Málfregnir - 01.12.1990, Side 12
Ekkert gæðaeftirlit er með námsefni fyrir
framhaldsskólastigið. Kennarar eiga oft
frumkvæði að samningu námsefnis og vinna
gjarnan að henni í stopulum frístundum og
leyfum. Engin trygging er fyrir því að höf-
undar nýti sér niðurstöður þeirra rannsókna
sem gerðar hafa verið í greininni eða í
uppeldisfræðum. Afleiðingin er sú að mörg
kennslukver sem hafa verið notuð á undan-
förnum árum eru uppsuða úr gömlu námsefni
og standast ekki nútímakröfur um kennslu-
efni.
í skýrslunni er lagt til að ráðinn verði
námstjóri fyrir framhaldsskólastigið. „í
verkahring hans væri eftirlit og kynning
á kennsluefni, umsjón með smiðju
(kennslumiðstöð) þar sem kennarar
gætu kynnt hugmyndir sínar og miðlað
öðrum af reynslu sinni“ (sama stað).
Enn fremur er lagt til „að komið verði á
fót ráðgjafahópi innan greinarinnar,
hópi sem höfundar og útgefendur geta
borið verk sín undir og fengið umsögn
um, bæði á vinnslustigi og þegar það er
fullsamið".
Efndirnar
Nú er liðið næstum ár síðan málræktar-
átaksskýrslunni var skilað, og er tíma-
bært að athuga hvað út úr þessu hefur
komið. í fljótu bragði virðist ekkert hafa
gerst í kennslumálunum. Ekki bólar á
samræmdri námskrá ellegar námstjóra í
íslensku á framhaldsskólastigi.
Til þess að koma betra skipulagi á
kennslumálin er þörf á fjárveitingum;
t.a.m. þyrfti að tryggja fé til að greiða
námstjóranum laun, og hugsanlega
mætti umbuna námsefnisgerðarmönnum
á einhvern hátt og hvetja fólk til þess að
vinna slík verk. Ef verndun málsins og
málræktin eru það úrslitaatriði sem
menn láta í veðri vaka ættu þeir pening-
ar að vera auðfundnir. Ekki eru laun
þeirra manna sem þjóðfélagið ætlast til
að beri hitann og þungann af málræktar-
starfinu svo há að hætta sé á að ríkissjóð-
ur fari á hausinn vegna þeirra. Öðrum
eins kostnaði er varið til annarra þjóð-
þrifamála svo sem að undirbúa álvers-
byggingu eða til að tryggja rekstur
atvinnugreina sem eiga í erfiðleikum.
Ályktun í átt við þá sem Robert Cook
dró um Þjóðarbókhlöðuna virðist í raun-
inni blasa við hér. Þjóðin er einhuga um
að varðveita beri íslenska tungu og
menningu, en þegar kemur að því að
búa í haginn fyrir hana er annað uppi á
teningnum. Menntakerfið, sem vísað er
á til að framfylgja málstefnunni, er nið-
urlægt. Sú virðing sem kennurum, og þar
með móðurmálskennurunum, er sýnd í
þjóðfélaginu birtist í laununum sem
þeim eru ætluð. Eða hvernig eiga kenn-
arar öðru vísi að átta sig á matinu á
mikilvægi starfs síns? Það virðist nú tal-
inn sjálfsagður hlutur, og eins konar
efnahagslögmál, að kennarar séu einna
lægst launaðir allra stétta í þjóðfélaginu.
Fjölmiðlar
Sá aðili annar, sem í áðurnefndri skoð-
anakönnun var talinn einna mikilvægast-
ur í málræktarstarfinu, var fjölmiðlarnir.
Á eftir skólunum töldu næstflestir að
fjölmiðlarnir væru sá aðili sem helst
þyrfti að beina til ábendingum um mál-
rækt. Mikið hefur verið rætt um fjöl-
miðlana og vald þeirra í þjóðfélaginu, og
ekki ætla ég að gera lítið úr áhrifum
þeirra, síst af öllu á börn.
Málræktarskýrslunni liggur í meginat-
riðum gott orð til fjölmiðlanna. Bent er
á að flestir fjölmiðlar hafi sýnt mikinn
áhuga á málrækt og að fyrir því sé löng
hefð. Blaðaritstjórar, Jón Ólafsson og
Björn Jónsson, höfðu mikil áhrif í
málræktarefnum og beittu sér m.a. fyrir
setningu blaðamannastafsetningarinnar
svokölluðu. Einnig er bent á það að Rík-
isútvarpið hafi nú sérstakan málfars-
ráðunaut sem fylgist með málfari starfs-
manna og gerir tillögur um úrbætur.
Einnig hafi aðrir einstakir fjölmiðlar
gert mikilvægar tilraunir til þess að bæta
12