Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 8
Helgarblað 3.–6. október 20148 Fréttir
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Svikahrappi vikið
úr Háskóla Íslands
n Rekinn úr skólanum eftir sex ára doktorsnám n Löng slóð svika á netinu
S
íðastliðinn febrúar var Linjie
Chou, kínverskum doktors
nema við Háskóla Íslands,
vísað formlega úr skólanum.
Hann hafði stundað nám við
viðskiptafræðideild skólans um árabil
undir handleiðslu Snjólfs Ólafssonar.
Óljóst er nákvæmlega hvers vegna
Chou var vikið úr skólanum en þegar
fyrst var fjallað um mál hans í fjöl
miðlum fyrir tæpu ári þá var greint
frá því að sterkur grunur léki á að um
ritstuld væri að ræða hvað doktorsrit
gerð hans varðaði. Þá hefur hann skil
ið eftir sig langa svikaslóð á netinu.
Málið þykir hið vandræðalegasta
fyrir Háskóla Íslands en upp komst
um lygavef hans um svipað leyti og
Chou skilaði doktorsritgerð sinni í
júní árið 2013. Samkvæmt heimild
um DV vísaði Daði Már Kristófers
son, forseti félagsvísindasviðs, Chou
úr skólanum með formlegu bréfi. Í
samtali við DV segist Daði ekki geta
tjáð sig um einstaka nemendur en
segir þó almennt séð að háskólinn sé
að herða skimun nemanda.
Óáreiðanlegar upplýsingar
færst í vöxt
Daði segir að eftir að hafa rætt við lög
fræðinga háskólans hafi niðurstaðan
orðið sú að hann geti ekki tjáð sig um
einstaka nemendur. „Það væri algjör
lega óeðlilegt, við verðum að virða
þetta,“ segir Daði. Hann er þó tilbú
inn að ræða almennt um falsaðar fer
ilskrár nemenda. „Við getum almennt
sagt að eins og allir háskólar stönd
um við frammi fyrir því að nemend
ur reyni eftir öllum tiltækum leiðum
að komast í nám. Það hefur færst í
vöxt að þær upplýsingar sem okkur
gefnar eru ekki áreiðanlegar. Við höf
um verið að herða eftirfylgnina ár frá
ári, þetta er algjörlega almennt,“ seg
ir Daði.
Ekkert gert við ábendingu
Upp komst um lygavef Chou líkt og
fyrr segir stuttu áður en hann átti að
verja doktorsritgerð sína. Hafði sam
nemandi hans leitað að honum á
netinu og fundið auglýsingar Chou.
Samnemandinn hafði samband við
yfirmenn úr stjórnsýslu háskólans og
lét vita að ekki væri allt með felldu. Í
október það sama ár fjallaði DV fyrst
um málið og kom þá í ljós að erindi
samnemandans hafði ekki verið
sinnt og ekkert gert við ábendinguna.
Samkvæmt heimildum
DV innan viðskiptafræði
deildar var málið litið
alvarlegum augum í kjöl
far fréttaflutnings.
Leitað til sendiráðs
Samkvæmt sömu heim
ildum DV innan deildar
innar fór forseti viðskipta
fræðideildar, Runólfur
Steinþórsson, með mál
ið til æðstu stjórnsýslu
háskólans. Til að kanna
bakgrunn Chou var leit
að til kínverska sendi
ráðsins til komast til
botns í hvaða maður
þetta væri. Heimildir DV
ná ekki lengra en á þann tímapunkt
í rannsókn háskólayfirvalda á Chou,
en niðurstaðan var skýr; hann var
tekinn af lista doktorsnema á vef Há
skóla Íslands og svo í febrúar gerður
brottrækur út skólanum. Líkt og fram
kom í orðum Daða þá geta starfs
menn háskólans ekki tjáð sig opin
berlega um mál einstaka nemenda.
Gervidoktor
fyrir gerviprins
Á Linkedinsíðu sinni titlar Chou sig
sem „sir“ og dr. auk ýmissa annarra
heiðursnafnbóta svo sem OSH, OST,
OSS. Þessar heiðursnafnbætur er þó
eintómt plat, líkt og doktorsnafn
bótin, því við nánari skoðun kemur í
ljós að skammstafanirnar standa fyr
ir hinar ýmsu gerviriddarareglur. Enn
fremur segist Chou vera utanríkis
ráðherra Stefáns Tchernetich, prins
ins af Svartfjallalandi. Stefán prins
af Svartfjallalandi er ítalskur loddari
sem selur heiðursnafnbætur og orð
ur á netinu. Á heimasíðu Stefáns má
finna undirflokk um „hirð“ Stefáns og
stendur þar að Chou sé sendiherra
„prinsins“ í Kína.
Reyndi að selja Picasso-málverk
Samkvæmt sömu Linkedinsíðu er
Chou margt til lista lagt og titlar hann
sig þar sem málara. Um tíma aug
lýsti hann til sölu einstök málverk eft
ir Picasso og Miro á Linkedin. Sam
kvæmt þeim auglýsingum hafði hann
tekið það að sér að selja málverk
in fyrir eiganda þeirra. Samkvæmt
fyrstu auglýsingu voru málverkin í
Austurríki, en voru komin stuttu síð
ar til Svíþjóðar þar sem Chou býr.
Gerviháskólar og HÍ
Chou hefur auglýst fleira á
Linkedin, svo sem doktors
gráður frá „virtum háskólum“
til að viðkomandi geti „aukið
virðingu sína“. Um er að ræða
svokallaðar pappírsmyllur,
eða „háskóla“ sem selja gráð
ur gegn vægu gjald. Raunar
er ferilskrá Chou einn langur
lygavefur þar sem hann segist
hafa haft viðkomu hjá hinum
ýmsu „háskólum“ sem allir eru við
nánari skoðun gerviháskólar, auk Há
skóla Íslands. Á heimasíðu European
New University í Hollandi – annarri
slíkri pappírsmyllu – er hann sagð
ur vera einn kennara skólans sem og
doktor. Hann er sömuleiðis sagður
vera aðjunkt við Monarch Business
School í Sviss. Um tíma var hann
sagður vera kennari við American
University of London.
Forstjóri og forseti
Auk kennslu og sendiherrastarfa
virðist Chou koma að stjórn hina
ýmsu fyrirtækja. Fyrirtæki þessi virð
ast í fljótu bragði vera mjög virðu
leg og eru nöfn þeirra í samræmi við
það. Hann er til að mynda forstjóri
Euro Management Institute SMBA
og forseti miðskrifstofu European
Economic Chamber í menningar
legri samvinnu – sem virðist vera fyr
irtæki sem sé ekkert tengt Evrópu
sambandinu.
Hótaði aðjunkt
DV hefur áður fjallað um mál Chou
en fyrir tæpu ári var greint frá hótun
sem Friðrik Eysteinsson sagðist hafa
fengið frá honum. Friðrik er fyrrver
andi aðjunkt við viðskiptafræðideild
og hafði hann ítrekað beint athygli að
misbresti í námi Chou. „Hann hringir
í mig á miðvikudaginn og spyr hvort
hann sé að tala við Friðrik. Hann seg
ir til nafns og segir að ég sé að bera út
á netinu að hann hafi skilað inn dokt
orsritgerð sem hafi verið stolin. […]
Hann segir að hann sé með alþjóð
legt teymi lögfræðinga á sínum veg
um og ætli að kæra mig fyrir að vera
bera þetta út. Ég sagði honum að þá
skyldi hann bara gera það, það væri
bara best því ég hef talað um meintan
stuld í þessu máli. Þá æstist hann all
ur upp og sagði að hann þekkti fyrr
verandi foringja í kínverska hernum
og hvort ég vildi fá hann í heimsókn.
Þú veist nú hvernig þeir haga sér, þú
færð bara hnakkaskot. Hann sagði
svo að hann gæti séð til þess að þessi
fyrrverandi herforingi kæmi mér fyr
ir kattarnef ef ég þegði ekki um þessa
doktorsritgerð,“ sagði Friðrik í samtali
við DV í október í fyrra. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
Í sínu fínasta pússi Hér má
sjá „sir“ Chou í búningi hirðar
„prinsins“ af Svartfjallalandi.
Leiðbeinandi Snjólfur Ólafsson, prófess-
or í viðskiptafræði, var leiðbeinandi Chou.
„Prinsinn“ og Chou Hér má sjá Chou og Stefán „prins“ af Svartfjallalandi í boði. Chou segist vera utanríkisráðherra Stefáns sem er í raun ítalskur loddari.
Selur gráður og Picasso
Chou hefur auglýst aðstoð sína
við að útvega doktorsgráður og
einnig hefur hann tekið að sér
að selja verk Picasso.