Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 30
Helgarblað 3.–6. október 201430 Fólk Viðtal „Er ekki hrókur alls fagnaðar“ Þ að er nú ekki beint stór- stjörnuyfirbragð yfir honum, manninum í gráu jogging- buxunum sem situr af- slappaður í sófa, niðursokk- inn í símann, þegar ég geng inn í líkamsræktarstöðina Mjölni. Ég á stefnumót við einn dáðasta íþrótta- mann landsins – bardagamanninn Gunnar Nelson. Feðgarnir, Haraldur og Gunnar Nelson, taka á móti mér. Þeir virðast þreytulegir en ég kemst að því síðar að tíminn heima á Ís- landi hafi að mestu farið í viðtöl við fjölmiðla svo það er ekki nema furða að þeir séu orðnir lúnir. Að myndatöku lokinni setjumst við Gunnar niður í stóran, aðeins of þægilegan, leðursófa í anddyri Mjölnis. Haraldur færir mér kaffi í hvítu plastmáli, Gunnar segist góð- ur. Ég byrja á því að spyrja hann út í komandi verkefni – bardagann við Bandaríkjamanninn Rick Story sem fram fer í Svíþjóð þann 4. október næstkomandi. Hugsar ekki um andstæðinginn „Bardaginn leggst bara mjög vel í mig. Ég er búinn að æfa á fullu í fimm vikur með mínum æfingafélögum og við erum mjög spenntir fyrir bar- daganum,“ segir Gunnar og ég spyr hann nánar um það hvernig hann undirbúi sig fyrir bardaga. „Tvisvar í viku tökum við harðar æfingar. Alla hina dagana æfi ég tækni, geri þol- æfingar og glímuæfingar. Það er mjög einstaklingsbundið hvað menn leggja mesta áherslu á. Sumir leggja meiri áherslu á högg og spörk á með- an aðrir leggja meiri áherslu á glímu. Sumir lyfta samhliða æfingunum, sem ég geri að vísu ekki. Fyrir mér hefur þetta alltaf farið eftir því hverju maður er að vinna í hverju sinni. Þetta er svolítið breytilegt. Stundum er maður að æfa meira í jörðinni og stundum meira standandi.“ – Fer það þá eftir því hvaða andstæðingi þú mætir næst? „Nei, það hefur ekki farið eftir andstæðingum hjá mér. Ég hugsa bara um það sem mér finnst vera næst á dagskrá að bæta í mín- um eigin leik.“ Dvelur ekki í fortíðinni Gunnar er enn ósigraður. Fyrsta bar- daga hans lauk með jafntefli og þá eru þrettán sigrar í höfn. Næsti bar- dagi er sem fyrr segir við Banda- ríkjamanninn Rick Story en þess má geta að hann er einn af tveim- ur sem sigrað hafa núverandi UFC- meistara í þyngdarflokki Gunnars, Johny Hendricks. Það má því segja að Gunnar sé að tefla titlinum „ósigr- aður“ í töluverða hættu með þessum bardaga. „Þú setur hann í hættu í hvert skipti sem þú stígur inn í búrið,“ segir Gunnar. „En ég spái voða lítið í það. Ég er ekkert mikið að spá í for- tíðina og dvel mjög lítið við það að ég sé ósigraður. Ég einbeiti mér yfirleitt að því sem er beint fyrir framan mig frá degi til dags. Ef ég lít til baka þá er það til þess að læra af reynslunni, til dæmis ef mig langar til að verða betri í einhverjum aðstæðum sem ég lenti í í bardaga. Þá er kannski gott að rifja aðeins upp hvað gerðist og reyna að vinna úr því.“ Síðast tókst Gunnar á við Banda- ríkjamanninn Zak Cummings í Dyfl- inni í júlí síðastliðnum. Er eitthvað úr þeim bardaga sem hann tók með sér í undirbúningsferlið fyrir næsta bar- daga? „Já. Það er alltaf eitthvað. Núna síðast var það kannski helst að hann var svona gæi sem mér fannst ætla að reyna að draga mig í dómaraúrskurð. Hann reyndi að vera ægilega „safe“ og það var eiginlega ekki fyrr en und- ir lokin á annarri lotu sem ég byrjaði að setja almennilega pressu á hann og fór alveg af stað með bardagann. Þá fyrst kom í ljós hversu megnugur hann var, hvað hann gat í raun gert undir pressu. Sumir eru nefnilega svo lúmskir og klárir í að gera bara nógu mikið og halda sér öruggum til þess að vinna á dómaraúrskurði.“ Aðalstjarnan Á laugardaginn mun Gunnar í fyrsta sinn keppa í aðalbardaga kvöldsins. Hann er aðalstjarnan. Hvað þýðir það fyrir hann? „Það er náttúrlega bara tækifæri, bæði tekjulega séð og tækifæri innan UFC að fá betri bardaga í framhaldinu. Það er alltaf meira áhorf á þá bardaga sem eru of- arlega og þessi bardagi er náttúrlega efstur á lista.“ UFC er bandarísk deild í blönduðum bardagaíþróttum. Deildin er í einkaeigu en hún hef- ur fest sig í sessi sem sterkasta deild heims og innan hennar vébanda keppa bestu bardagamenn heims hverju sinni. Hins vegar er ekki um að ræða útsláttarkeppni líkt og tíðk- ast jafnan í öðrum íþróttum heldur er nefnd innan UFC sem velur næsta andstæðing bardagamanna. „Í raun- inni er þetta þannig að þú keppir og ef þér tekst að vinna kemstu hærra á styrkleikalista. Ef þú tapar þá hrap- ar þú aðeins niður á listanum. Þú ert í rauninni alltaf að klifra upp ákveðinn stiga og síðan færðu bar- daga eftir því hvar þú ert staðsettur. En auðvitað spila fleiri þættir inn í. Sumir ná að tala sig í gegnum ótrú- Gunnar Nelson bardagakappi er þekktur fyrir yfirvegun og prúðlega framkomu. Sumum þykir þessir eiginleikar í andstæðu við íþrótt bardagamannsins, blandaðar bardagalistir, en Gunnar segir þetta fyrst og fremst vera sjálfsvarnar- íþrótt og tíðni meiðsla ekki hærri en í öðrum íþróttum. Blaðamaður settist niður með Gunnari og fræddist um íþróttina sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við, um háleit markmið kappans, áhugamálin, æskuárin og föðurhlutverkið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Ég er ekki beint að eltast við beltið sem slíkt Föðurhlutverkið æðislegt „Ég var alltaf að fara að eign- ast börn og ég hugsa að ég eigi eftir að eignast allavega tvö, ef ekki þrjú, í viðbót.“ MynD Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.