Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Blaðsíða 38
Helgarblað 3.–6. október 201438 Neytendur n Ungt fólk notar brennsluefnið út í áfengi n Neysla koffíns og áfengis getur reynst lífshættuleg Þ ó að varhugavert og jafn- vel hættulegt geti verið að neyta áfengis og orku- drykkja á sama tíma þá njóta slíkar blöndur enn mikilla vinsælda hér á landi. Ný álíka hættuleg blanda hefur verið að ryðja sér til rúms hjá ungu fólki á Íslandi undanfarið en dæmi eru um að fólk blandi áfengi út í Hydroxycut-fitubrennsluefnið vin- sæla. Efnið inniheldur mikið magn af koffíni og er fáanlegt bæði í sér- verslunum fyrir fæðubótarefni sem og helstu matvöruverslunum. Um- boðsaðili Hydroxycut á Íslandi seg- ir að efnið sé alls ekki hugsað til að blanda því út í áfengi. Einn skammtur á við þrjá kaffibolla Neysla á orkudrykkjum sam- hliða áfengisdrykkju er vinsæl vegna þess að hún hefur örvandi áhrif, eykur drykkjuþol og eftir- sóknarvert úthald þegar fólk er að skemmta sér langt fram eftir nóttu. Koffínríkir orkudrykkir og örvandi brennsluefni hvers konar hefur því löngum verið notað í þessum tilgangi. DV hefur heim- ildir fyrir því að nýjasta æðið sé að nota Hydroxycut-brennslu- efnið út í áfengi. Hægt er að fá Hydroxycut Hardcore, sem er mjög öflug blanda, í tveimur ávaxta- bragðtegundum, Fruit Punch og Blue Rasberry, sem bragðsins vegna þykir álitlegt sem íblöndun- arefni fyrir áfengi. Er efnið fáanlegt bæði í bréfum og hylkjum. Hver skammtur inniheldur 270 mg af koffíni sem er á við tæpa þrjá 200 millilítra bolla af kaffi sem inni- halda um 100 mg af koffíni hver. Innihald bréfanna blandast auð- veldlega í vökva og er það kröftugt að framleiðandinn mælir með því að aðeins sé tekið hálft bréf í einu þegar fólk byrjar að nota það við líkamsrækt. Til að setja koffínmagnið í sam- hengi þá er talað um að dagleg neysla barna og unglinga ætti ekki að vera meiri en 2,5 mg á hvert kíló líkamsþyngdar. Ráðlagður dag- skammtur fyrir barn eða ungling sem vegur 50 kíló er því 125 mg að hámarki. Rannsóknir hafa sýnt að hjá fullorðnum geti neysla umfram 400 mg á dag verið skaðleg heils- unni samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Umboðsaðili mælir ekki með misnotkun Fitness Sport er umboðsaðili Hydroxycut á Íslandi og hafði eig- andinn Svavar Jóhannsson ekki heyrt af því að brennsluefnið væri misnotað með áfengi þegar DV bar málið undir hann. „Þetta er nýtt fyrir mér. Þetta er alls ekki hugsað sem efni til að blanda saman við áfengi.“ Aðspurður hvort ástæða sé til að vara fólk við því að nota efnið með þessum hætti segir hann að í rauninni sé þetta ekki öðruvísi en þegar fólk er að blanda saman voda í RedBull eða sam bærilega drykki. „Það er í rauninni meira koffín í því en þessu og það er ekk- ert í Hydroxycut sem er eitthvað örvandi annað en koffínið. Í sjálfu sér er allt koffín í sambland við áfengi hættulegt. En að sjálfsögðu mælum við alls ekki með þessu og þetta er ekki tilgangur efnis- ins,“ segir Svavar. Hann bendir á að 18 ára aldurstakmark sé á vör- unni og sé það tilgreint sérstak- lega á umbúðunum. Hydroxycut sé hins vegar selt víða, meðal annars í Bónus og Hagkaupum svo það sé kannski erfitt að fylgjast með því. Hætta á alvarlegum kvillum Á vef Matvælastofnunar segir um orkudrykki og áfengi að ýms- ar matvælastofnanir í Evrópu hafi gefið út tilmæli um að takmarka neyslu orkudrykkja. Var hún gef- in út í ljósi niðurstaðna sænskr- ar rannsóknar þar sem sýnt var fram á að ef áfengi er blandað með orkudrykkjum, eða þeirra neytt samhliða mikilli hreyfingu, getur það valdið alvarlegum hjartsláttar- truflunum sem í versta falli geta leitt til skyndilegs dauðfalls. Er lögð áhersla á að ekki sé ráðlegt að blanda orkudrykkjum út í áfengi. Og hætturnar eru fleiri. Upplifir sig minna ölvað en það er „Varhugavert og jafnvel hættu- legt er að neyta áfengis og orku- drykkja á sama tíma,“ segir í svari sem Bjarni Össurarson Rafnar, yfir- læknir vímuefnadeildar Landspít- alans, skrifaði á Vísindavef Háskóla Íslands um málið. „Rannsóknir hafa sýnt að örvandi efnin í orku- drykkjum vinna að nokkru leyti á móti slævandi áhrifum áfengis- ins. Þannig getur fólki fundist það vera minna drukkið en það í raun er. Hins vegar sýna sömu rann- sóknir að dómgreind og færni, til dæmis til að stjórna ökutækjum, er engu minna skert en þegar áfeng- ið er drukkið í öðrum blöndum. Af þessu má leiða að því líkur að þegar áfengis er neytt í orkudrykkj- um aukist hætta á áfengiseitrun og áhættuhegðun,“ segir í svarinu. Í svari sem DV fékk frá Hilm- ari Kjartanssyni, yfirlækni bráða- lækninga hjá Landspítalanum, voru ekki dæmi um að fólk hefði leitað á bráðadeild vegna neyslu á Hydroxycut og áfengi. n Ekki ætlað út í áfengi Það nýtur sívaxandi vinsælda hjá ungu fólki að blanda Hydroxycut-fitubrennslu- efninu út í áfengi. Það getur reynst varhugavert og fólk ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það blandar koffín- ríkum orkudrykkjum saman við áfengi. Mynd SHUttErStock „Þetta er alls ekki hugsað sem efni til að blanda saman við áfengi Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Ekki blanda saman Hydroxycut og áfengi Lítið að marka uppgefna rafhlöðuendingu Apple Rafhlöðurnar orðnar betri í iPhone 6 en eru langt í frá þær bestu A pple steig fram á dögunum með djarfar fullyrðingar um að rafhlöðuending í iPhone 6- og 6 Plus-símun- um hefði verið bætt umtalsvert. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að þó rafhlöðurnar séu nú betri en á eldri símum fyrirtækisins þá er langur vegur frá að þær endist jafn lengi og Apple fullyrðir. Hin virta neytendasíða Consumer Reports prófaði símana og þar kom iPhone 6 Plus ágætlega út og náðust 17 klukkustundir af taltíma á einni hleðslu. Minni útgáfan, iPhone 6, entist í 10 tíma. Þetta er umtalsvert minna en Apple hafði lofað en uppgefinn endingartími fyrir iPhone 6 Plus var 24 tímar og 14 tímar fyrir iPhone 6 við bestu aðstæður. En þrátt fyrir þessi von- brigði þá koma iPhone 6- símarnir, þá sérstaklega 6 Plus, talsvert bet- ur út en forverinn, iPhone 5S, í sama prófi sem náði aðeins átta tímum. Apple á þó langt í land með að ná ná keppinautunum LG G3 og Samsung Galaxy S5 í raf- hlöðuendingu sem skila 19 og 20 tímum af taltíma á einni hleðslu. Consumer Reports bendir á að stærsta byrðin á rafhlöðu snjall- síma geti verið 3g- og 4g-samband við dreifistöðvar símafyrirtækj- anna. Snjallsímar þurfa að vera í stanslausu sambandi við stöðv- arnar og símarnir eyði meiri orku í að ná sambandi þegar skilyrði eru slæm. Fjarlægð, veður eða hindr- anir geta þar haft áhrif. Til að bæta þetta upp nota símarnir meira afl til að ná sambandi. Prófanir Consumer Reports sýndu að við kjörskilyrði (fimm punkta sam- band) hafi náðst 24 tíma nýting á síma frá Samsung og LG en þegar merkið var slæmt (0–1 punktur) hafi nýtingin hrapað niður í tæpa 6 tíma. n mikael@dv.is Mikill munur Það munaði sjö klukkutímum á uppgefinni rafhlöðuendingu Apple og niðurstöðunni úr prófi Consumer Reports á iPhone 6 Plus. Mismunurinn var fjórir tímar á iPhone 6. Mynd rEUtErS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.