Málfregnir - 01.10.1988, Side 26

Málfregnir - 01.10.1988, Side 26
staöa þjóðarbúskapar okkar og tilveru. Aðiljar, sem ég hef hér á undan talið til andlegrar forystusveitar þjóðarinnar, stíga dansinn ekki miður en aðrir í þessu efni. Vissulega ber það vott um innra styrk menningar ef hún getur sporðrennt og látið aftur af sér ganga alþjóðlegan átufisk á borð við útúrsnúningstískuna, sem verið hefur faraldur um sinn. Happdrætti Háskóla íslands hrópaði út til þjóðarinnar: „Látið ekki happa- þrennu úr hendi sleppa“. Málleg glappa- skot verða á þessari tíð keppikefli manna. Tilbreytingin til þess að vekja eftirtekt, viss fjarlæging málsins frá því hversdags- lega til þess að ná betur athygli áheyr- anda hefur að sjálfsögðu verið keppikefli ræðumanna á öllum öldum, en núna, á öld auglýsinganna, þegar hamingjan á sem mest að vera fólgin í neyslu, virðist þó greinilega keyra um þverbak í þessu efni. Má líklega þakka fyrir það þegar hin snjöllu málglappaskot nútímans eru úr heimafengnu efni eins og dæmin tvö, en ekki útlend. Á þessari öld verður þörfin fyrir leið- beinandi (ekki lögbjóðandi) málrækt meiri en nokkru sinni, og við eigum meira undir því en orð fái lýst að skot- menn auglýsinganna svo og allir aðrir fjölmiðlendur beri þroskað skyn á móð- urmálið. 26

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.