóðs um fjár- framlag og væri því óhjákvæmilegt annað en að hraða sölu eigna. Beind- ust sjónir fljótt að Vestia enda gæti slík sala verulega eflt eiginfjárstöðu bankans. Markaðurinn óskaði í vikunni eftir afriti af bréfinu sem Landsbank- inn sendi Bankasýslunni í janúar 2011, þar sem salan er útskýrð, en fékk synjun. Ástæðan er sú að bréfið „varðar samskipti bankans og stofnunarinnar sem bankinn telur að trúnaðarskylda hvíli á. Lands- bankinn telur sér því ekki heimilt að afhenda fjölmiðlum afrit bréfsins.“ Hins vegar kemur fram í erindi sem Landsbankinn sendi Bankasýsl- unni hinn 11. febrúar síðastliðinn að bankinn hafi upplýst Fjármála- eftirlitið, Seðlabankann og hluthafa um stöðuna með skriflegum hætti sökum alvarleika málsins. Upplýsingar um að stjórnendur Landsbankans óttuðust að eigin- fjárhlutfall bankans kynni að fara undir lögbundið lágmark voru fyrst birtar almenningi þegar þetta bréf bankans, frá 11. febrúar, var gert opinbert. Engu að síður kveða lög Seðlabankans á um að ef pen- ingastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skuli hún opinberlega gefa út viðvaranir þegar tilefni er til. Markaðurinn spurði Fjármála- eftirlitið út í málið og fékk þau svör að ekki yrðu veittar upplýsingar um málefni einstakra eftirlitsskyldra aðila. „Á hinn bóginn má geta þess að Fjármálaeftirlitið fylgdist sér- staklega náið með eiginfjárstöðu lánastofnana vegna óvissu um bók- fært virði gengislána á umræddum tíma. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæsta- réttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjár- stöðu lánastofnana en eins og kunn- ugt er varð sú sviðsmynd ekki að veruleika,“ segir í svarinu. Landsbankinn seldi eignarhaldsfélagið Vestia til þess að efla eiginfjárstöðu í kjölfar gengislánadóma. FréttabLaðið/andri Óttuðust um rekstrarhæfi bankans Stjórnendur Landsbankans óttuðust árið 2010 að eiginfjárhlutfall bankans færi undir lögbundin mörk, sem eru átta prósent. Samkvæmt lögum á peningastefnunefnd Seðlabankans að vara við slíkum aðstæðum. Það gerði nefndin þó ekki. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á áhrifum gengislánadóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 kom í ljós að dekksta sviðsmyndin hefði haft veruleg neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu lánastofnana. Úr svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Markaðarins Jón Hákon Halldórsson jonhakon@365.is markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . A p R í l 2 0 1 6 1 3 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :1 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 0 B -6 B C 0 1 9 0 B -6 A 8 4 1 9 0 B -6 9 4 8 1 9 0 B -6 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.