Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 4

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 4
í svari og umsögn Baldurs, dags. 28. sept. 1990, er tekið mjög undir röksemd- ir Einars B. Pálssonar, og tillögur hans um fyrirkomulag íðorðastarfseminnar í Háskólanum eru studdar með lítils hátt- ar fyrirvara. Báðir leggja áherslu á nauð- syn þess að efla íslenska málstöð, m.a. til þess að vera háskólakennurum til að- stoðar í íðorðastörfum þeirra. Vert hefði verið að birta hér í Mál- fregnum álitsgerð Einars B. Pálssonar og umsögn Baldurs Jónssonar um hana, en rúmið leyfir það ekki í þetta sinn. Lyktir þessa máls urðu svo þær sem greint var frá í upphafi þessarar greinar um samþykktir háskólaráðs 25. október sl. Ekki er vitað til að Háskóli íslands hafi áður ályktað um þessi efni eða há- skólaráð haft bein afskipti af þeim. Þetta eru því sögulegar samþykktir. Sérstak- lega er athyglisvert það stefnumarkandi atriði að „líta skal á vinnu við íðorða- gerð sem sjálfsagðan þátt í fræðastarfi kennara og sérfræðinga í Háskóla ís- lands“. Hingað til hafa skyldur háskóla- kennara verið bundnar við þrennt, kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu, en íðorða- eða nýyrðastörf hafa ekki fallið sjálfkrafa undir neitt af þessu. Nú hefir háskólaráð tekið af skarið: Háskóla- kennari eða annar sérfræðingur sem vinnur að ræktun íslensks orðaforða í fræðigrein sinni er ekki að svíkjast um í starfi, heldur að gera skyldu sína. - BJ 4

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.