Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 31

Málfregnir - 01.12.1990, Blaðsíða 31
inga sem kunna skil á þeim greinum töl- fræðinnar sem nú urðu helst út undan. Við val á íðorðum segjast höfundar ávallt hafa haft að leiðarljósi að þau lýstu sem best hugtakinu sem þau eru heiti á. Þess vegna hafa þeir lagt til að „binomial distribution“ heiti fremur tví- kostadreifing en tvíliðudreifing, að „coefficient of variation“ heiti fremur frávikshlutfall en breytistuðull eða frá- viksstuðull og „type I error“ fremur höfundarmistök en fyrri gerð mistaka. Nokkur algeng hugtök fá ný heiti í bók- inni. Til dæmis er dreifni nýtt heiti á „variance“, lýsitala á „statistic" og bjagi á „bias“. Tölfræði er stærðfræðileg grein sem hefir verið að ryðja sér til rúms síðustu áratugi, og þeim fjölgar jafnt og þétt sem leggja stund á hana eða nýta sér hana. Almenningur er m.a.s. farinn að kannast við orð sem eiga rætur að rekja til töl- fræði, svo sem slembiúrtak, staðalfrávik og lýsingarorðið marktœkur. Framtak þeirra sem að þessu orða- safni hafa unnið er lofs- og þakkarvert og því fremur sem mörg hugtök þessarar fræðigreinar eru afar óárennileg til nafn- gifta. Hér hefir enn einu sinni unnist ís- lenskur málræktarsigur. - BJ Mysla Orðin verða til með ýmsum hætti. Hér kemur saga af einu þeirra. Ásta Maack á íslensku auglýsingastof- unni hringdi í vor í málstöðina og óskaði eftir íslensku orði um það sem hún kall- aði músli-brauð og ég hafði þá ekki einu sinni heyrt nefnt. Þegar Ásta hafði út- skýrt málið varð okkur ljóst að íslenska orðið musl myndi vera af sama uppruna og þetta svissneska músli sem er hljóð- verpt smækkunarmynd af þýska orðinu Mus ‘stappa’ og margir kannast við sem tökuorð (úr dönsku) í samsetningunni kartöflumús. En okkur kom saman um að musl væri of óvirðulegt að merkingu til að vera nothæft sem forliður í brauðs- heiti. Ég lagði málið fyrir samstarfsfólkið í málstöðinni. Skrifstofustjóranum, Kára E. Kaaber, datt þá það snjallræði í hug að leiða kvenkynsorðið mysla af orðinu musl (á sinn hátt eins og músli hafði ver- ið leitt af Mus). Hugmyndinni var komið á framfæri við auglýsingastofuna. Síðan heitir sú vara mysla, sem áður var seld undir heitinu músli. Þetta er bragð- bættur kornmatur, þ.e. eitthvert korn- meti með rúsínum, hnetum o.fl., og selt sem hollustufæða. Eftir þetta hafa ís- lendingar borðað myslubrauð. - BJ 31

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.