Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Side 36
Helgarblað 3.–6. október 201436 Fólk Viðtal uppi var um breytt samfélag. Og smá- kóngar fyrri tíma og varðmenn hins óbreytta ástands standa nú og hlæja framan í okkur. Ég vona bara að fólk taki í taumana áður en við sökkvum aftur ofan í þetta góðærisfen,“ seg- ir hann og er auðheyrilega töluvert mikið niðri fyrir. Þó neitar hann því að hafa löngun til að blanda sér í stjórn- málin með virkari hætti. „Nei, ég hef ekki fundið hjá mér þörf til þess. Svo skil ég ekki efnahagsmál og er það ekki alfa og ómega íslenskra stjórnmála, að þrasa um efnahagsmál?  Ljótt af milljarðamæringunum Ég bauð mig að vísu fram á stjórnlaga- þing eftir hrunið. Þó að það hljómi kannski heldur hátíðlega fannst mér það vera á vissan hátt skylda mín að láta á það reyna. Þarna var ótrúlegt tækifæri til að betrumbæta þjóðfélag- ið með nýrri stjórnarskrá og ég hafði náttúrlega verið árum saman að þenja mig í útvarpi og blöðum um hvern- ig mætti bæta samfélagið. Mér fannst ég hljóta að láta á það reyna hvort fólki þætti ástæða til að ég kæmi ná- lægt því. Nú, ég var kosinn og tók síð- an sæti í stjórnlagaráði. Og af því starfi hafði ég afskaplega djúpa ánægju enda einstaklega sérstakur og góður hópur alls konar fólks sem sat í ráðinu og allir voru ákveðnir í að skila góðu verki án þess að láta hin óþolandi ís- lensku flokksbönd vefjast fyrir sér. Og ég er sannfærður um að við höfum skilað góðu verki, stjórnarskrá sem hefði verið mjög gott skref í að bæta samfélagið. Og tveir þriðju lýstu því yfir í þjóðar atkvæðagreiðslu að þeir vildu að plaggið okkar yrði grundvöll- ur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Samt beittu sér þá tveir stjórnmálaflokk- ar og forseti Íslands eindregið gegn þessu plaggi. Ég mun aldrei botna í ástæðunum fyrir því. Það var ekkert í þessu plaggi sem þessir aðilar gátu gert raunverulegan hugmyndafræði- legan ágreining um. Menn tíndu til eitt smáatriði hér og annað þar sem þeir voru ósammála og létu svo eins og allt plaggið væri ómögulegt. Allra verst fannst mér samt að ýmsir í akademí- unni fóru út í þann sama sparðatín- ing. En sannleikurinn var sá að sjálfur hefði ég – og hvert eitt og einasta okkar í ráðinu – getað fundið einstök atriði í plagginu sem við vorum ekki endilega sammála. En heildin var góð, um það er ég sannfærður. Eitt af því sem vekur hjá mér mikla hryggð er að ráðandi stjórnmálaflokk- ar hafa allt þetta góða starf og heila þjóðaratkvæðagreiðslu að engu. Það er þvílíkur dónaskapur og svívirða við þjóðarvilja að ég trúi því varla. Og þjóðin sjálf lætur það sér í léttu rúmi liggja, í bili allavega. Ég vona samt að þetta starf reynist ekki árangurslaust þegar upp er staðið. Ég trúði því stað- fastlega og trúi því enn að þetta verk okkar skili betra samfélagi en hefur verið undanfarna áratugi. Það neitar því enginn, meira að segja ekki þeir stjórnmálaflokkar sem sammælst hafa um að stinga þessu ofan í skúffu, þeir þræta ekki fyrir margt af því sem við vorum að fjalla um. Þeir vilja bara ráða þessu sjálfir, geta ekki hugsað sér að eitthvert fólk úti í bæ sé að semja nýja stjórnarskrá.  Stjórnlagaráð var falleg hugmynd og maður fer hjá sér þegar maður sér viðtöl við fólk í útlöndum þegar það lýsir aðdáun sinni á því hvernig stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi farið að því að semja nýja stjórnarskrá. Menn vita hins vegar minna um að búið sé að stinga þessu ofan í skúffu af því það hentar ekki tilteknum pólitíkusum og stjórnmálamönnum. Og það er ljótt af þeim, þessum milljarðamæringum, sem eiga að heita stjórnarherrar okkar.“ Ekki bjartsýnn á framhaldið Þrátt fyrir svartsýni segir hann ekki alla von úti. „Ég er ekki bjartsýnn í bili en við höfum enn tækifæri til að fara inn á rétta braut þótt við höfum verið afvegaleidd í þeim tilraunum.  Í gamla daga fannst mér það skelfilegasta tilhugsunin sem ég gat ímyndað mér að börnin mín ílengd- ust í útlöndum til frambúðar. Nú verð ég að segja að nú er svo komið að mér finnst það allt í lagi þótt þau nenni ekki að vera hérna. Slíkt er mjög erfitt fyrir mann eins og mig að viðurkenna. Ég hef alltaf verið heimakær og mik- ill Íslendingur í vonandi sæmilegri merkingu þess orðs. Fyrir mig er þess vegna meira en að segja það að viður- kenna að ég hafi ekkert á móti því að börnin mín setjist öll að í útlönd- um ef þeim sýnist. En á ég að óska þess að þau búi hér til æviloka, eins og útlit er fyrir að ég geri, við þetta gamla spillingarþjóðfélag sem ég var að vona að við gætum losað okkur við eða betrumbætt, og það yrði þó alla vega jákvæð afleiðing af hrun- inu,“ segir hann. Hann  neitar því þó að sjálfur sé hann á förum. „Mig hef- ur aldrei langað að setjast að í útlönd- um til langframa. Og þó að ég vildi kannski kannski flytja núna, þá bý ég náttúrlega við það að ég kann ekkert sem getur komið að gagni í útlönd- um. Það eina sem ég kann er að skrifa og tala eitthvað á þessu litla tungu- máli okkar. Þannig að ég veit ekki hvort ég gæti nokkurs staðar annars staðar unnið fyrir mér. En ég skil vel þá sem eru á þeim buxunum nú til dags að vilja flytja í burtu. Og myndi ekki lengur halda aftur af börnunum ef þau vildu flytja. En svo getur ver- ið að þetta breytist allt – að við áttum okkur á því að við erum aftur komin inn á braut ójafnréttis. Ég vona það. Það þarf ekki alltaf langan tíma til að breyta hlutunum. Í eðli mínu er ég ódrepandi bjartsýnismaður, en í bili viðurkenni ég sem sagt að ég er ekkert mjög hress. Ég hefði aldrei nokkurn tímann á ævinni trúað því þegar bús- áhaldabyltingin stóð sem hæst að nú 2014 réðu hér aftur sömu flokkarnir og steyptu okkur í hrunið og það án þess að hafa gengið í gegnum nokkra endurskoðun á sinni hugmynda- fræði og starfi. Og þessir flokkar eru farnir að skipa pólitíska sendiherra, lækka gjöld ríkustu manna lands- ins, skera niður heilbrigðiskerfið og hækka matarskatt. Ég held ég hefði hlegið fyrri part árs 2009 ef mér hefði verið sagt að svona yrði ástandið 2014. En fyrst þetta gat gerst þá get- ur maður að minnsta kosti leyft sér að vona að eitthvað skárra geti gerst líka. En til þess verðum við að taka til hendinni.“ n Gæðaþjónusta & góð verð „Ég er ánægður með að mín síð- asta minning um hann sé jákvæð og notaleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.