Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 24
Helgarblað 3.–6. október 201424 Fréttir Erlent Kjúklingarnir barðir til ólífis Ófögur sjón blasti við starfsmönnum kjúklingabús í Fresno í Kaliforníu í Bandaríkj- unum á dögunum þegar þeir mættu til vinnu á dögunum. Búið var að slátra hátt í þúsund kjúklingum, en grunur leikur á að golfkylfa hafi verið notuð við verknaðinn. Að því er Fox News greinir frá virðist einhver eða einhverjir óprúttnir aðilar hafa brotist inn á kjúklingabúið þar sem þeir gengu berserksgang og drápu varnar- lausar skepnurnar. Hafa forsvars- menn kjúklingabúsins heitið hverjum þeim sem gefur upp- lýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku fimm þúsund Banda- ríkjadölum, jafnvirði rúmlega sex hundruð þúsunda króna. Kolsvört skýrsla Sameinuðu þjóðanna IS, Íslamska ríkið, hefur staðið fyrir yfirgengilegri hrinu brota á mannréttindum fólks á tímabil- inu frá 6. júlí til 10. september. Þetta er mat Sameinuðu þjóð- anna, sem byggir á skýrslu sem samtökin létu vinna. Þar kem- ur fram að glæpirnir flokk- ist til stríðsglæpa eða glæpa gegn mannúð. Það mat birtist í skýrsl- unni að írakskir leiðtogar verði að sameinast til að öðlast aftur vald yfir þeim svæðum sem IS ræður nú. Fram kemur að írakskar öryggissveit- ir, og stuðningsmenn þeirra, hafi einnig á samviskunni ótal brot gegn fólki. Skýrslan, sem unn- in var sameiginlega af Unami, hjálparsveit Sameinuðu þjóð- anna í Afganistan, og mann- réttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, byggir á nærri því 500 viðtölum. Þar segir að brotin sem IS-liðar fremji beri einkenni þess að vera skipulögð. Ráðist sé skipulega gegn saklausum borg- urum og innviðum samfélags- ins. Aftökur, mannrán, nauðg- anir og líkamsmeiðingar séu daglegt brauð. Nickolay Mladenov, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak, seg- ir að það sem birtist í skýrslunni sé hrollvekjandi. „Írakskir leið- togar verða að sameinast með það að markmiði að ná aftur yfirráðum yfir svæðum sem IS hefur hertekið og leiða félags- legar, efnahagslegar og póli- tískar umbætur.“ Á miðvikudag greindi Unami frá því að í það minnsta 9.347 borgarar hafi verið drepnir á ár- inu í Írak – og eftir liggi ríflega 17 þúsund sárir. Meira en helm- ingur skaðans hafi verið unninn eftir að IS tók yfir stór svæði í norðurhluta landsins í júlí. „Erfitt að horfa upp á svona mikið mannfall“ n Jenny starfaði með ebólusjúklingum n Alþjóðasamfélagið þarf að bregðast við Þ að var talsvert ólíkt því að starfa sem svæfingalækn- ir í Ástralíu,“ segir ástralski læknirinn Jenny Stedmon sem starfað hefur undan- farinn mánuð í Vestur-Afríku, nán- ar tiltekið í Kanama í Síerra Leóne, við baráttuna gegn ebólufaraldr- inum. Ebóla er lífshættulegur sjúkdómur sem nánast ómögu- legt er að lækna og hann smitast auðveldlega með líkams vessum þeirra sem þegar eru orðnir alvar- lega veikir. Hjálparstarfsmenn á svæðum þar sem unnið er að því að uppræta sjúkdóminn og sinna þeim sem eru þegar smit- aðir klæðast því íburðarmiklum hlífðargöllum. Vanmáttarkennd „Við erum fyrst og fremst að sinna fólkinu, en getum ekki læknað það. Það sem við getum gert er að vera til staðar fyrir fólkið, gefa því meðul sem draga úr einkennun- um og verkjalyf,“ segir Jenny Sted- mon. Þessu fylgir mikil vanmáttar- kennd, enda erfitt að fylgjast með fólki deyja og fylgjast með gríðar- legri fjölgun sjúklinga á sama tíma. Vinna Stedmon fór fram í tjald- búðum þar sem komið hafði verið upp sjúkrarúmum. Flest sjúkrahús eru þegar full af fólki og hafa engin tök á því að takast á við vandann. „Þetta er mjög mikið álag,“ segir hún. Aðstæður eru slæmar og ör- yggi á svæðinu er mjög ábótavant. „Bara fjöldi þeirra sem hafa smit- ast er ógnvænlegur, en spítalarnir hafa ekki næg rúm og það þarf að sinna öllum. Það eru allir að gera sitt besta og sinna mikilvægum verkefnum. Það er erfitt að horfa upp á svona mikið mannfall.“ Sá stærsti í sögunni Ebólufaraldurinn er sá stærsti í sögunni, en ebólu varð fyrst vart á áttunda áratug síðustu aldar. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin telur að um 3.000 manns hafi látist og að um 6.500 séu smitaðir í Síerra Leóne, Líberíu, Gíneu, Nígeríu og Senegal. Líklega eru þó mun fleiri smitaðir enda eru þessar tölur varlega áætl- aðar. Telur stofnunin að jafnvel ein og hálf milljón gæti verið smituð í janúar á næsta ári. Sóttkví Stedmon er nú í Ástralíu en verður næstu tvær vikurnar í hálfgerðri sóttkví. Hún má fara frá heimili sínu í verslanir og annað tilfallandi en á að reyna að halda sig sem mest frá öðru fólki. Hún má ekki eiga í nánum samskiptum, taka í hend- urnar á öðrum eða vera á mann- mörgum stöðum. Stedmon er vön hjálparstarfi. Hún starfar sem svæf- ingalæknir á Redlands-spítalan- um í Brisbane, en hefur starfað mikið með Rauða krossinum með- al annars í Austur-Tímor og Jemen. „Heimurinn þarf að taka sér tak og tryggja að við náum yfirhöndinni í baráttunni við þennan sjúkdóm,“ segir Stedmon. Hún bendir á að á svæðum þar sem ebóla sé vandamál, séu fjöl- margir aðrir hættulegir smitsjúk- dómar algengir. Faraldrar sem þessir leiði einnig til óróa á svæð- unum sem mörg hver eru skil- greind sem átakasvæði. „Ebóla mun ekki hverfa á hverfa á næstu tveimur mánuðum. Alþjóðasamfé- lagið þarf að fara að taka til sinna ráða og bjóða fram aðstoð sína.“ Hún segir að margir óttist að taka þátt í hjálparstarfinu á svæðinu. Það sé þó ástæðulaust. „Fólk er hrætt við að smitast. Ég er sönnun þess að það þarf ekki að gerast. Ég kom til baka,“ segir hún og segist telja að Vestur- lönd séu talsvert betur til þess fallin að takast á við útbreiðslu sjúkdóma sem þessara og ná yfirhöndinni en ríki Vestur-Afríku. n Hvað er ebóla? Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku, en fyrstu tilfellin greindust í Gíneu. Hún barst fljótt til Síerra Leóne og Líberíu og tilfellum fjölgar nú hratt. Ebóla er veirusýking sem veldur mjög alvarlegum veikindum. Þau leiða til dauða í um sextíu prósent tilfella. Byrjunareinkenni hennar líkjast einkennum inflúensu og malaríu. Meðgöngutími hennar er 2–21 dagur. Ekki eru til samþykkt bóluefni eða lyf við sjúkdómnum. Tilraunalyf hafa þó verið notuð. Ebóluveiran er ekki mjög smitandi. Hún smitast ekki með lofti eða andardrætti fólks heldur með líkamsvessum; blóði, svita, munnvatni og þvagi. Þá getur smit orðið við kynmök eða þegar fólk snæðir svokallað „bush meat“ sem eru illa elduð eða hrá villidýr. Þeir sem eru einkennalausir smita ekki, og smithætta er lítil fyrstu þrjá dagana í upphafi veikinda. Hætta á smiti til hins almenna ferðamanns telst vera afar lítil og eru það helst heilbrigðisstarfsmenn sem starfa með þeim sem eru veikir sem eru í hættu. Við jarðarfarir í löndum Vestur-Evrópu ríkir víða sterk hefð fyrir beinni snertingu við þann látna, sem gefur möguleika á smiti. Lítil hætta er á smiti á almenningsstöðum eins og opin- berum stofnunum eða matsölustöðum. Heimild: Landlæknisembættið Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Ólík störf Stedmon er vön hjálparstarfi, en hún var í mánuð í Vestur-Afríku vegna ebólufaraldursins. „Við erum fyrst og fremst að sinna fólkinu, en getum ekki læknað það. Meiri viðbúnaðar þörf Mikilvægt er að alþjóðasam- félagið bregðist hratt við faraldrinum, en 1,5 milljón manna gæti verið orðin smituð í janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.