Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 15
Um frumvarp til laga um mannanöfh Frumvarpið, sem hér um rœðir, var lagt fram á Alþingi í vor, en var þá lítið rætt og því endurflutt í haust. Pað er nú til meðferðar á 113. löggjafarþingi 1990. Hér fer á eftir umsögn íslenskrar málnefndar um frumvarpið, tekin saman að beiðni menntamálanefndar efri deildar Alþingis. - Ritstj. Fyrir löngu er orðið tímabært að setja ný lög um mannanöfn á íslandi og leysa af hólmi lög nr. 54/1925. Þau eru löngu úr- elt, enda margsinnis sniðgengin og brot- in svo að meðferð mannanafna er í ógöngum, þjóðinni til vansæmdar og tjóns. Því ber að fagna að stjórnvöld skuli nú sýna viðleitni til að bæta þar úr með því lagafrumvarpi sem hér er til at- hugunar. Þrívegis áður hafa verið Iögð fram á Alþingi frumvörp sem ætlað var að bæta úr þeim annmörkum sem reynst hafa á mannanafnalögunum frá 1925: stjórnar- frumvarp um ný lög 1955 og 1971 og þingmannsfrumvarp um breytingu á lög- um 1981. Mikil og vönduð vinna var lögð í undirbúning stjórnarfrumvarpanna beggja. Þó fór svo í bæði skiptin að þau vöktu engar teljandi umræður á Alþingi. Hið fyrra var rætt lítillega en dagaði svo uppi. Hinu síðara var vísað til ríkis- stjórnarinnar án raunverulegrar umræðu á deildarfundum. Þingmannsfrumvarpið 1981 gaf ekki tilefni til mikillar þing- vinnu. íslensk mannanafnalöggjöf hefir því harla lítið verið rædd á Alþingi í 65 ár. Viðkvæmni vegna ákvæða um ættar- nöfn hefir valdið mestu um aðgerðarleysi löggjafans (sbr. íslenzka málrœkt (1971) eftir Halldór Halldórsson, bls. 166). Fjögurra manna nefnd samdi það stjórnarfrumvarp sem nú er til meðferð- ar. I erindisbréfi var nefndinni falið að endurskoða stjórnarfrumvarpið frá 1971, enda hafði þingið á sínum tíma vísað því til ríkisstjórnar. Þetta frum- varp er því að miklu leyti unnið upp úr stjórnarfrumvarpinu frá 1971 og ber merki þess. En það er líka frábrugðið í veigamiklum atriðum eins og fram kem- ur í athugasemdum við það (bls. 9), og munar þar mest um afstöðuna til ættar- nafna. Stjórnarfrumvarpið 1971 leyfði upptöku nýrra ættarnafna, en í þessu frumvarpi er horfið frá því. Hér stönd- um við enn einu sinni frammi fyrir þessu viðkvæma álitamáli. Eins og nærri má geta er á margt að líta þegar setja skal lög um mannanöfn, og svo er þá einnig um einstök atriði þessa frumvarps. Hér verður að nægja að grípa á þeim sem íslensk málnefnd telur mikilsverðust. Fyrst verður fjallað um ákvæði sem lúta að eiginnöfnum, síðan um þann vanda sem fylgir kenni- nöfnum, og rætt um leiðir út úr honum. Þá koma fáeinar athugasemdir um ein- stakar greinar, og loks verður dregið saman í stuttu máli hið helsta sem ís- lensk málnefnd leggur áherslu á nú. 15

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.