Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 28
Þessa er ekki alltaf kostur; stundum
háttar þannig til aö útlent orð kemst í
notkun áður en tóm er til að sníða af því
hugsanlega agnúa í hljóðafari, taka af-
stöðu til kyns þess ef um nafnorð er að
ræða og ákveða ritháttinn. Þá skapast
gjarna nokkurs konar millibilsástand.
Fólk notar erlenda orðið óheflað frekar
en ekki neitt en málnotendum er al-
mennt ljóst að orðið er ekki fullboðlegt.
Slíkir erlendir gestir eru ósjaldan nefndir
slettur og teljast aldrei til nýyrða sam-
kvæmt þeim skilningi sem hér er lagður í
það orð. Sem dæmi mætti nefna lýsingar-
orðið hevví eða einhver ámóta orð sem
hafa ekki öðlast þá viðurkenningu sem
þarf til að þau geti talist gjaldgeng í
opinberri málnotkun í samfélaginu þótt
þau séu sum hver talsvert notuð í óform-
legu talmáli. Orðið sletta felur í sér ein-
hvers konar dóm enda taka margir slík
erlend orð sér helst aldrei í munn og
verði ekki undan því vikist verða margir
svolítið afsakandi í tali; í ritmáli gegna
gæsalappir sama hlutverki.
Úr þessu millibilsástandi eru tvær leið-
ir færar.
Önnur er sú að láta orðin afskiptalaus
og bíða þess að sú nýjung eða tíska, sem
skolaði þeim á land, hverfi og orðin þar
með. Þessi leið er varhugaverð, ekki að-
eins vegna þess að ógerlegt er að segja til
um það fyrir fram hvaða orð eiga eftir að
ílendast í málinu. Láti menn kyrrt liggja
er hætta á að framandi orð verði fljót-
lega miklu stærri hluti orðaforðans en
þau eru nú og þá er eins víst að við hætt-
um að skynja framandleikann og hættum
að gera jafnstrangar kröfur til aðlögunar
tökuorða og gert hefur verið.
Hin leiðin út úr því millibilsástandi,
sem áður var lýst, er sú að reyna að slípa
orðin eftir að þau komast á kreik í sam-
félaginu. Eins og áður var nefnt verður
aðlögunin gjarna sjálfkrafa með tíman-
um í munni manna. Oft er þó þörf á ein-
hvers konar samræmingu „að yfirlögðu
ráði“. Orðið squash, eða squash ball,
sem greint var frá fyrr í þessum pistli,
var, eins og af sjálfu sér, orðið því sem
næst einhaft í framburði með a-i (frekar
en með „upprunalegu“ o-i) og h'klega
hafði íy-hljóðið fljótlega orðið að ís. Kyn
orðsins mun ekki hafa vafist fyrir not-
endum; þeir sem rætt var við notuðu
orðið í hk. en ekki í kk. (eins og þó
mætti hugsa sér). En eftir var að koma
festu á ritháttinn. Það er ófært að rita
squash jafnvel þótt allir séu samtaka um
framburðinn „skvass" og um beyging-
una. í þessu tilviki er best að rita skvass.
Þegar squash verður skvass breytist
sletta í nýyrði. Málið verður einu orði
ríkara án þess að unnið sé gegn grónum
eiginleikum orðaforðans.
Þess var áður getið að auk eiginlegra
tökuorða teldust ýmis orð af erlendum
efniviði til nýyrða þótt þau hefðu ekki
verið fyllilega aðlöguð eftir ströngustu
kröfum. Oft er um að ræða orð með dá-
góða sögu í málinu og hægt með
nokkrum rétti að segja að þau hafi verið
tekin í sátt þrátt fyrir vankanta sína.
Segja má að þau séu orðin heimilisvinir
og því veigri fólk sér við að kalla þau
slettur. Bíó er dæmi um slíkt orð. Tennis
er annað dæmi; óbeygt nafnorð með
óvíst kyn (fólk hefur það ýmist í kk. eða
hk.).
Þetta má orða svo að á milli tökuorða
og slettna séu óljós skil, grátt svæði.
Orð, sem að hluta eru aðlöguð eða
málsamfélagið hefur tekið í sátt þótt þau
séu fjarri því að vera aðlöguð íslensku,
kúra á þessu gráa svæði. Þau teljast þó til
nýyrða eins og fyrr greinir. Eitt af við-
fangsefnum íslenskrar málræktar er að
stuðla að því að þetta gráa svæði verði
sem minnstur hluti orðaforðans. Þegar á
annað borð er sýnt að erlent orð er á leið
inn í orðaforðann er brýnt að taka skjótt
til að aðlaga það svo sem frekast er unnt.
28