Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 25

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 25
IV. Lokaorð Að lokum skulu dregin fram helstu at- riðin sem íslensk málnefnd leggur áherslu á í þessari umsögn. 1. Sett verði lög um mannanafnaskrá og mannanafnanefnd þegar á þessu þingi þó að ekki takist að koma saman nýrri heildarlöggjöf um mannanöfn. íslensk málnefnd tilnefni mann og varamann í nefndina. 2. í nýjum lögum um mannanöfn verði leitast við að tryggja öllum jafnan rétt gagnvart kenninöfnum. 3. Föðurnafnasiðurinn íslenski verði verndaður með lögum þannig að öll- um verði skylt að kenna sig við föður eða móður. 4. Gerð verði skrá yfir ættarnöfn í notk- un (skv. þjóðskrá) áður en löggjafinn tekur endanlega ákvörðun um afdrif ættarnafna. Reykjavík 23. nóvember 1990 Bókun Á fundi stjórnar íslenskrar málnefndar 22. nóvember 1990, þar sem umsögn um frumvarp til laga um mannanöfn var rædd, sbr. fundargerð 9/1990, sjá einnig fund- argerð 8/1990, lét Pórhallur Vilmundarson bóka að hann væri samþykkur ákvæði í 9. gr. frumvarpsins: „Óheimilt er að taka upp nýtt ættarnafn hér á landi“ þar sem hann teldi það ákvæði tryggja best framtíð hins þjóðlega íslenska nafngiftarsiðar. 25

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.