Málfregnir - 01.10.1988, Qupperneq 24
kenningu á því, að það sem nú er nefnt
stofnanamál (sem hefur sterka tilhneig-
ingu til nafnyrðinga af því að hin eðljlega
leið okkar til skilgreiningar og þekkingar
er einmitt nafngiftin) hljóti að þurfa að
vera til - og vitaskuld ekki síst í nútíma-
þjóðfélagi. Hafi eitthvað skort á viður-
kenninguna er ekki furða þótt vantað hafi
leiðbeiningu á fræðilegum grunni um
það á hvern hátt best muni að verða við
þeirri þörf sem slíkt ritmál gerir til
höfundar síns.
í stuttu máli má segja að skort hafi
einmitt þetta, viðurkenninguna á því að
margvísleg samskipti manna á mæltu og
rituðu máli krefjast margskonar málbeit-
ingar, til áherslu mætti segja margra
mála, því að hvert viðfangsefni kallar á
sitt rétta orð, og án þess verður ekki við
efnið fengist, svo að vit verði í. Án nægi-
legrar viðurkenningar á þörfinni var þess
síðan ekki að vænta að framkvæmd mál-
fræðslustefnu í samræmi við hreintungu-
stefnuna yrði í góðu lagi, hvað þá að
málforystan hefði tök á að bregðast
nógsamlega við breytingum í aldarfari
og félagsgerð þjóðarinnar.
Upptalningin hér á undan grípur aðeins
á fáeinum hliðum þessa máls, og lokaorð
hennar mætti lesa sem þungan dóm sem
ekki ætti að fella án heillar bókar af
sögulegum rökstuðningi. En þetta er
ekki dómur sem felldur er yfir mönnum,
heldur hugleiðing um stöðu íslenskrar
tungu og hvernig hún sé orðin þannig
sem hún er nú. Miklu frekar er þetta
sjálfsdómur þess sem skrifar og tilraun
til þess að tjá það sem mér þykir nú
orðið um menntun sjálfs mín. Ég átti
ágæta kennara í barnaskóla, mennta-
skóla, háskóla, og auðvitað hafa þeir
talað um margt af því sem ég nefndi, og
margt fleira, en eftir á að hyggja er mér
sem vægi þeirra efna yrði aldrei nóg og
að allsherjarhugmyndin, afli fengin, um
alþýðumálfærið hreint og tært skyggði á
og stæði með því í vegi fyrir frekari rann-
sókn og umræðu.
Pegar þessi fagra og volduga fyrir-
mynd, sem vel má telja Fjölnismenn
höfunda að, hafði staðið fyrir hugar-
sjónum íslendinga um skeið, fóru tím-
arnir að breytast örar en fyrr, og örust
virðist raunar breytingin á allra síðustu
áratugum. Af þessu leiddi æ meiri kröfur
til málsins og hæfni þess. Því var haldið
fram hér á undan að fræðilegri og stjórn-
málalegri forystusveit þjóðarinnar hafi
ekki auðnast að hafa við á þeim hlaup-
um, enda hafa breytingarnar verið slíkar
að þess var varla að vænta af henni. Ég
tel að tími hafi blátt áfram ekki unnist til
að vinna öll þau fræðimannsverk sem
nauðsynleg voru í undirstöðu nútíma-
þjóðfélags með eigin þjóðtungu og
menningu. Talsvert hefur verið aðhafst.
Má þar ef til vill einkum benda á svið
orðfæris í kapphlaupi við tímann (nýyrða-
smíð), en minna á öðrum sviðum. Það er
ekki fyrr en nú að verið er að leggja
grunn að yfirlitsriti um íslenska stílfræði
(á vegum Styrktarsjóðs Fórbergs Pórðar-
sonar og Margrétar Jónsdóttur). íslensk
samheitaorðabók kom engin út fyrr en
fyrir þremur árum.
Ríkisútvarpið hófst 1930, og nú er
landið að verða furðulega hlaðið ljós-
vakamiðlum. Það viðhorf gerði vart við
sig hjá nýrri fræðimannasveit í íslensku
máli fyrir nokkru að eiginlega væri það
ekki verk fræðimannsins, og ef til vill
bæði fánýtt og varasamt yfirleitt, að
reyna að hafa jákvæð áhrif á málbeitingu
og málþróun. Á líku méli í uppeldiskerf-
inu kom það viðhorf að umfram allt bæri
að koma fólki til að tjá sig, koma hugsun
sinni og tilfinningu til skila, og væri þá
minna um vert hvernig sú tjáning yrði
sköpuð í form. Á þessari öld fóru að
alast upp fyrstu kynslóðirnar sem ekki
fengu mikilvægan og oft mikilvægastan
hlut menntunar sinnar í heimahúsum. Ef
til vill mætti í þessu tilliti setja tímabila-
mörk um 1930, árið sem ríkisútvarpið
kom, en minnast þess um leið að lög um
almenna skólagöngu barna voru sett um
24