Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 15
Helgarblað 3.–6. október 2014 Fréttir 15 „Þarna eru bara hagsmunir sem berjast“ Sjálfstæðisflokksins, sat í nefndinni fyrir hönd bænda. Elín Björg sat í henni fyrir hönd Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Pálmi sat í henni fyrir hönd afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Magnús var á þeim tíma forstjóri Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu og var fulltrúi afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Sigurður sat í nefndinni fyrir hönd bændasam- takanna en var formaður Landssam- bands kúabænda. Togast á um niðurstöðu Í viðtali við Kastljós þann 22. sept- ember sagði Ólafur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri og eigandi Mjólku, að Mjólkursamsalan og tengdir aðilar væru „með tögl og hagldir í verðlagsnefndinni“. Lýsing Björns á starfi nefndar- innar er hins vegar með aðeins öðr- um hætti. Hann lýsir starfinu sem ákveðnu reiptogi þar sem hags- munaaðilar koma með ákveðnar forsendur og niðurstöður sem svo er togast á um. „Ef menn ætla að biðja um eitthvað þá koma þeir fram með rök og svo koma mótaðilarnir fram með gagnrök. Þetta var samt ekki þannig að þeir segðu 100 krón- ur og svo sögðum við 25 krónur og sameinuðumst í 65 krónum. Menn komu bara með sínar forsendur og svo voru þær ræddar. Okkar hlutverk var auðvitað að vinna sem best fyr- ir neytendur en á sama tíma þá þarf líka að gæta að hagsmunum bænda. En sannarlega var það oft þannig að þeir vildu fá meira en við vorum til- búin að samþykkja. Menn voru að tefla með sín rök.“ Elín Björg segir sömuleiðis að hún geti ekki sagt að henni finnist fulltrú- ar MS og bænda hafi hagað vinnu sinni í nefndinni með óeðlilegum hætti. „Nei, þegar við komumst sameiginlega að niðurstöðu þá er kannski erfitt að segja það. Þá er það auðvitað þannig að þá finnst manni að sanngirni hafi verið gætt.“ Vissi ekki um endurgreiðsluna Aðspurður hvað honum finnist um úrskurð Samkeppniseftirlitsins um Mjólkursamsöluna, og umræðuna í kjölfar hans, segir Björn að það sem hafi komið honum mest á óvart sé að Mjólka hafi fengið yfirverðið á hrámjólkinni endurgreitt eftir kaup Kaupfélags Skagfirðinga á fyrirtæk- inu. Um var að ræða endurgreiðslu upp á 50 milljónir króna sem byggði á þeirri forsendu að Kaupfélag Skag- firðinga, sem stór hluthafi í MS og tengdur aðili, ætti rétt á að fá hrá- mjólkina á lægra verði. Þetta kom Birgi verulega á óvart. „Ég vissi ekki um þessa endurgreiðslu – ef það er rétt að Mjólka hafi feng- ið þetta endurgreitt. En þetta er eitt- hvað sem er ekki inni á okkar borði.“ Á valdi hagsmunaaðila Eftir samtalið við Björn þar sem hann lýsti verklagi nefndarinnar er ekki óeðlilegt að spyrja sig að því hversu heppilegt það sé að hags- munaaðilar sitji í verðlagsnefnd bú- vöru. Nefndin á strangt til tekið að teljast vera opinber nefnd og á valda- hlutfallið í henni að endurspegla breiða hagsmuni. Hagsmunir skatt- greiðenda og neytenda annars vegar og Mjólkursamsölunnar og bænda hins vegar. Í vinnu nefndarinnar tog- ast á þessir hagsmunir: Það sem er gott fyrir neytendur er ekki endilega gott fyrir Mjólkursamsöluna og kúa- bændur og á sama tíma þarf það sem er hagstætt fyrir MS og bændur alls ekki að vera gott fyrir neytendur. Þegar valdahlutfallið í nefndinni síðastliðin ár er skoðað sést ágæt- lega hversu mjög hallar á neytendur í verðlagsnefndinni. Í ljósi þess hversu tengdur Ólafur Friðriksson er Kaup- félagi Skagfirðinga, meðal annars í gegnum viðskiptatengsl sem snerta ekkert landbúnað eða búvörur, verð- ur ekki annað sagt en að óheppilegt sé að hann sé fulltrúi landbúnað- arráðherra í nefndinni. Þó að Björn beri Ólafi vel söguna þá eru tengsl hans við Kaupfélag Skagfirðinga með þeim hætti að algjört hlutleysi hans gagnvart fyrirtækinu og stjórn- endum þess verður að minnsta kosti dregið í efa. Í svo mikilvægri nefnd, sem hefur svo mikilvægu hlutverki að gegna fyrir neytendur, þá þarf hæfi formannsins að vera hafið yfir allan vafa. Með Ólafi hafa Mjólkur- samsalan og bændur fimm menn af sjö í verðlagsnefndinni. Spurningin sem vaknar er hvort ekki væri best ef slík nefnd væri ein- göngu skipuð óháðum einstakling- um sem þyrftu þá að vega og meta hagsmuni neytenda, framleiðenda og Mjólkursamsölunnar til jafns við ákvörðun verðlags. Tiltölulega fámennur hópur Ólafur var skipaður formaður nefndarinnar í valdatíð Guðna Ágústssonar í ráðuneytinu og hefur setið þar sem formaður æ síðan. Guðni er svo aftur maðurinn á bak við búvörulögin sem sett voru árið 2004 sem unnið er eftir í mjólkur- iðnaði í dag. Eftir að Guðni Ágústs- son lét af þingmennsku var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri af- urðastöðva í mjólkuriðnaði en þau samtök eiga einmitt tvö fulltrúa í verðlagsnefndinni – jafn marga og neytendur. Mjólkursamsalan og Kaupfélag Skagfirðinga stýra sam- tökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Guðni hefði ekki verið ráðinn í starf- ið nema með vitund og vilja stjórn- enda Mjólkursamsölunnar og Kaup- félags Skagfirðinga. Þannig er um að ræða tiltölulega fámennan hóp manna sem valda kerfið í mjólkuriðnaði á Íslandi og hafa gert um árabil. Valdahlutfallið í verðlagsnefnd búvara endurspegl- ar engan veginn þá miklu hagsmuni sem almenningur og neytendur eiga að gæta innan hennar og nýtur sá til- tölulega fámenni hagsmunahópur sem stendur á bak við Mjólkursam- söluna og Kaupfélag Skagfirðinga töluverðs aflsmunar inni í nefndinni. Þessir aðilar segjast vera að vinna að hagsmunum almennings en spurn- ingin er hvort úrskurðurinn sýni fram á annað. „Heggur nærri einokun“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samkeppnislagabrot Mjólkur- samsölunnar segir um tengsl bú- vörulaganna frá 2004 við fákeppn- ina sem skapaðist á mjólkurmarkaði á Íslandi: „Á rannsóknartímabili þessa máls (2008–2013) var MS í markaðsráðandi stöðu. Breytingar sem leiddu af lögum nr. 85/2004, sem breyttu búvörulögum, sköpuðu ástand í íslenskum mjólkuriðnaði sem heggur nærri einokun. Með stofnun MS á árinu 2006 átti sér stað mikil samþjöppun á markaðnum og búvörulög leyfa MS og KS mjög nána viðskiptalega samvinnu. Nánast allir mjólkurframleiðendur á landinu eru eigendur að móðurfélagi MS og það félag hefur á rannsóknartímabilinu keypt a.m.k. yfir 90% af allri hrámjólk sem seld hefur verið hér á landi.“ Þannig er það mat Samkeppnis- eftirlitsins að búvörulögin eigi stóran þátt í því að hafa skapað það einok- unarástand sem uppi er á mjólkur- markaði. Endurskoðun eina leiðin Björn segir að hann telji að endur- skoðun á búvörulögunum frá ár- inu 2004 sé eina leiðin sem hægt sé að fara í kjölfarið á úrskurði Samkeppnis eftirlitsins. „Ég held að þetta leiði til þess að breyting verði gerð á þessu. Mér sýnist, út frá þess- um úrskurði Samkeppniseftirlitsins, að eina leiðin sé að endurskoða þessi búvörulög og þetta fyrirkomulag allt. Ég held það. En ég er samt ekkert viss um að það verði til hagsbóta fyrir neytendur; frjáls markaður hefur ekki alltaf verið til hagsbóta fyrir þá. Þetta þarf að skoða mjög vel.“ Elín Björg segist telja að endur- skoðun á verðlagningarkerfinu í mjólkuriðnaði sé eina leiðin sem fær er ef úrskurður Samkeppniseftirlits- ins verður staðfestur. „Mér finnst áhugavert hvað kemur út úr þessari áfrýjun. Ef þetta verður staðfest þá finnst mér blasa við að þetta form af verðlagningu sé bara liðið undir lok.“ Bíða niðurstöðu Hagfræðistofnunar Björn segir að nefndarmenn úr verð- lagsnefnd búvöru bíði nú eftir niður- stöðu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um hvernig nefndin hafi staðið sig. Hann segist telja að full- trúar neytenda í nefndinni hafi oft og tíðum komið í veg fyrir að verð á búvöruafurðum hafi verið hækkað ótæpilega. Elín Björg segir að stutt sé í að Hagfræðistofnun skili niður- stöðu sinni um starf nefndarinn- ar. Hún segir að fulltrúar neytenda í nefndinni hafi óskað eftir athugun óháðs aðila á starfinu og að land- búnaðarráðuneytið hafi greitt fyrir þá vinnu. Elín Björg segir að hún bíði einnig eftir þessari niðurstöðu Hag- fræðistofnunar sem þau Björn hafi farið fram á og landbúnaðarráðu- neytið kostar. „Það sem mér finnst kannski einna merkilegast í þessu er að það vorum við, fulltrúar neyt- enda í verðlagsnefndinni, sem fór- um fram á það að utanaðkomandi aðili myndi rýna í vinnu nefndarinn- ar. Og það er einmitt það sem er ver- ið að gera núna hjá Hagfræðistofn- un Háskóla Íslands. Við byrjuðum að tala um það fyrir nokkuð löngu síðan að það þyrfti að fá utanaðkomandi aðila til að skoða þetta. Það verður mjög áhugavert að fá þá niðurstöðu, sem mér skilst að sé frekar stutt í að komi. Bæði ASÍ og BSRB hafa sagt að samtökin muni ekki tilnefna í verð- lagsnefndina fyrr en þessi niður- staða liggur fyrir. Í ljósi þessarar niðurstöðu þá verður skoðað hvort tilnefnt verður í verðlagsnefndina eða hvort þetta verður gert með öðr- um hætti. Þá kemur bara í ljós hvort þessi nefnd hafi skilað einhverjum árangri eða ekki. Við viljum auðvit- að ekki sitja í slíkri nefnd, sem skilar engum árangri.“ Tvennt mun því líklega hafa áhrif á hvernig umræðan um verð- lagningu á búvörum, meðal annars hrámjólk, mun þróast á næst- unni. Annars vegar hvernig áfrýj- unarnefnd samkeppnismála tekur á áfrýjun Mjólkursamsölunnar, og eftir atvikum hvernig málið fer fyrir dómstólum. Hins vegar hvaða niður- stöðu Hagfræðistofnun kemst að um starf verðlagsnefndarinnar á liðnum árum. n stöðu Hagfræðistofnunar um störf nefndarinnar n Togstreita og hagsmunabarátta „En sannarlega var það oft þannig að þeir vildu fá meira en við vorum tilbúin að sam- þykkja. – Björn Sæbjörnsson Telja stöðuna óheppilega Fulltrúar neytenda í verðlags- nefnd búvöru telja úrskurð Samkeppniseftirlitsins benda til að heppilegt sé að að finna aðrar leiðir til ákveða verðlagninguna. Þórólfur Gíslason er forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga sem úrskurðurinn snýst að hluta um. Stór gerandi Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og land- búnaðarráðherra, er stór gerandi í þróuninni á mjólkurmarkaði á liðn- um árum. Hann var landbúnað- arráðherra þegar búvörulögin voru sett og er nú framkvæmdastjóri afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.