Málfregnir - 01.10.1988, Síða 30
Ritfregnir
eftir Baldur Jónsson
Bækurnar, sem hér verður getið, eru
nýkomnar út á vegum Iðunnar og tengj-
ast allar fjarkennslu í íslensku sem nú er
nýhafin. Hvað sem þeirri nýjung líður
var þörf fyrir allar þessar bækur.
Mál og samfélag. Um málnotkun og
málstefnu. Eftir Indriða Gíslason,
Baldur Jónsson, Guðmund B. Krist-
mundsson og Höskuld Þráinsson. Iðunn.
Reykjavík 1988. 94 bls.
Þessi bók skiptist í tvo jafnstóra hluta.
Fyrri hlutinn er eftir Indriða Gíslason,
prófessor í Kennaraháskóla íslands. Síð-
ari hlutinn er tekinn úr nefndaráliti sem
fjórmenningarnir stóðu að. Indriði bjó
efnið til prentunar og skrifar formálsorð.
Nefndarálitið hefir verið gefið út sér-
staklega (fjölritað), Álitsgerð um mál-
vöndun og framburðarkennslu í grunn-
skólum, og hefir áður verið sagt frá því í
Málfregnum 1 (bls. 16). Þriðji hluti álits-
gerðarinnar nefnist „Um málvöndun og
framburðarkennslu í grunnskólum“, og
er hann tekinn upp í þessa nýju Iðunnar-
bók með nokkrum breytingum í aðhæf-
ingar skyni. Parna eru sett fram megin-
atriði íslenskrar málstefnu, fjallað um
helstu hugtök sem varða málvöndun,
stefnu í framburðarmálum og málvönd-
unarstefnu í öðrum þáttum móðurmáls-
ins.
Fyrri hluti bókarinnar gerir m.a. grein
fyrir málnotkun sem boðmiðlun og boð-
skiptum, venslum hugsunar og máls,
mismunandi beitingu máls eftir aðstæð-
um, hugtökunum málsniði og stíl, og
loks er kafli um málvenjur og mállýskur.
Höfundur þessa bókarhluta segist hafa
miðað hann við álitsgerðina sem fylgir á
eftir.
Aftast í bókinni er ritaskrá og atriðis-
orðaskrá.
Um þýðingar. Eftir Heimi Pálsson og
Höskuld Þráinsson. Iðunn. Reykjavík
1988. 128 bls.
Aftan á bókarkápu segir svo um þýðing-
ar:
Miklu varðar fyrir þróun íslenskrar tungu að
vandað sé til þýðinga í hvívetna. Margir hafa
saknað þess að hafa ekki aðgengilegt rit um
þýðingar og vinnubrögð við þær. Þessi bók er
frumsmíð á íslensku um þau efni en þýðingar
eru fyrirferðarmeiri í nútímaþjóðfélagi en
marga grunar og smáþjóðir eins og íslend-
ingar eru ákaflega háðar þeim. Mikill hluti
þess efnis sem birt er í blöðum og tímaritum
er þýddur og sama er að segja um alls konar
kennsluefni, bæklinga, leiðbeiningar, kvik-
myndatexta og skáldrit.
Undir þetta má taka, og var orðið tíma-
bært að láta verkin tala. Höfundarnir eru
kunnir vaskleikamenn. Heimir Pálsson
cand. mag. er deildarstjóri hjá Iðunni og
Höskuldur Práinsson prófessor í íslensku
nútímamáli í Háskóla íslands. Þeir eru
flestum hnútum kunnugir á þessum vett-
vangi og hafa auk þess leitað liðsinnis
margra svo sem rakið er í formála. Þeir
segjast hafa þreifað sig áfram „frá hinum
smæstu einingum málsins til hinna
stærstu (heilla ritverka)“, og er efnis-
skipan bókarinnar eftir því.
Aðalefni hennar er skipt í 9 kafla. Að
loknum inngangi um mikilvægi þýðinga
og fleira eru kaflaheiti þessi: Orð fyrir
orð, Orðasambönd og íslenskt orðalag.
30