Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 11
í ljósi þess sem ég hef þegar nefnt um umræðuna um málstefnuna, er þessi þoka skiljanleg að mörgu leyti. F>ó að einhverjir hafi maldað í móinn og talið að íslensk málrækt væri á villigötum hafa menn í raun verið sammála um grund- vallarstefnuna, að styrkja bæri innlenda málhefð eins og mögulegt er. Eins og ég sagði áðan eru allir íslenskir stjórnmála- flokkar sammála um að styðja við bakið á ísiensku máli og menningu. Engum dettur í hug, enn sem komið er að minnsta kosti, að leggja það til að tekið skuli upp annað tungumál en íslenskan á íslandi. Pjóðarviljinn er skýr, að því er virðist. Ég hygg þó að í tengslum við málræktarátakið hefði mátt gera betri tilraun en gerð var til þess að skýra og skilgreina vandamálin sem við blasa og skilgreina hinn raunverulega grundvöll íslenskrar málpólitíkur eins og hann er nú og gera betri grein fyrir tilganginum með öllu saman. Ég er nefnilega ekki lengur viss um að grundvöllur íslenskrar málstefnu sé eins traustur og margir vilja vera láta. Og vitna ég þá til samræðu minnar við hagfræðinginn góða sem ég sagði frá áðan. Eins og menn muna var sett 13 manna verkefnisstjórn yfir málræktarátakið, og var Guðmundur Kristmundsson ráðinn framkvæmdastjóri fyrir því í hálfu starfi. Þessi stjórn sendi frá sér skýrslu. Stærstur hluti skýrslunnar fjallar um skólastarfið og móðurmálskennsluna, og var mikið lagt upp úr hinni svokölluðu móðurmálsviku í skólum. Ekki kemur greinilega fram í skýrslunni hvað fór fram í þessum móðurmálsvikum, en mér skilst að hver skóli hafi mjög fengið að ráða því hvernig hann varði tímanum, og hafi ýmislegt verið brallað. I sumum skólum var lesið mikið og rætt um gildi málsins fyrir íslenska menningu. Rætt var um erlend áhrif á íslenskt mál o.s.frv. Einnig var rætt um muninn á góðu og vondu máli. í skýrslunni er talin upp runa af tillögum til yfirvalda um hluti sem mikilvægir eru taldir fyrir framgang móðurmálskennslunnar. Þessi áhersla sem lögð er á skólastarfið er í samræmi við þá almannaskoðun, sem kom fram í Gallupkönnuninni, að mikil- vægast sé að málræktinni sé sinnt í skól- unum. Tveir þættir vega langþyngst í skýrsl- unni. Bent er á að það vanti heildar- stefnu í móðurmálskennslunni frá grunnskóla og upp í háskóla. Ekki er til nein námskrá fyrir skólakerfið í heild. í skýrslunni segir orðrétt (bls. 19): Menntamálaráðuneytið þarf því að hafa for- göngu um að kennarar og sérfræðingar semji heildstæða námskrá sem taki til alls þroska- ferilsins frá leikskóla til loka framhaldsskóla. Ástandið er talið verst á framhaldsskóla- stiginu þar sem algerlega vantar heildar- stefnu eða námskrá og þar sem hver skóli myndar sitt eigið sjálfstæða kon- ungsríki eða, eins og segir í skýrslunni (bls. 28) að „hver framhaldsskóli sé í raun dálítill „heimur út af fyrir sig““. (Orðin „heimur út af fyrir sig“ eru fengin úr skýrslu Efnahags- og framfarastofn- unar Sameinuðu þjóðanna.) Sagt er að menn kenni það sem þeim sýnist án þess að taka tillit hver til annars eða annarra hluta skólakerfisins. Ég hef meira að segja heyrt um það að í ónefndum fram- haldsskóla séu íslendingasögur ekki kenndar vegna þess að enginn kennar- anna hefur áhuga á því að kenna þær eða telur sig til þess búinn. Hitt aðalvandamálið er skortur á kennslugögnum. Aftur er það fram- haldsskólastigið sem virðist vera verst statt og glundroðinn mestur. Um þetta segir í skýrslunni (bls. 29): Eins og málum er nú háttað er samning náms- efnis í móðurmáli fyrir framhaldsskólastig handahófskennd. En vegna þess að heildar- stefnu skortir í greininni getur þetta tilvilj- anakennda framboð á námsefni stýrt því hvað kennt er í móðurmáli. 11

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.