Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 2

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 2
Háskóli íslands vill íslensk fræðiorð Á fundi í háskólaráði 25. október sl. voru samþykktar tvær ályktanir sem sæta tíðindum í sögu íslenskrar málræktar og Háskólans sjálfs. Fyrri samþykktin er á þessa leið: Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til allra háskóladeilda að þær vinni skipulega að því að til verði íslenskt íðorðasafn á kennslusviði deildarinnar. Líta skal á vinnu við íðorðagerð sem sjálfsagðan þátt í fræða- starfi kennara og sérfræðinga í Háskóla ís- lands. Þessum tilmælum var svo fylgt eftir með annarri samþykkt á sama fundi, þar sem vikið er að framkvæmdinni. Sú sam- þykkt er sem hér segir: Háskólaráð mælir með eftirfarandi vinnutil- högun við íslenskt íðorðastarf á fræðasviðum háskóladeilda. Markmiðið með slíku starfi er að auðga íslenska tungu að fræðiorðum til þess að unnt verði að ræða og rita um vísindi og tækni á íslensku. 1. Hver háskóladeild skipar starfshóp um skipulagningu íðorðastarfs. 2. Starfshópurinn kynnir sér vinnulag við íð- orðagerð, skilgreinir umfang verksins, þ.e. fjölda hugtaka, og gerir tillögu til deildar um skipan orðanefnda sem funda reglulega. 3. Verkefni orðanefnda er að skilgreina og þýða hugtök og að mynda nýyrði. Við ný- yrðasmíði skulu orðanefndir njóta aðstoð- ar sérfræðinga frá íslenskri málstöð. Þessar samþykktir eiga sér aðdraganda sem má að nokkru leyti rekja til stofnun- ar Rannsóknarsjóðs Háskóla íslands og viðbragða við styrkveitingum hans. Fljótlega eftir að sjóðurinn var myndað- ur (1982) og farið var að veita styrki úr honum tóku að berast umsóknir frá há- skólakennurum sem fengust við íðorða- störf. í því felst m.a. að skilgreina fræði- leg hugtök og finna þeim íslensk heiti sem fyrir eru eða mynda ný og safna slík- um fræðiheitum (íðorðum) saman til út- gáfu. Innan stjórnar sjóðsins og meðal háskólakennara yfirleitt voru skiptar skoðanir um það hvort þessi viðfangsefni gætu talist rannsóknarverkefni. Eigi að síður voru nokkrir styrkir veittir til íð- orðastarfa, en 1988 tilkynnti stjórn Rannsóknarsjóðs í bréfum til umsækj- enda að hún teldi orka tvímælis að verk- efni af þessu tagi féllu undir hann. Síðan tók fyrir styrkveitingar til þessara verk- efna. Samt sem áður munu flestir eða allir hafa talið þau þörf og góðra gjalda verð. Vorið 1983 hafði komið fram sú hug- mynd í Islenskri málnefnd að stofna sér- stakan málræktarsjóð til styrktar mál- ræktinni í landinu, ekki síst íðorðastarf- inu. Hún var fyrst kynnt opinberlega 1985. Hugmyndin um málræktarsjóð stóð ekki í neinu sambandi við starfsemi eða viðbrögð Rannsóknarsjóðs Háskól- ans, enda fór Rannsóknarsjóðs ekki að gæta á þessum vettvangi fyrr en síðar. Hins vegar hafði hún áhrif á afstöðu hans 1988. Innan Háskólans voru þá uppi raddir um að stofna sérstakan mál- ræktarsjóð á hans vegum og koma þannig til móts við háskólakennara sem fengu synjun Rannsóknarsjóðs. Einn helsti áhugamaður um íðorða- störf hér á landi síðustu 10 árin er Einar 2

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.