Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 29

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 29
Ritfregnir eftir Ara Pál Kristinsson og Baldur Jónsson Raftæknioröasafn. 3. Vinnsla, flutning- ur og dreifing raforku. Orðanefnd RVFÍ tók saman og bjó til prentunar. Menn- ingarsjóður. Reykjavík 1990. 242 + 10 bls. Hér er um að ræða þriðja bindi Raf- tækniorðasafns sem orðanefnd raf- magnsverkfræðinga hefur tekið saman. Hið fyrsta kom út 1988 og tók til þráð- lausra fjarskipta. Sagt var frá því í Mál- fregnum 3, bls. 28-29. Annað bindið kom út í fyrra og hafði að geyma orð sem lúta að ritsíma og talsíma. Greint var frá útkomu þess í Málfregnum 6, bls. 29-30. Þá er komið að þriðja bindinu. Að því var unnið frá 1984 til útgáfuárs, ásamt öðrum verkefnum orðanefndar- innar. Útgáfa hinna þriggja binda Raftækniorðasafns á þremur árum ber vitni um lofsverða elju orðanefndar rafmagnsverkf ræðinga. í þessu bindi er að finna íðorð sem nota má þegar rætt er um vinnslu, flutn- ing og dreifingu raforku. Aftan á bókar- kápu segir: „Bókin fjallar um mannvirki og búnað til raforkuvinnslu, rekstur afl- stöðva, skipulagningu, eiginleika, rekstraröryggi og stýringu raforkukerfa, aðveitu- og dreifistöðvar, helstu hluta þeirra, gæði raforku, bilanir, yfirspennur og aðlögun einangrunar, rafsegultruflan- ir og almenn grundvallarheiti viðfangs- efnisins.“ Fyrir framan orðasafnið er endur- prentuð úr 1. og 2. bindi grein um Raftækniorðasafnið eftir Berg Jónsson rafmagnseftirlitsstjóra, formann orða- nefndarinnar. Honum farast m.a. svo orð: „Enginn má láta sig íslensk íðyrði litlu skipta. Það ætti að vera metnaður hverrar þjóðar að geta tjáð sig um öll málefni á eigin tungu“ (bls. VII). Undir orð Bergs skal tekið hér og verður ekki sagt að Bergur og samnefndarmenn hans láti sitt eftir liggja í þessum efnum. Einn orðanefndarmanna, Gísli Júlíus- son, ritar inngangsorð að 3. bindi (bls. IX-X). Þar er getið sérstaklega um nokkur íðorð, þ. á m. nýyrðið tiltœkt, kv., (sbr. fátœkt), fyrir enska orðið availability. Um orðaforðann í safninu segir Gísli: „Mjög mörg orð eru úr því, sem kallast gæti daglegt mál þeirra, sem fást við þessa tækni, en önnur eru sjald- gæf og sum nýyrði.“ Þess er og getið að Orðanefnd RVFÍ líti á nýmynduð orð sem tillögur en voni að þau hljóti náð fyrir augum notenda. Eins og í fyrri bindum er stofn ritsins hluti af orðasafni Alþjóðlegu raftækni- nefndarinnar, IEC (International Elec- trotechnical Commission), og hugtökum er raðað eftir númerakerfi hennar. í þessu bindi eru ljósprentaðir fimm kaflar úr alþjóðlega orðasafninu. Þeir bera númerin 601-605. Hinn fyrsti þeirra, kafli 601, fjallar um almenn heiti við vinnslu, flutning og dreifingu raforku; sá næsti, kafli 602, um heiti eininga og hug- taka í raforkuvinnslu; kafli 603 um skipulagningu og stjórnun; kafli 604 um rekstur; og loks fjallar kafli 605 um að- veitu- og dreifistöðvar. Hverjum kafla er skipt í þrjá til sex flokka. Hvert hugtak er skilgreint á ensku, 29

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.