Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 3

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 3
B. Pálsson prófessor. Hann hefir verið formaður Orðanefndar byggingarverk- fræðinga síðan 1980. Pótt hann sé fyrir allmörgum árum kominn yfir aldurs- mörk embættismanna hefir hann verið óþreytandi að tala máli íðorðastarf- seminnar auk þess að stýra eigin orða- nefnd af festu og dugnaði. Meðal annars hefir Einar beitt áhrifum sínum í Háskólanum. í ársbyrjun 1989 ritaði hann háskólarektor bréf, dags. 2. janú- ar, þar sem hann reifar málin og ber fram þessa spurningu: „Á hvaða máli á að kenna í Háskóla íslands?“ (birt í Fréttabréfi Háskóla íslands, 1. tbl., 11. árg., janúar 1989). Á fundi háskólaráðs 16. febrúar 1989 lagði rektor, Sigmundur Guðbjarnason, fram tillögu um að skipuð yrði milli- fundanefnd til að gera tillögur um skipan og starfshætti orðmyndunarnefnar eða íðorðanefndar Háskólans, sem átti að undirbúa og samræma störf slíkra nefnda í öllum deildum Háskólans. Markmiðið var að finna eða búa til ís- lensk íðorð eða fræðiorð yfir erlend heiti eða hugtök. Tillagan var samþykkt og í nefndina kjörnir þrír deildarforsetar, prófessorarnir Arnþór Garðarsson (for- maður), Sveinbjörn Rafnsson og Pórður Harðarson, og einn fulltrúi stúdenta, Ástráður Haraldsson. Millifundanefnd háskólaráðs lauk störfum með bréfi til rektors, dags. 16. júní 1989, og fylgdu því tillögur og skýrsla nefndarinnar, svo og álitsgerð Kristjáns Árnasonar, formanns íslenskr- ar málnefndar. Tillögur millifundanefndar voru í aðalatriðum þrjár, þ.e. um mál- ræktamefnd (íðorðanefnd), stöðu mál- ræktarráðgjafa og um málræktarsjóð. Þessar tillögur voru lagðar fram í há- skólaráði um haustið, 8. október 1989. Þar var samþykkt að senda þær íslenskri málnefnd til umsagnar, og var það gert daginn eftir. íslensk málnefnd hafði til- lögurnar til meðferðar á fundi sínum 14. nóvember og samþykkti þá „Umsögn um tillögur millifundanefndar háskóla- ráðs um málrækt“, sem varaformaður málnefndar, Jón Hilmar Jónsson, hafði tekið saman. Umsögnin var send háskólarektor með bréfi daginn eftir. Málnefndin fagnaði áhuga háskóla- ráðs á því að efla málræktarstarf í Há- skólanum, enda væru ýmis tengsl á milli hennar og Háskólans, bæði samkvæmt lögum og hefð. En jafnframt hafði mál- nefndin ýmislegt við tillögur millifunda- nefndar að athuga, ekki síst vegna þess að sú nefnd virtist ekki hafa áttað sig nógu vel á hlutverki málnefndarinnar og skipulagstengslum hennar og Háskólans. Tillögurnar buðu því heim óþörfum skipulagsflækjum og tvíverknaði. ís- lensk málnefnd hefir lengst af verið skip- uð fulltrúum frá Háskóla íslands að miklu leyti, m.a.s. frá háskólaráði sjálfu, og samkvæmt iögum rekur málnefndin íslenska málstöð í samvinnu við Háskól- ann. Ný málræktarnefnd ásamt málrækt- arráðgjafa og málræktarsjóði yrði eins og önnur málnefnd með vísi að málstöð og styrktarsjóði sér til stuðnings. Með slíku fyrirkomulagi væru íslensk mál- nefnd og Háskóli Islands að efna til sam- keppni í sínum fámennu röðum um full- trúa í tvær sams konar nefndir. Það gæti hæglega leitt til togstreitu og árekstra og beinlínis dregið kraftinn úr starfi annarr- ar nefndarinnar eða beggja. Þessu næst var óskað eftir því við Ein- ar B. Pálsson að hann gerði grein fyrir hugmyndum sínum um tilhögun íðorða- gerðar í Háskóla íslands og segði álit sitt á öðrum tillögum um það efni. Einar lagði fyrir rektor hugmyndir sínar (eða nýjar tillögur) ásamt rækilegri greinar- gerð, dags. 28. ágúst 1990, og rektor sendi þær samdægurs til forstöðumanns íslenskrar málstöðvar, Baldurs Jónsson- ar prófessors, og óskaði umsagnar hans um tillögur Einars og samstarfs á þessum vettvangi. 3

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.