Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2014, Síða 48
Helgarblað 3.–6. október 201448 Menning Kynferðislegir taktar og sálartregi n Unnsteinn Manuel úr Retro Stefson hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu É g hlusta mjög mikið á tón- list, svo ef ég bý til eitthvað sem kemur mér sjálfum á óvart, þá finnst mér það kúl,“ segir  Unnsteinn  Manuel Stefánsson, sem á dögunum gaf út sína fyrstu sólóplötu, fjögurra laga stuttskífu, EP1, undir listamanns- nafninu Uni Stefson. Platan er uppfull af kynferðislegum „R'n'B“- töktum og ljúfsárum sálartrega. Meira spes tónlist Unnsteinn  er einnig meðlimur Retro Stefson, en það hefur verið ein virkasta hljómsveitin í íslensku tónlistarlífi frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2006, en þá voru meðlimir á fyrri hluta tán- ingsáranna. Þessi samheldni hóp- ur úr Austurbæjarskóla hefur gef- ið út þrjár plötur, Montana (2008), Kimambwe (2010) og Retro Stefson (2012), og leikið á hundruðum tón- leika víða um heim. Að undanförnu hafa meðlimir einbeitt sér að öðrum verkefnum, mest áberandi eru bræðurnir Unn- steinn Manuel og Logi Pedro. Logi hefur vakið athygli með hljóm- sveit sinni Young Karen og nú gef- ur  Unnsteinn  út sína fyrstu sóló- plötu. Tónlistin er nokkuð ólík því sem hann hefur gert með Retro Stef- son, hún er lágstemmdari, raf- rænni og tregafyllri. Þetta er ekki ungæðislegt, dansvænt latínórokk- stuð heldur „R'n'B“-sálartregi. Hljóðheimurinn er fyrst og fremst rafrænn, fíngerð tölvuhljóðin draga fram einmanaleika sem drama- tískir strengir og textarnir ýta und- ir. Taktarnir eru kynferðislegir en það sem er mest einkennandi eru ljúfsárar melódíur Unnsteins upp- fullar af sálartrega. Hann nefnir Tracy Chapman, Drake, Motoboy og BB King sem dæmi um tónlistar- menn sem hafi haft áhrif á gerð plötunnar. Unnsteinn  segir það nokkuð ólíkt að vinna tónlistina án hljóm- sveitar. „Þegar maður semur byrjar maður alltaf með einhverja hug- mynd, svo þangað til lokaafurðin er komin er maður að reyna að finna hvað er það góða í hugmyndinni og sigta restina úr. Á endanum ertu oft kannski búinn að sigta út alla upp- runalegu hugmyndina og eitthvað alveg nýtt er komið í staðinn. Þegar ég er að vinna einn þarf ég að sigta allt sjálfur og tónlistin verður meira spes fyrir vikið. Ef það eru margir að vinna í tónlist verður það alltaf að einhverju svona meðaltali. Það skemmtilega við Retro Stefson er að þar höfum við bræðurnir náð að þróa okkar pælingar um hvað okkur finnst nett, en þú heyrir líka áhrif frá hverjum einasta meðlimi.“ Undir áhrifum frá hip-hop Hann segist reiða sig mikið á að- stoð frá hljóðmanni. „Þú getur út- sett lagið á svo margan mismun- andi hátt. Að velja hljóðmann er dálítið eins og að finna sér leikstjóra þegar maður hefur skrifað handrit að bíómynd. Á þessari plötu er það Friðfinnur Oculus. Hans hljóð- heimur, sem er svolítið svona „at- mospheric“ og „paddaður,“ kemur mjög skýrt fram á plötunni,“ útskýr- ir  Unnsteinn. „Ég er kannski ekki alveg búinn að semja sönglínuna þegar ég kem til hans. Ég leyfi hon- um að móta lagið svolítið fyrst og skapa hljóðheiminn og svo syng ég ofan í.“ Þótt Unnsteinn hafi verið í tón- listarnámi frá unga aldri er tónlistar- ferlið meira undir áhrifum frá hip- hop frekar en klassík. „Þetta að vera tilbúinn með hljóðrásirnar og svo að leyfa laginu að gerjast á meðan maður klárar sönginn. Ég reyni að hugsa sem minnst fræðilega þegar ég sem en svo kemur það seinna þegar þarf að útsetja.“ Hann segir lögin ekki birtast upp úr þurru heldur þurfi hann að setja alla sína orku í ferlið. „Ég fæ ekki einhvern „creative spark“ upp úr þurru. Ég þarf að setjast niður og vinna. Fyrir þessa plötu var ég mik- ið úti í Berlín og samdi mikið. Þetta er eins og með málara, hann er kannski að mála í 10 tíma en hann er í rauninni að horfa á strigann í sex tíma og svo stendur hann upp og byrjar að mála. Ég segist kannski hafa verið að semja í tíu tíma en ég var í rauninni bara við tölvuna í tvo tíma, svo var ég að fá mér lúr eða að fara í göngutúra. Þetta er mikið þannig, ég þarf að blokka allt ann- að út. Ég get til dæmis ekki verið að semja núna þegar ég er að vinna uppi á RÚV,“ segir  Unnsteinn  en hann er að undirbúa sjónvarpsþætti fyrir ungt fólk, Hæpið, fyrsti þáttur- inn verður frumsýndur 8. október. Ekki með plötublæti Eins og er er aðeins hægt að streyma EP-plötunni í gegnum Soundcloud- síðu Unnsteins, en hægt verður að kaupa hana á geisladiski í nóvem- ber. Hann segir það þó ekki skipta sig miklu máli hvort platan komi út annars staðar en í netheimum. „Númer eitt, finnst mér allt of mik- ið til af drasli í heiminum og númer tvö, þegar þú metur eitthvert lag eft- ir Elvis Presley eða Lord Pusswhip að sömu verðleikum af því að þú ert með bæði í gangi á Youtube á meðan þú ert að skoða eitthvað annað, þá er það miklu sanngjarnari samanburður.“ Sjálfur segist Unn- steinn ekki vera þjakaður af miklu plötublæti. „Mér finnst það í raun- inni náttúrulegra að hlusta á tón- list svona, þar sem þú ert bara með tónlistina sjálfa. Ég hef alveg gaman af vínylplötum þegar ég er að DJ-a en vínylplötusafnið mitt er bara úti um allt. Ég er ekki með það á einum stað. Það segir kannski sitt.“ Unnsteinn er þessa dagana að vinna að annarri stuttskífu. Það er óljóst hvenær hún kemur út, en það gæti verið á næstu vikum. „Mér finnst það ákveðið frelsi við að setja dótið bara inn á Soundcloud, ég þarf ekki að bíða of lengi.“ „Þessi fyrsta EP-plata er öll á ís- lensku. Mér fannst það svolítið skemmtilegt þema til að vinna með, ég hef ekki þorað því á Retro- plötunum. Það er miklu erfiðara, en líka skemmtilegra.“ Í laginu Enginn grætur notar hann hins vegar dramatískt ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. „Það er náttúrlega dálítið ósanngjörn krafa að hver einasti maður sem kunni að spila á gítar geti skrifað einhverja texta líka. Á þessum tíma var ég að semja tónlist alveg á fullu, gerði fullt af „instrú- mentölum“. Ég hitti aldrei neitt fólk og reyndi bara að halda mig dá- lítið fyrir mig, setti engar myndir á Instagram eða neitt. Svo þurfti ég að fara að byrja að taka upp söng. Þetta lag er svolítið skringilega uppbyggt: ekki erindi, viðlag og þannig, en þá söng ég oft þetta ljóð af því að ég kann það svo vel úr Hamrahlíðar- kórnum. Þetta er eitt af fáum ljóð- um sem ég kann utan að. Söngur- inn endaði eiginlega bara alveg eins og hann hljómaði í fyrstu töku,“ seg- ir Unnsteinn. Auglýsingar og Jólagestir Bó Þegar Retro Stefson kom fyrst fram á sjónarsviðið var sveitin sett í hóp með böndum á borð við Sprengju- höllina og Hjaltalín – þetta voru post-krútt sem voru tilbúnari en krúttkynslóðin svokallaða að gerast poppstjörnur og hafa gaman. Unn- steinn segir að nauðsynlegt sé að taka að sér vel launuð verkefni ef maður vilji lifa af því að skapa tónlist og tónlistarmenn verði æ meðvit- aðri um þetta. Sjálfur vinnur hann að því að semja auglýsingatónlist og tekur þátt í ýmsum samstarfsverk- efnum. „Fólk áttar sig á því að pen- ingar eru af skornum skammti og þú þarft að selja tónlist ef þú ætlar að halda áfram að gera þetta. Þessi Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég fæ ekki einhvern „creative spark“ upp úr þurru. Ég þarf að setjast niður og vinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.