Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 13
málfar eða leggja áherslu á mikilvægi
tungunnar í blaðamennsku.
En samt er mikil hætta á ferðum að
mati málræktarátaksmanna. Dagblöð
eru unnin miklu hraðar en fyrr á öldinni,
og talið er að hraðinn leiði ósjálfrátt til
fátæklegra málfars en ella mætti vænta.
Aukin notkun segulbands er talin hafa
hættu í för með sér. Meira er um það að
menn tali blaðalaust í fjölmiðlana en
áður var. Bent er á að fjölmargir frétta-
menn hafi fengið menntun sína erlendis
og séu því oft illa undir það búnir að tjá
hugsun sína og annarra á eðlilegu og
kjarngóðu íslensku máli. Misbrestur er
talinn vera á því að þýðingar á erlendu
efni séu alltaf nógu góðar, og talað er um
að auka þurfi talsetningu efnis handa
börnum.
Rætt er um nauðsyn þess að gefa út
leiðbeiningar handa fjölmiðlafólki og
minnst á mikilvægi þess að fjölmiðlanám
geti farið fram hér á landi og að íslensku-
nám sé þáttur í því.
Þær ábendingar, sem koma fram í
skýrslunni hvað varðar fjölmiðlana, eru
af ýmsu tagi og myndu heyra undir ýmsa
aðila og ekki alltaf ljóst hverjir það ættu
að vera. Ef til vill mætti segja að það
væri í verkahring íslenskrar málnefnd-
ar að standa fyrir leiðbeiningar-
námskeiðum fyrir fjölmiðlafólk þótt
væntanlega standi það öðrum nær. Hér
væri þörf á skipulagi sem menntamála-
ráðuneytið gæti haft forgöngu um að
koma á fót. Ekki er óeðlilegt að hugað
verði að þessum málum þegar endur-
skoðuð verða útvarpslög, en einhver bið
virðist ætla að verða á því að það verði
gert.
Þegar vikið er að útvarpslögunum
beinist hugurinn strax að hinni öru
tækniþróun í svokallaðri Ijósvakafjöl-
miðlun sem á sér stað um þessar mundir.
Gervitunglatækni gerir kleift að taka á
móti erlendu myndefni beint frá útlönd-
um, og smám saman sést fjölga diskun-
um sem taka á móti sendingunum beint
frá upphafsstöðvum úti í hinum stóra
heimi. Einnig eru sagðar fréttir af því að
menn ætli að taka sig til og gera samn-
inga við erlendar sjónvarpsstöðvar um
að taka við sendingum frá þeim og dreifa
í gegnum kapalkerfi. Margir hafa
áhyggjur af þessari þróun og tala um
vígahnetti sem ógna muni tslenskri
tungu og menningu, og sannarlega virð-
ist það vera umhugsunarefni hvernig
fara muni ef hálf þjóðin situr límd við er-
lenda dagskrá sem send er hingað án
nokkurs eftirlits hvað varðar efni og
innihald, og ég tala nú ekki um án þess
að þar sjáist bregða fyrir íslensku um-
hverfi eða heyrist íslenskt orð.
Nú fyrir skömmu spratt umræða um
það í fjölmiðlum hvort skyldugt væri að
þýða og setja íslenskan texta við mynd-
efni sem dreift er um kapalkerfi. Núgild-
andi lög og reglugerð er ótvíræð um
þetta. Allt sjónvarpsefni ber að þýða
nema það sem greinir frá atburðum sem
gerast um leið og þeim er sjónvarpað, og
útvarp telst öll sending myndefnis (og
tals) nema þess sem nær aðeins til
„þröngs hóps innan heimilis eða húsa-
kynna fyrirtækis eða stofnunar, svo sem
sjúkrahúss, gistihúss, skóla eða verk-
smiðju“ eins og segir í núgildandi regl-
um. Samt lýsti forvígismaður Landssam-
bands kapalkerfa yfir því í ríkissjónvarp-
inu að það giltu engin lög um þetta og
því væri frjálst að senda út um kapalkerfi
myndefni frá breska útvarpinu (BBC)
óþýtt og ótextað.
Ymsir mölduðu í móinn og töldu að
ekki væri búið að nema úr gildi þá reglu-
gerð sem sett var í desember 1989 á
grundvelli laga frá 1985. Það sem for--
maður Landssambands kapalkerfa
byggði málflutning sinn á var það að í út-
varpslögunum frá 1985 segir að þau skuli
endurskoða innan þriggja ára frá setn-
ingu þeirra, en þau eru dagsett 27. júlí
1985. En þetta hefur ekki enn verið gert
13