Málfregnir - 01.10.1988, Page 18
Framfylgd laganna
Ekki þarf lengi að skoða gildandi lög til
þess að sjá að þeim er engan veginn hlýtt
sem skyldi. Allnokkuð er um að gefin séu
fleiri en tvö nöfn, einkum ef þriðja nafnið
er viðurnefni eða með öðrum orðum „dul-
búið“ ættarnafn, en þau verða þannig til
að barn fær við nafngjöf ættarnafn sem
annað nafn af tveimur eða þriðja nafn,
t.d. Jón Breiðfjörð Guðmundsson eða
Guðrún Breiðfjörð Guðmundsdóttir.
Oft eru þetta börn kvenna sem bera ætt-
arnöfn, en þau ganga aðeins áfram í
karllegg. Sem dæmi má nefna að af 2224
drengjum, sem fengu nafn 1976, bera 75
ættarnafn sem annað eða þriðja nafn, en
33 af 2068 stúlkum. í ávarpi fellur síðan
föðurnafnið oft niður vegna misskiln-
ings. Sumir sleppa vísvitandi að kenna
sig við föður og gefa börnum sínum
sama viðurnafn og þeir bera sjálfir.
Þannig verður til nýtt ættarnafn andstætt
lögum.
Skiptar skoðanir eru um það hvað sé
rétt að lögum íslenskrar tungu og mér
vitanlega hefur aldrei verið skilgreint
eftir hverju skuli farið þegar ákveða á
hvort eiginnafn sé lagalega „rétt“. Pað
verður því mat þeirra sem gefa nafn eða
skrá það hvort það sé rétt eða ekki.
Prestar ganga mjög misjafnlega eftir
því að lögunum sé fylgt. Ef foreldrar
mæta mótspyrnu hjá einum presti, ná
þeir oftast fram vilja sínum hjá öðrum.
Þannig eru óæskileg nöfn látin viðgang-
ast meira eða minna átölulaust. Margir
prestar eru óánægðir með ástand mála,
og á kirkjuþingi árið 1986 var samþykkt
tillaga til þingsályktunar um endur-
skoðun á lögum um mannanöfn. í grein-
argerð segir m.a.:
Mannanöfn hafa breyst mikið, eldri nöfn
horfið og ný komið í staðinn. Sum hinna nýju
nafna orka mjög tvímælis, eru jafnvel afkára-
leg og geta orðið þeim, sem þau bera, til ama.
Nafnið er hluti af persónu hvers einstaklings.
Persónu- og tilfinningatengsl hvers manns við
nafn sitt eru náin og sterk. Því ber að vanda
mjög til nafngjafa. Ljóst er, að á því er
nokkur misbrestur. Aðhald er lítið í þessum
efnum og samræmdar reglur nánast engar.
Kirkjuþingið ályktaði að beina þeim til-
mælum til menntamálaráðherra að hann
beitti sér fyrir endurskoðun á lögum um
mannanöfn.
Ef ágreiningur rís milli prests eða
Hagstofunnar annars vegar og foreldra
hins vegar, á heimspekideild Háskóla
íslands að skera úr um hvort nafnið sam-
ræmist lögum íslenskrar tungu. Þegar
lögin frá 1925 voru samþykkt, höfðu
aðeins prófessorar í heimspekideild
atkvæðisrétt, og þeir voru þrír: Ágúst H.
Bjarnason, Páll Eggert Ólason og Sig-
urður Nordal. í dósentsstöðum sátu
Alexander Jóhannesson og Bjarni Jóns-
son frá Vogi. Nú hafa um 50 manns
atkvæðisrétt í heimspekideild, kennarar
og stúdentar, en ágreiningsmál vegna
mannanafna eru afgreidd í deildarráði.
Þar hafa 9 atkvæðisrétt, 7 kennarar og 2
stúdentar. Deildarráð svarar þeim fyrir-
spurnum, sem berast, beint til prests eða
foreldra, en engar reglur eru um hvernig
prestum eða Hagstofu skuli greint frá
niðurstöðum deildarráðs.
Skrá sú, sem tekið er fram í lögunum
að gefin skuli út um mannanöfn sem
bönnuð skuli samkvæmt lögum, hefur
aldrei verið samin, enda er líklega óger-
legt að semja slíka skrá. Nafngiftir eru
mörgum mjög viðkvæmt mál, og tilfinn-
ingar og fjölskyldubönd vega þar þyngra
en rök málfræðinga um íslenskt mál-
kerfi, orðmyndun, hljóðkerfi og beyg-
ingar. Hugsanlegt væri hins vegar að
gefa út skrá yfir eiginnöfn, sem flestir
gætu orðið sammála um að væru góð og
gild íslensk nöfn, og gæti slík skrá orðið
foreldrum til hjálpar við val á nafni á
barn sitt og prestum og öðrum, er skrá
þurfa nöfn, stuðningur í þeirri viðleitni
að viðhalda íslenskum nafngiftum.
Norðmenn fóru þá leið árið 1970 að
semja skrá bæði um leyfð og bönnuð
nöfn (Rundskriv fra Justis- og politi-
18