Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 23

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 23
Annar kosturinn (2.) er um lögbundið föðurnafn og valfrjálst ættarnafn. Pá er öllum skylt (eftir gildistöku laganna) að kenna sig við föður eða móður. Þeim sem vilja bera ættarnafn að auki yrði það heimilt að fullnægðum tilteknum skilyrð- um (líkt og í frumvörpunum 1955 og 1971). Eins og fyrr var sagt er í þessari um- sögn einungis litið á megindrætti. Mál- nefndinni er ljóst að eftir verða mörg erfið úrlausnarefni þó að önnur hvor þessara síðastnefndu leiða yrði valin. Til dæmis er ekkert sagt með þessu um hvernig fara skal með kenninöfn útlend- inga og barna þeirra eða niðja, og gefa þarf gaum að listamannanöfnum svo að þau verði ekki misnotuð. Málnefndinni er einnig ljóst að með því að velja aðra leiðina (2.) er sú áhætta tekin að allir fari að sækja í ættarnöfn. Sú leið er þó tryggilegri en 4. leiðin sem leyfir frjálst val milli föðurnafns og ætt- arnafns. Föðurnafnasiðurinn lifir enn góðu lífi, og þess eru mörg dæmi frá síðustu árum og áratugum að fólk, sem átti þess kost að nota ættarnafn, hefir horfið frá því. Próunin hefir því ekki verið ættarnöfn- um að öllu leyti í vil. Eflaust hafa lögin frá 1925 haft mikil áhrif í því efni þrátt fyrir allt, en vel má vera að viðhorf og straumar í samfélaginu hafi ráðið ferð- inni, einkum hugsjónir um jafnrétti, og kvenréttindi sérstaklega, auk áhuga á varðveislu þjóðlegra erfða. Framkvæmd Áður en skilist er við kenninöfnin verður að fara nokkrum orðum um framkvæmd laga sem heimila slík nöfn (ef til þess kæmi). Breyting á þessu frumvarpi í þá átt er varhugaverð. Betra væri að semja nýtt frumvarp þar sem allt er miðað við jafnan rétt til nafna. Ef sú jafnréttisleið verður farin og leyfa skal upptöku nýrra ættarnafna eins og í fyrstu manna- nafnalögunum nr. 41/1913, kallar hún á mikla undirbúnings- og eftirlitsvinnu. Rétt eins og semja verður skrá um lögleg eiginnöfn verður að taka saman skrá yfir ættarnöfn sem leyfileg teldust, bæði þau sem í notkun eru og ný nöfn sem til greina kæmi að taka upp. Þá yrði m.ö.o. að fara að líkt og 1913-1915 eða eins og lagt er til í frumvörpunum 1955 og 1971. Það verkefni er ekki árennilegt með hliðsjón af því sem fyrr var sagt um málfræðilega annmarka ættarnafna og af reynslunni af störfum ættarnafnanefndar og tillögum frá 1915. En undan þeim vanda yrði ekki komist. Pá verður að gera ráð fyrir nokkurra mánaða undir- búningstíma frá setningu laganna til gildistöku þeirra eins og í frumvörpun- um 1955 og 1971. Mannanafnanefnd (sem frumvarpið gerir ráð fyrir) yrði að leggja vandlega niður fyrir sér hvers konar ættarnöfn mætti taka upp. Markmiðið ætti að vera að finna kenninöfn sem unnt er að nota sem ættarnöfn án þess að setja málkerfið úr skorðum. Eins og fyrr var drepið á eru í notkun ættarnöfn sem ekki verður fundið að vegna málfræðilegra ann- marka. Þar er einkum að nefna nöfn (manna eða staða) sem höfð eru sem eignarfallseinkunn með eiginnafni (Ragnars, Kaldalóns). Enn fremur mætti hyggja að nöfnum, sem haga sér líkt og viðurnefni án þess að vera eiginnöfn um leið. Slík nöfn eru líklega fá nú. Hins vegar er eitthvað um ættarnöfn sem einnig eru notuð sem eiginnöfn (Smárí, Pór), en slíkt er varhugavert (sbr. 2. mgr. 2. gr. frv.). Erlend ættarnöfn munu áfram leita á með aðkomufólki, sem sækir um íslensk- an ríkisborgararétt, og mun ekki draga úr þeim vanda né öðrum sem tengist vaxandi samskiptum við aðrar þjóðir. Hér verður ekki frekar rætt um lausn á slíkum vandamálum. Tilgangurinn með þessum hugleiðingum er aðeins sá að 23

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.