Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Page 46
Helgarblað 3.–6. október 201446 Sport Gætu farið frítt næsta sumar n 21 leikmaður sem gæti yfirgefið félagslið sitt á frjálsri sölu næsta sumar n Margreyndir Umræður um möguleg félagaskipti leikmanna eru jafnan vin­ sælar á kaffistofum fót­ boltaáhugamanna. Ljóst er að mikið fjör verður á leikmanna­ markaðnum næsta sumar og eru menn þegar farnir að velta fyrir sér möguleg­ um áfangastöðum margra góðra leik­ manna. Vefritið Bleacher Report hefur tekið saman lista yfir nokkra frábæra leikmenn sem verða samningslausir hjá félagsliðum sínum næsta sumar. Einhverjir þeirra munu eflaust fram­ lengja samning sinn hjá núverandi félagi á meðan aðrir munu ef til vill reyna fyrir sér annars staðar. List­ inn er byggður á upplýsingum sem aðgengilegar eru á vefnum Transfer­ markt. Sami Khedira Félag: Real Madrid Aldur: 27 ára Staða: Miðjumaður n Sami Khedira hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt sem knattspyrnumaður í hæsta gæðaflokki. Hann varð heimsmeistari með Þjóðverjum í sumar og hefur staðið sig vel fyrir Real Madrid, félagið sem hann hefur leikið með frá árinu 2010. Þess vegna kemur nokkuð á óvart að félagið hafi ekki endur- nýjað samning hans. Khedira var orðaður við brottför frá Real Madrid í sumar en talið er að launakröfur hans hafi fælt önnur félög frá því að gera tilboð. Ef ekkert gerist í samningamálum Khedira verður honum frjálst að ræða við önnur félög í janúar. Anderson Félag: Manchester United Aldur: 26 ára Staða: Miðjumaður n Það má með sanni segja að tími Bras- ilíumannsins Anderson hjá Manchester United hafi ekki verið neinn dans á rósum. Miklar vonir voru bundnar við Brassann þegar United splæsti stórfé í hann frá Porto árið 2007. Tími hans hjá félaginu hefur einkennst af meiðslum og misjafnri frammistöðu á vellinum; stundum hefur hann sýnt sparihliðarnar en oftar en ekki verið hálftýndur inni á vellinum. Hvort mörg stór félög hafi áhuga á Anderson skal ósagt látið. Eitt er þó víst: Nái hann að sýna það sem í honum býr gæti hann reynst frábær viðbót fyrir hvaða lið sem er. Younes Kaboul Félag: Tottenham Aldur: 28 ára Staða: Varnarmaður n Younes Kaboul hefur mátt þola sinn skerf af gagnrýni frá óhressum stuðnings- mönnum Tottenham. Hvað sem því líður er Kaboul öflugur varnarmaður sem á fimm landsleiki að baki með franska landsliðinu, það er erfitt að komast í franska landsliðið nema búa yfir gæðum. Kaboul, sem átti frábæran leik gegn Arsenal um síðustu helgi, var gerður að fyrirliða Tottenham fyrir skemmstu og ef eitthvað er að marka það virðast forsvarsmenn liðsins viljugir til að halda honum. Ef svo fer að hann skrifi ekki undir nýjan samning gæti reynsla Kaboul komið mörgum liðum að góðum notum. Fabian Schar Félag: Basel Aldur: 22 ára Staða: Varnarmaður n Fabian Schar er efnilegur varnarmaður sem er einnig stórhættulegur uppi við mark andstæðinganna. Hann hefur skorað þrjú mörk fyrir svissneska landsliðið í átta leikjum og níu mörk í 48 deildarleikjum fyrir Basel – þrátt fyrir að spila í miðri vörninni. Arsenal hefur verið orðað við kappann en einnig stórlið á borð við Borussia Dortmund, Tottenham og Inter. Talið er að hart verði barist um þennan 22 ára varnarmann næsta sumar. Nær öruggt er að hann muni yfirgefa herbúðir Basel næsta sumar. Nigel de Jong Félag: AC Milan Aldur: 29 ára Staða: Miðjumaður n Nigel de Jong átti góða leiki með Hollendingum á HM og þar sýndi hann að hann á nóg eftir í boltanum. De Jong hefur leikið fyrir AC Milan frá árinu 2012 en líkur eru á að hann yfirgefi félagið á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í sumar og þykir ekki ólíklegt að United geri tilraun til að fá hann á frjálsri sölu næsta sumar – eða ódýrt í janúarglugganum. Þar myndi hann endurnýja kynnin við Louis van Gaal, fyrrverandi stjóra sinn hjá hollenska landsliðinu. Glen Johnson Félag: Liverpool Aldur: 30 ára Staða: Hægri bakvörður n Ekki þykir ólíklegt að Glen Johnson yfirgefi herbúðir Liverpool næsta sumar. Þessi þrítugi bakvörður á ágætan feril að baki en frammistaða hans með Liverpool hefur ollið talsverðum von- brigðum – sérstaklega undanfarin misseri. Fullyrt hefur verið að Liverpool hafi einungis verið tilbúið að framlengja samning hans um tólf mánuði en Johnson vilji fá lengri samning. Ljóst er að mörg lið gætu nýtt krafta Johnsons. Þannig hefur ítalska stórliðið Juventus verið orðað við kappann. Klaas-Jan Huntelaar Félag: Schalke 04 Aldur: 31 árs Staða: Framherji n Klaas-Jan Huntelaar sýndi það í Meistaradeildinni gegn Chelsea á dögunum að hann er ekki dauður úr öllum æðum – langt því frá. Þessi mikli markahrókur hefur leikið með Schalke frá árinu 2010 þar sem hann hefur skorað 93 mörk í 144 leikjum. Ljóst er að fjölmörg lið fylgjast spennt með gangi mála hjá leikmanninum og gæti vel farið svo að eitthvert stór- liðið í Evrópu hreppi hann á frjálsri sölu næsta sumar. Andrea Ranocchia Félag: Inter Milan Aldur: 26 ára Staða: Varnarmaður n Ranocchia er, líkt og landi hans, Ignazio Abate, á besta aldri og á auk þess sæti í ítalska landsliðinu. Ranocchia hefur spilað með Inter frá árinu 2011 en þaðan kom hann frá Genoa. Þessi stóri og stæðilegi varnarmaður er býsna öflugur og var hann til að mynda orðaður við Chelsea, Arsenal og Manchester United ekki alls fyrir löngu. Talið er nær öruggt að öll þessi lið muni fylgjast grannt með gangi mála næstu mánuðina og jafnvel láta til skarar skríða ef forsvarsmönnum Inter mistekst að ganga frá nýjum samningi við hann. James Milner Félag: Manchester City Aldur: 28 ára Staða: Miðjumaður n James Milner hefur ekki alltaf fengið það hrós sem hann á skilið. Þessi vinnuhestur hefur verið á mála hjá Manchester City frá árinu 2010 og skilað sínu fyrir félagið. Hann hefur oft þurft að sætta sig við að verma tréverkið en þegar hann hefur fengið tæki- færið hefur hann oftar en ekki skilað sínu, eins og gegn Chelsea á dögunum þar sem hann var besti maður vallarins. Samningur Milners rennur út í sumar. Ef hann fær ekki nýjan samning þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að finna ekki gott félag til að spila fyrir. einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.