Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 18
þennan sið, svo að það hefir löngum þótt
heldur fyrirmannlegt á íslandi að bera
ættarnafn. Slík nöfn urðu tákn forrétt-
inda og þess vegna ögrandi, eins og fram
kemur í lögum nr. 54/1925. Samkvæmt
þeim mega þeir sem þá höfðu löglega
fengið ættarnafn halda því og niðjar
sumra þeirra en ekki allra. Og enginn
mátti taka sér ættarnafn eftir gildistöku
laganna. Eigi að síður hefir ættarnöfnum
stórfjölgað án nokkurrar rekistefnu af
hálfu stjórnvalda. Ólögleg ættarnöfn
skipta nú hundruðum ef ekki þúsundum
(sjá næstu grein).
Til þess að auðvelda umræðuna hér á
eftir verður talað um föðurnafnasið og
œttarnafnasið, þó að fyrra heitið sé ekki
nákvæmt.
Afstaða til nafnsiða
Föðurnafnasiðurinn hefir ætíð verið
ríkjandi. Pó að ættarnöfn kæmust í tísku
um skeið vildu fáir ganga svo langt að
banna mönnum beinlínis að kenna sig
við föður eða móður. Slík afstaða var
a.m.k. sjaldan látin uppi í umræðum.
Grein Guðmundar Kambans, „Ættar-
nöfn“, í Skírni 1908 (bls. 164-177) má
þó líklega túlka á þann veg.
í afstöðu til ættarnafna hafa íslending-
ar annars verið tvístígandi. Það kemur
glögglega fram í „fylgiskjali 1“ með
stjórnarfrumvarpinu 1971, þar sem birt
er rækileg greinargerð um íslenska
ntannanafnalöggjöf (Alþt. 1971 A, bls.
279-285) og um ættarnöfn sérstaklega
(sama rit, bls. 278-279). Löggjafinn sló
úr og í 1913 og 1925, og það hefir einnig
verið gert í stjórnarfrumvörpunum 1955,
1971 og 1990.
í frumvarpinu 1955 er heimilað að
taka upp ný ættarnöfn, þótt tveir höf-
undar af fjórum hefðu sérstöðu í málinu,
og annar þeirra, Alexander Jóhannes-
son, vildi m.a.s. banna ættarnöfn. í
frumvarpinu 1971 var í meginatriðum
fylgt stefnunni frá 1955 og enginn ágrein-
ingur um það í nefndinni sem undirbjó
fruntvarpið. Nú, 1990, á aftur að fylgja
svipaðri stefnu og þeirri sem í gildi er frá
1925, þ.e. leyfa þau ættarnöfn sem kom-
in eru í notkun, en banna upptöku nýrra
nafna. Einn þeirra fjögurra, sem að
þessu frumvarpi unnu, vill þó fara þá
leið sem mörkuð var 1971, enda einn af
aðalhöfundum frumvarpsins þá.
I athugasemdum við nýja frumvarpið
segir (bls. 10):
Ólíkt því sem er í frumvarpinu frá 1971 er í
þessu frumvarpi ekki gert ráð fyrir að heimilt
verði að taka upp ný ættarnöfn. Hér gætir
þeirrar skoðunar að æskilegt sé að varðveita
hið gamla kenninafnakerfi og því sé ekki
æskilegt að veita heimildir til upptöku nýrra
ættarnafna. Þetta er og í samræmi við af-
greiðslu Alþingis á frumvarpinu 1971. Einn
nefndarmanna, Ármann Snævarr, tekur þó
fram að hann hefði kosið að ganga lengra í
þessum efnunt og gera ráð fyrir að unnt væri
að taka upp ný ættarnöfn með þeim hætti og
þeirri gerð er greinir í II. kafla frumvarpsins
1971. Hann bendir í því sambandi á að ella
fælist mismunun í því tvöfalda kerfi kenni-
nafna sem gert er ráð fyrir í tillögum nefndar-
innar. Að öðru leyti vísar hann til rækilegs
rökstuðnings í greinargerð með frumvarpinu
frá 1971.'
Engin skrá er til um ættarnöfn nú né tölu
þeirra sem þau bera. Slíka skrá þyrfti þó
að taka saman áður en tekin er endanleg
afstaða til ættarnafna (sbr. athugasemdir
við frv., bls. 7-8). En víst er að þeim
hefir farið fjölgandi alla þessa öld, þótt
reynt hafi verið að sporna við (sbr. Alþt.
1971 A, bls. 261). í lögum nr. 54/1925
eru mismunandi ákvæði um ættarnöfn
eftir aldri þeirra. Elstu nöfnin eru lög-
vernduð fyrir þá sem þau bera og niðja
þeirra, en ættarnöfn, sem upp voru tekin
á árunum 1915-1925, máttu ekki ganga
lengra en til foreldra og þeirra barna sem
fædd voru fyrir gildistöku laganna 23.
september 1925. Eigi að síður ganga
1 Þann rökstuðning er að finna í Alþt. 1971 A, bls. 260-262.
Sjá einnig athugasemdir við frumvarpið, bls. 6-7.
18