Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 20
dæmi daglega í liverju íslenzku hlaði og heyra í ríkisútvarpinu, að ættarnöfn eru beyg- ingarlaus, einnig í eignarfalli, og er sýnt, hvert stefnir. Þau munu slæva tilfinning vandaðs máls og flýta fyrir margs konar mál- lýtum. ... Þrátt fyrir þetta leit Alexander Jóhann- esson svo á, „að ekki sé hægt að hrófla við þeim ættarnöfnum, sem nú eru not- uð, hvorki þeini, sem teljast mega lög- leg, né þeim, sem eru brot á gildandi lög- um“ (sama stað). Hér mætti bæta við nokkrum athuga- semdum um málfræði ættarnafna. Eiginnöfn eru nafnorð (eins og flest einyrt nöfn), en því má velta fyrir sér hvort ættarnöfn séu nöfn í sama skiln- ingi. Ekki verður betur séð en flest ætt- arnöfn vanti sum aðaleinkenni ísienskra nafnorða og mannanafna, og lýsingarorð eru þau ekki heldur. Þetta skal reynt að skýra betur. Nafnorð eru kynbundin, þ.e. hvert nafnorð er karlkyns, kvenkyns eða hvor- ugkyns, en ættarnöfn eru kynlaus (nær undantekningarlaust). Það á jafnvel við þegar kynbundin nafnorð hafa verið gerð að ættarnöfnum. Til dæmis er ör- nefnið Njarðvík kvenkynsorð, en sem ættarnafn hefir það ekkert málfræðilegt kyn. Það gengur bæði með karlmanns- og kvenmannsnöfnum, fallbeygist þó ekki eins og örnefnið og kynbeygist ekki heldur eins og lýsingarorð. Úr því að ættarnöfnin hafa yfirleitt ekki málfræðilegt kyn er ekki við því að búast að þau geti fallið inn í beygingar- flokka íslenskra nafnorða (sem eru kyn- bundin). Og úr því að þau kynbeygjast ekki heldur eiga þau hvergi heima sem fallorð í íslensku beygingarkerfi. Af þessu leiðir að enginn hefir getað gefið fullgilda reglu um fallbeygingu ætt- arnafna þótt oft hafi verið um það efni spurt. í áliti ættarnafnanefndarinnar 1915 er vikið að beygingu ættarnafna með þess- 20 um orðum (íslenzk mannanöfn. Lög, nefndarálit og nafnaskrár, bls. 13): Um beygingu ættarnafna verður máltilfinning manna að skera úr. Það leiðir af sjálfu sér, að þau nöfn sem sett eru í þágufalli eða eignar- falli, verði ekki beygð. Að vorum dómi væri það lang-æskilegast, að ættarnöfn væru alveg óbeygjanleg. Þau eru það nú í daglegu máli, þegar talað er um konur. Enginn segir: til frú Laxdals, heldur til frú Laxdal. Hins vegar mundu menn segja: til herra Laxdals. I þessu er ósamkvæmni, þvf að engin skynsamleg ástæða er til að beygja nafnið fremur, þótt það sé haft um karlmann. Þeim, sem óttast að af því leiði málspill- ingu, að hafa heilan hóp orða óbeygjanlegan, má benda á það, að í málinu er til fjöldi óbeygjanlegra nafnorða, sem engan óskunda hafa gert og hver maður kann að nota. Hins vegar er það kunnugt, að nöfn fylgja nokkuð öðrum lögum en önnur orð málsins og verða síður til fordæmis um beygingar, en sameigin nafnorð, og var réttilega bent á það (af Jóni Ólafssyni) við meðferð þessa máls á þinginu. (Sjá Alþ.tíð. 1913 C. 1915.) Sitthvað má um þessi ummæli segja (t.d. um fjölda óbeygjanlegra nafnorða). En þótt reynt sé að bera sig vel gera þau ekki annað en staðfesta það að ættar- nöfn falla ekki að íslensku málkerfi eins og það hefir lengst af verið. Þau eru miklu fremur eins konar viðbót við það, haga sér eins og sérstakur orðflokkur sem var ekki fyrir í málinu og enginn veit hvernig á að fara með í beygingu. En þetta er andstætt almennri vitund um að ættarnöfn séu nafnorð og verði að haga sér í samræmi við það. Þarna verður því árekstur við málkerfi og málvitund, hvernig sem reynt er að berja í brestina. Andstaðan við ættarnöfnin er þá ekki eingöngu sprottin af umhyggju fyrir varðveislu þjóðlegs nafnsiðar, heldur á hún rætur í málinu sjálfu. Málið rís gegn þeim. Þau samrýmast ekki eðli þess eða formseiginleikum, þegar á heildina er litið.

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.