Málfregnir - 01.10.1988, Blaðsíða 32
Sitt af hverju
Ritstjóri flugorðasafns
Eins og skýrt var frá í Málfregnum 2
(bls. 31) skipaði samgönguráðherra
nefnd í fyrrahaust til að vinna að endur-
bótum á flugmáli og undirbúa útgáfu
flugorðasafns. Jónína M. Guðnadóttir
cand. mag. hefir verið ráðin ritstjóri að
því verki og er hún starfsmaður orða-
nefndarinnar. Hún tók til starfa 1. mars
sl. og hefir aðsetur í íslenskri málstöð,
Aragötu 9, Reykjavík.
Norræna málnefndaþingið
1988
35. þing norrænu málnefndanna var
haldið í Kristiansund í Noregi dagana
19.-21. ágúst sl. Umræðuefni þingsins
voru tvö: „Hugmyndir um norræna mál-
ræktarsamvinnu og verkefni fram undan“
og „Ensk-amerísk áhrif á norræn mál“.
Prír íslendingar sóttu þingið: Baldur
Jónsson, Jón Hilmar Jónsson og Kristján
Árnason. Kristján flutti erindi um ensk-
amerísk áhrif á íslenskt mál, og er það
birt í fslenskri þýðingu í þessu tölublaði.
Pingið var mjög vel sótt og vel að því
staðið af hálfu Norðmanna.
Orðanefnd um mat og
matargerð
íslensk málstöð beitti sér fyrir því í haust
í samvinnu við „Matreiðsluskólann
okkar“ í Hafnarfirði og fleiri að koma á
laggirnar nefnd manna til að styrkja
íslenskt orðafar sem lýtur að mat og
matargerð. Stofnfundur var haldinn 10.
október sl. og hafa fimm tekið sæti í
nefndinni: Elín Káradóttir, Guðrún
Kvaran, Hallgerður Gísladóttir, Reynir
Axelsson og Sigríður Kristjánsdóttir.
Nefndin hefir hug á að safna orðum um
mat og matargerð frá fyrri tíð og jafn-
framt að vinna að íslenskri orðmyndun
og aðlögun þeirra orða sem nú eru mest
í notkun um þetta efni. - Formaður
nefndarinnar er Guðrún Kvaran, Orða-
bók Háskólans.
Málfregnir koma út tvisvar á ári
Útgefandi: íslensk málnefnd
Ritstjóri: Baldur Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla: íslensk málstöð,
Aragötu 9, ÍS-101 Reykjavík. Sími: (91) 28530,
(91) 622699, (91) 694443
Áskriftarverð: 500 krónur á ári
Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf.
ISSN 1011-5889
ÍSLENSK MÁLNEFND