Málfregnir - 01.12.1990, Side 30

Málfregnir - 01.12.1990, Side 30
frönsku og rússnesku. Hugtökin eru ekki skilgreind á íslensku heldur er látið nægja að þýða heiti þeirra með einu eða fleiri orðum. í því liggur framlag ís- lensku orðanefndarinnar, og er raunar ærið. Auk íslenskra þýðinga á heitunum eru birtar þýðingar þeirra á þýsku, spænsku, ítölsku, hollensku, pólsku og sænsku. Á bls. 149-242 eru stafrófsskrár á ís- lensku og þeim níu erlendu tungumálum sem nefnd voru hér á undan. Notaður er talnalykill við hvert orð í stafrófsskrán- um til að vísa inn í aðalhluta bókarinnar þar sem fræðast má um hvert hugtak. Sú nýbreytni er í þessu bindi að rúss- neska er eitt aðgangsmálanna. Ekki er þó nóg með að heitin séu þýdd á rúss- nesku heldur eru hugtökin enn fremur skilgreind á þeirri tungu, svo sem fyrr greinir. Pað veldur því að nærri lætur að fjórðungur lesmáls á hverri síðu í aðal- hluta bindisins sé á rússnesku. Sá bagi fylgir því að bæta við rússneskum skil- greiningum, frá þvf sem var í fyrri bind- um, að letur er haft smærra, til að við- bótin rúmist á síðunum. Eflaust þykir einhverjum sem letrið megi alls ekki smærra vera. Ekki er þess getið í inn- gangsorðum hvað þessari nýjung veldur en vandséð er í fljótu bragði hvaða erindi rússneskar skilgreiningar eiga við íslenska notendur Raftækniorðasafns. Hérlendir notendur geta talist vel haldn- ir með skilgreiningar á tveimur höfuð- tungum, ensku og frönsku. Þyki mönn- um ekki nóg að gert með því, gæti virst nærtækara að reyna fyrir sér með ís- lenskar skilgreiningar á nokkrum af hin- um mikilvægari hugtökum raftækninnar. Þannig mætti gefa hugmynd um hvernig íslenska orðaforðanum, sem kynntur er í bókinni, reiðir af í samfelldu máli. Þessi skortur á íslenskum skilgreiningum stafar þó alls ekki af fljótfærni orða- nefndarmanna eða virðingarleysi gagn- vart íslenskri tungu. í fyrrnefndri grein Bergs Jónssonar um Raftækniorðasafnið (bls. V-VII) eru notendur safnsins ein- mitt beðnir að virða til betri vegar að skilgreiningar íðorðanna eru ekki á ís- lensku. Þar er eflaust mikið og vanda- samt verk óunnið og myndi, eins og Bergur bendir á í grein sinni, tefja útgáf- una verulega að sinna því sem skyldi á þessu stigi. - APK Orðasafn úr tölfræði. íslenskt-enskt, enskt-íslenskt. Orðanefnd á vegum Líf- tölfræðifélagsins og Aðgerðarannsókna- félags íslands tók saman. Ritstjórar: Snjólfur Ólafsson og Sigrún Helgadóttir. (Rit íslenskrar málnefndar. 5.) íslensk málnefnd. Reykjavík 1990. 60 bls. Vorið 1987 var stofnuð orðanefnd á veg- um tveggja sérfræðingafélaga til þess að undirbúa útgáfu orðasafns úr tölfræði. Fjórir tölfræðingar áttu sæti í nefndinni: Helgi Þórsson, Hólmgeir Björnsson, Sigrún Helgadóttir og Snjólfur Ólafsson. Nefndin hefir unnið ötullega að ætlunar verki sínu. Fyrsti afraksturinn af starfi hennar var sá að fyrir tveimur árum sendi hún frá sér fjölritað kver sem nefndist Lítið orðasafn úr tölfrœði og kom út á vegum Raunvísindastofnunar Háskólans. (Sbr. Málfregnir 3, bls. 31.) Síðan var safnið aukið mjög og endur- bætt og er nú komið út í ritröð íslenskrar málnefndar með svipuðu sniði og Orða- safn úr uppeldis- og sálarfrœði (1986) og Tölvuorðasafn (1986). I Orðasafni úr tölfrœði eru nærri 800 íslensk heiti og rúmlega 600 ensk á tæp- lega 500 hugtökum. Markmið nefndarinnar var að reyna að samræma orðanotkun tölfræðinga, sérstaklega þeirra sem kenna tölfræði. Orðanefndin telur hutverki sínu lokið, a.m.k. í bili, en höfundar segjast vona að einhverjir hafi áhuga á að endurskoða orðasafnið eftir nokkur ár, og væri þá æskilegt að samstarf tækist milli tölfræð- 30

x

Málfregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.