Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 23
ástand, mótað af lífvænu samblandi bók-
menningar og munnmenningar þar sem
hvor um sig frævaðist af hinni, eins og
gerðist til dæmis í andrúmi kvöldvök-
unnar með skemmtunum hennar og vinnu
og raunverulegri samneyslu fólks á
menntagreinum, allt frá tröllkvenna-
rímum til píslarsögunnar. Þetta lífhverfi
menningarinnar var til hjá íslenskum
almenningi með því samblandi munnlegs
og bóklegs sem vera þurfti, en að vísu
ekki jafnsterkt og lífvænlegt alls staðar.
Að því dró síðan að munnmenntirnar
dofnuðu, og sumar dóu út.
Það er því ekki að undra að andlega
forystan og háskólinn leituðu í varðveislu-
poka og gróðurhús íslenskrar menningar
hjá Þingeyingum og annars staðar í
sveitum. Líklega hefði verið farið eins
að hvar sem væri á jarðarkringlunni við
svipaðar aðstæður. Menningarforystan
beindi útlendum sem innlendum nem-
endum tungunnar til sveita á vit menn-
ingarinnar þar, því að þar væri að finna
hina lifandi íslensku, beint framhald
málsins á fornsögum; þar væri það best
talað og raunar best á því hugsað líka.
Menningin þar væri ekki steingerð út-
hjaraleif heldur mælti hún máli sem
hefði þróast við þarfir og nýlundu
hverrar aldar á grunni hins forna. Hér
var bent á þekkingarlindina sem vera
skyldi um leið fyrirmynd um málnotkun.
Hitt hef ég útlendinga sem hefur þótt
það broslegt að íslenski háskólinn vísaði
þeim í vissum skilningi burt frá sjálfum
sér varðandi íslenskunám og álitu þessa
afstöðu hans hafa valdið nokkru um það
að kunnátta í því að kenna útlendingum
málið væri heldur bágborin hjá íslend-
ingum. Tekið skal fram að nokkuð er um
liðið síðan ég heyrði slíkar skoðanir.
Þessi mál eru nú tekin öðrum og, að ég
hygg, traustari og betri tökum en áður.
En fyrirmyndin var þó fyrst og fremst
sett íslendingum sjálfum fyrir sjónir, og
rétt er að vekja þá spurningu, hvort
íslenski háskólinn hafi ekki komið sér að
einhverju leyti hjá því að taka sinn þátt í
að móta heildstæða málnotkunarstefnu
með því að vísa til fyrirmyndar hins
besta sveitamannamáls. Stefnan og hug-
sjónin varð að beita málinu hreinu og
tæru eins og það kom best af vörum
raunmenntaðra (sjaldnast skólamennt-
aðra og hreint ekki skólaspilltra) sveita-
manna. Þessi boðskapur hefur gengið inn
í hugi nokkurra síðustu kynslóðanna og
orðið þar að fastri írætingu eins og fleira
sem þangað er runnið „með móður-
mjólkinni" og orðið hluti af fordómum
okkar sem búa yfir goðsagnarkrafti.
Slíkt efni er vitaskuld einmitt í undir-
stöðum hverrar þjóðmenningar, það sem
kann að gera einstaklinga hennar öðru-
vísi í afstöðu og hugsun en einstaklinga
annarrar þjóðmenningar. Kjarnyrt, blátt
áfram, ljóst og fagurt og létt á tungu og
í lestri skyldi málið vera. Þetta góða við-
horf og holli lærdómur varð trúaratriði,
jákvætt að minni hyggju í alla staði,
nema að ýmsu því sem nú mundi kallað
nánari útfærsla og framkvæmd.
Ég hygg að vantað hafi nánari grein á
því, um hvað væri eiginlega verið að
tala; að vantað hafi að koma að raun-
verulegum skilningi á mismunandi notk-
unarháttum máls í ræðu sem riti eftir
viðfangsefnum og aðstæðum, t.d. því
hver á hlustar eða les; að vantað hafi að
nokkru þau greindarvísindi að mismun-
andi viðfangsefni krefjast mismunandi
aðferða þegar tungumálið er notað til
þess að segja frá þeim, gera fræðilega
grein fyrir þeim eða til þess að leita þekk-
ingar á þeim. Ég hygg meira að segja að
talsvert hafi skort á að fólki hafi verið
gerð grein fyrir mismuninum á eðli talaðs
og ritaðs máls og því sem af því leiðir í
mismunandi kröfum og mismunandi mál-
fræðilegum einkennum hvors um sig; að
nokkuð hafi á skort að viðurkenndur
væri og skilgreindur munurinn á mállegri
aðferð frásagnar annars vegar og t.d.
ástandslýsingar eða fræðilegrar greinar-
gerðar hins vegar; að skort hafi viður-
23