Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 26

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 26
ARI PÁLL KRISTINSSON Skvass eða squash. Nýyrði eða slettur Skvass Iþrótt sú sem á ensku nefnist squash hall ruddi sér til rúms hér á landi fyrir nokkrum árum. Segja kunnugir að hún sé allvinsæl. Hún felst einkum í því að lítill gúmbolti er sleginn með spaða, skellur á vegg og kastast til baka, er sleg- inn á ný og svo koll af kolli. Hér verður fyrst í örstuttu máli sagt frá hugmyndum um íslenskt heiti á þessa íþrótt. í gögnum íslenskrar málstöðvar eru upplýsingar um eftirtaldar þrjár tillögur þar sem notaðir eru orðstofnar sem fyrir eru í málinu: spað (Jón Hjaltason, 1984); krambolti (Baldur Jónsson, 1986); vegg, hk. (Gísli Jónsson, 1989). Pá er að geta þess að íslenskri málstöð er kunnugt um tvær tillögur um aðlögun enska orðsins squash að íslensku máli: skvoss, hk. (Gísli Jónsson, 1989); skvass, hk. (sami, 1989). Þessar tillögur komu fram í þætti Gísla í Morgun- blaðinu í júní 1989. Fyrir um það bil tveimur árum var stofnað félag um iðkun þessarar íþróttar og var skírt Squashfélag Reykjavíkur. Félagið sótti nýlega um aðild að íþrótta- bandalagi Reykjavíkur en forráðamönn- um þess var þá sagt að ekki fengju þeir aðild nema þeir endurskoðuðu nafngift- ina. Af því tilefni höfðu þeir „squashfé- lagsmenn" samband við íslenska mál- stöð og leituðu álits hennar á því að kalla íþróttina skvass og félagið skvassfélag. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins Veggsports, þar sem íþrótt þessi er stunduð, segja kunnugir jafnan „skvass“, „skvassið“ m.gr. Orðið er haft í hvorug- kyni og aðeins notað í eintölu. Benda má á íslensk orð með áþekkt hljóðafar og svipaða beygingu í eintölu: hlass, skass o.fl. Því má bæta við að þeir eru gjarna kallaðir „skvassarar" sem eru í „skvassinu". íslensk málstöð telur ekki ástæðu til að amast sérstaklega við þessu orði um það sem á ensku er nefnt squash ball og beinir því til fólks að rita orðið að íslenskum hætti, skvass, þannig að rit- háttur og íslenskur framburður haldist í hendur. Nýyrði Víkjum þá að öðru. Ekki hafa allir lagt sama skilning í orðið nýyrði í skrifum um íslensk orð. Svo að notuð séu dæmi úr því sem fyrr var skýrt frá um leitina að orði fyrir squash ball er til dæmis ljóst að samkvæmt skilningi margra teldist orðið vegg nýyrði (nýmyndað) og sömuleiðis orðið spað (teldist til nýmerkinga). Orð- ið krambolti er að hluta til myndað af tökuorðinu bolti. Eigi að síður er víst að margir vildu kalla krambolta nýyrði þótt seinni hluti þess sé ekki af íslenskum efniviði. Orðin skvass og skvoss teldust aftur á móti ekki nýyrði; þeim væri rað- að í sérflokk utan nýyrða: tökuorð. Svo þröngur skilningur á hugtakinu „nýyrði“ er að minni hyggju hamlandi þegar ræða þarf um endurnýjun orðaforðans. Verð- ur nú gerð stuttlega grein fyrir þeim skilningi sem hér þykir hentugra að leggja í hugtakið. Nýyrði geta verið af innlendum eða erlendum efniviði og tákna venjulega einhverja hluti eða hugtök sem koma til sögunnar meðal íslenskumælandi manna eftir að erfðaorðaforðinn mótaðist. Áður en vikið er að sjálfri orðmynd- uninni er nauðsynlegt að hafa nokkur 26

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.