Málfregnir - 01.12.1990, Síða 22

Málfregnir - 01.12.1990, Síða 22
föðurnafn 1925, *1990 föðurnafn (ættarnafn) föðurnafn og ættarnafn föðurnafn eða ættarnafn 1913, *1955, *1971 (föðurnafn) ættarnafn ættarnafn 1) 2) 3) 4) 5) 6) Við val á milli kosta ber einkum að hafa þrennt í huga: a) varðveislu þjóðlegra erfða, b) aðgreiningarhlutverk manna- nafna, c) hvað er raunhæft. - Loks mætti minna á mannanafnalöggjöf annarra norrænna þjóða, á hvern hátt þar er komið til móts við íslendinga sem til þeirra sækja. Um fyrsta atriðið (a) getur varla verið ágreiningur. Væntanlega telur löggjafinn sér skylt að hafa í hávegum þá nafnsiði sem fylgt hafa þjóðinni frá upphafi og tryggja þeim þá vernd sem skynsamleg löggjöf getur veitt. íslendingar halda nú einir þjóða góðri tryggð við þann forna sið að kenna sig við föður eða móður, og fyrir vikið er hann eitt af þjóðarein- kennum þeirra. Fram hjá öðru atriðinu (b) verður ekki gengið heldur því að þar er um að ræða meginhlutverk mannanafna, þ.e. að greina einn mann frá öðrum. Þriðja atriðið (c) er ekki annað en það sem gildir um alla löggjöf, þ.e. að reyna ekki að koma því í lög sem ætla má að verði virt að vettugi eða ekki unnt að framfylgja. Eflaust verður að hafa allt þetta hug- fast í senn, en ísíensk málnefnd telur að síst megi slá af kröfunni um varðveislu þjóðlegra verðmæta. Minna geri til þó að hinni næstu sé ekki haldið til streitu, og hina þriðju má ekki mikla fyrir sér. Um einstakar leiðir, sem upp eru taldar hér á undan, skal farið nokkrum orðum. Þeir þrír kostir (3., 5. og 6.), sem gera ráð fyrir skyldubundnu ættarnafni, hafa einna síst komið til álita (sjá þó fyrr- nefnda grein Guðmundar Kambans í Skírni 1908). Málnefndin hyggur að þeir séu allir óraunhæfir, og verða þeir ekki ræddir frekar hér. Af þeim þremur, sem þá eru eftir, hef- ir athyglin nær eingöngu beinst að 1. og 4. leið. Ártölin lengst til hægri gefa vísbendingu um afstöðuna í lögum og lagafrumvörpum. (Um það atriði verður þó að hafa fyrirvara vegna mismununar- ákvæða.) En öðrum kostinum (2.) hefir verið lítill gaumur gefinn (sjá þó sérálit Þorsteins Þorsteinssonar í Alþt. 1955 A, bls. 438). Bestu kostirnir Þrír fyrstu kostirnir eiga það sameigin- legt að lögvernda föðurnafnasiðinn. Fjórði kosturinn gerir það ekki, og þriðji kostur hefir þann annmarka, sem fyrr var nefndur, að lögbinda líka ættarnöfn, en það telur málnefndin óraunhæft. Föðurnafnasiðurinn styðst ekki aðeins við þau rök að vera þjóðlegur. Ef hann yrði lögfestur myndi sú lagasetning veita aðhald við feðrun barna svo að feður gætu síður skotið sér undan ábyrgð. Þess vegna telur málnefndin að nú eigi að beina athyglinni að 1. og 2. kosti, og skal því farið nokkrum orðum um þá sérstak- lega. Fyrsti kosturinn (1.) er sá sem nú er í lögum og lagður er til í frumvarpinu. Að vísu er þar ekki fullnægt þeim skilyrðum um aðlögun og jafnrétti sem nefnd voru hér á undan, en á móti kemur að þessi kostur tryggir að líkindum best framtíð hins þjóðlega nafngiftarsiðar. Til greina kæmi að endurskoða frumvarpið með hliðsjón af jafnréttissjónarmiðinu, t.d. þannig að ættarnöfn yrðu algerlega bönnuð frá einhverjum tilteknum tíma. 22

x

Málfregnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.