Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 6

Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 6
meö valdi til þess að taka upp annað tungumál eða breyta því sem við nú höfum. Almannaviljinn nú virðist ótví- rætt vera að varðveita eigi tungumálið sem mest í þeirri mynd sem það nú hefur. En þetta er ekkert náttúrulögmál. Almenningsálit getur breyst. Menningar- áhrifin geta orðið svo mikil að menn láti þá hugsjón lönd og leið að rækta beri íslenska menningu og tungu. Ég held að enn hafi ekki verið gerðar vísvitandi til- raunir til þess gagngert að „afkristna" okkur í þessu tilliti og snúa okkur til meiri alþjóðahyggju. Þó er engu líkara en um sé' að ræða vísvitandi ameríkanís- eringu þegar t.a.m. Stöð tvö tekur upp á því að sýna amerískan fótbolta - íþrótt sem alls ekki er iðkuð á íslandi. Hug- myndin gæti virst vera sú að skapa hér raunverulegt amerískt andrúmsloft. Beinn ágóði af slíku gæti verið að íslendingar yrðu betri og öruggari neytendur á amer- ískar framleiðsluvörur, þar á meðal að sjálfsögðu vörur bandarísks skemmt- anaiðnaðar. Enda þótt íslenski markað- urinn sé ekki stór, hefur reynslan sýnt að hann er býsna gjöfull. Svo miklir neyt- endur erum við. Dæmi um ensk áhrif á íslensku Þegar rætt er um bein ensk áhrif á íslenskt nútímamál er fróðlegt að bera saman við vesturíslensku, mál íslend- inga í Vesturheimi. (Um þetta má m.a. fræðast í grein eftir Harald Bessason í Scandinavian Studies 39, 1967. Einnig hef ég haft aðgang að efni sem Gísli Sig- urðsson hefur safnað um þetta málfar.) í vesturíslensku er talsvert af tökuorð- um, s.s. beisment, ‘kjallari’ (e. base- ment), tóstari ‘brauðrist’ (e. toaster), steibla ‘fjós’ (e. stable), dröggbúð ‘lyfja- búð, apótek’ (e. drugstore), koffígrœnder ‘kaffikvörn’ (e. coffee grinder) o.s.frv., þar sem ensk orð eru notuð, ekki síst um hluti og hugtök sem menn þekktu ekki fyrir, t.a.m. vegna þess að tæknin var ný. í vesturíslensku má einnig finna íslenskar þýðingar á enskum orðtökum, s.s. að renna út af ‘verða uppiskroppa með’ (e. run out of), koma upp með ‘draga fram’ (e. come up with). Eins er enskt líkingamál stundum þýtt: það var líkast að ég meiddi tilfinningar hans (e. it was as if I hurt his feelings). Hér er eðli- legri íslenska að nota sögnina sœra frekar en meiða. Það virðist fullljóst að í íslensku hér heima eru ensk áhrif mun minni, og samanborið við dönsk áhrif allt fram til upphafs þessarar aldar hygg ég að segja megi að íslenskan sé nú mun hreinni og enskuslettur og áhrif á setningaskipun séu færri en dönskuslettur voru fyrr á tímum. Að sjálfsögðu er fjöldi tökuorða og slettna í nútímamálinu, sérstaklega tal- málinu (sem gerir að sumu leyti erfiðara fyrir að meta þetta nákvæmlega). En þessi tökuorð eru ekki bara ensk; þau eru að hluta til alþjóðleg og gætu átt rætur sínar í hvaða evrópsku máli sem er, dönsku, þýsku, frönsku, eða verið komin beint frá latínu eða alþjóðlegum vísindum eða viðskiptum. Ég gerði lauslega athugun á hlutfalli innlendra og erlendra orða í slangurorða- bók þeirra Marðar Árnasonar, Svavars Sigmundssonar og Örnólfs Thorssonar, sem kom út 1982. Af 228 uppflettiorð- um, sem ég athugaði, voru 129 (þ.e. 56,6%) íslensk orð, m.ö.o. orð af inn- lendum stofni, enda þótt oft hafi verið um að ræða tökuþýðingar í þeim skiln- ingi að merkingin var erlend. Hin orðin voru tökuorð eða slettur. 35 orð (15,3%) voru af enskum uppruna og 32 (14,1%) voru dönsk. í>au sem eftir standa (14%) eru alþjóðleg orð sem ekki er hægt að segja með vissu hvort komin eru úr ensku eða dönsku og gætu raunar allt eins verið komin úr einhverju öðru Evrópumáli. (Ég taldi ekki með þau orð sem merkt eru sem sjómannamál í orða- bókinni.) Ef telja má að þessi slangurorðabók 6

x

Málfregnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.