Málfregnir - 01.10.1988, Síða 14

Málfregnir - 01.10.1988, Síða 14
deilan bærist inn á Alþingi. Bjarni Jóns- son frá Vogi lagði fram frumvarp á þingi árið 1911, þar sem hann lagði til að ættar- nöfn yrðu bönnuð. „En það frumv. fekk ekki byr, vegna þess að móðurmáls- bókar og orðabókar höfundar o.fl. lögðu á móti því,“ eins og hann sagði sjálfur á þingi árið 1913 (Alþingistíðindi 1913 C, 1926). Á aukaþingi árið 1912 var lagt fram frumvarp til laga um nýnefni. Flutnings- menn voru alþingismennirnir Guðlaugur Guðmundsson, þingmaður Akureyringa, og Stefán Stefánsson, þingmaður Eyfirð- inga. Frumvarpið tók til nafnbreytinga og nýnefna á býlum, en einnig til nýrra mannanafna. Fyrir flutningsmönnum vakti einkum að ráðin yrði bót á þeim glundroða sem af því hlýst er menn breyta nöfnum að eigin geðþótta. Slíkt hafði þegar leitt til ýmiss konar vand- ræða, einkum í viðskiptalífinu. Frumvarpið komst aðeins í gegnum fyrstu umræðu. Þá var skipuð nefnd sem átti að fjalla um málið, en hún skilaði ekki áliti, og var málið ekki frekar rætt á þinginu. Neðri deild skoraði þó á stjórn- ina að semja nýtt frumvarp og leggja fram á næsta þingi árið 1913. Stjórnin varð við þeirri áskorun, og var frum- varpið tekið upp aftur þannig breytt að nú voru lögð fram tvö frumvörp, annað um nöfn og nafnbreytingar á býlum, hitt um mannanöfn. Allmiklar umræður urðu um frum- varpið til laga um mannanöfn. Efri deild skipaði þrjá menn í nefnd, þá Guðmund Björnsson, Jósef Björnsson og Sigurð Stefánsson, og á þingfundi 19. júlí gerði Jósef Björnsson grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar. Nefndin var á sama máli og ríkisstjórnin um að mikill glundroði ríkti í meðferð mannanafna. Orsakanna töldu þeir að leita bæri til sterkari erlendra áhrifa en áður. Einnig réði stundum löngun til að bera nafn sem fínna þætti en fyrra nafnið, en þyngst vægi þó að með vaxandi þéttbýli væri æ erfiðara að aðgreina samnefnda menn. Ekki taldi nefndin af því hættu búna að ættarnöfnum fjölgaði ef settar yrðu tryggilegar skorður við því hvernig menn veldu sér nafn og að nafnið sjálft væri í samræmi við íslenska tungu. Þótt umræðan snerist að mestu um ættarnöfn, var einnig fjallað nokkuð um skírnarnöfn. Nefndin varaði við hneyksl- anlegum og rangmynduðum nöfnum. Var þar átt við ýmiss konar samsetningar, svo sem Kristjúlía, og viðskeytt nöfn eins og Katríníus, Samúelína, en einnig útlensk nöfn, oft úr skáldsögum, sem samræmdust illa íslenskri tungu. Eftir rækilegar umræður og ýmsar breytingar var frumvarpið samþykkt úr efri deild. Neðri deild skipaði fimm menn í nefnd til þess að ræða frumvarpið eins og það leit út eftir umfjöllun efri deildar. Þeir voru: Þorleifur Jónsson, Jón Ólafsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Matt- hías Ólafsson og Valtýr Guðmundsson. Nefndin klofnaði, fyrst og fremst vegna ættarnafnaákvæðanna, og talaði Jón Ólafsson fyrir meiri hlutanum. Lagði meiri hlutinn ríka áherslu á að ekki mætti takmarka frelsi einstaklingsins nema nauðsyn krefði. Vinna ætti ötul- lega að því að bæta smekk manna, en ekki væri hægt að gera slíkt með lögum. „Ein kynslóð getur álitið það gott eða fagurt, sem önnur telur óhafandi" (Al- þingistíðindi 1913 C, 1902). Meiri hlut- inn vildi leyfa ættarnöfn og taldi æskilegt að þeim fjölgaði sem mest. Fyrir minni hlutanum talaði Bjarni Jónsson frá Vogi sem var eins og áður segir ákafur andstæðingur ættarnafna, og flutti hann langt mál gegn notkun þeirra. Ekki eru tök á því að gera þessari umræðu hér rækileg sk.il, en svo fór að lög um mannanöfn voru samþykkt frá Alþingi 8. september og staðfest af kon- ungi 10. nóvember 1913. Lögin voru all- rækileg og tóku til helstu atriða er varða nafngjafir. Lengst mál var um ættarnöfn- 14

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.