Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 19
Skírnir
Goethe tvöhundruð ára
17
og beið, og það var fyrst á efstu árum Goethes, að hann gekk
að því að rita síðara hlutann, og lauk honum 1831, 82 ára
gamall. Ritið fannst innsiglað eftir Goethe andaðan. Það mátti
ekki seinna vera, að hann lyki því. Rúmlega hálfu ári síðar,
22. marz 1832, andaðist hann. Hann hafði ekki legið nema
viku, og hann var andlega hress fram í andlátið. „Opnaðu
hinn vænginn frá glugganum, svo að meira ljós geti komið
inn í herbergið,“ voru síðustu orð hans.
Það mætti virðast erfitt að benda á mann, sem gæfudísin
hefði sýnt öllu meira örlæti en Goethe. Hún veitti honum
líkamlegt atgervi, nærri látlausa heilsu, glæsimennsku, yfir-
burða gáfur; hún gerði hann að mesta skáldi sinnar tíðar;
hún gaf honum töframátt yfir öðrum mönnum; hún veitti
öllu, sem hann skrifaði, heimsfrægð jafnótt og það var skrif-
að; hún veitti honum menntun, þátttöku í vísindum samtíð-
arinnar, skilning á öllum listum, nema ef vera skyldi tónlist;
hann fæddist meðal efri stéttar þjóðfélagsins, ólst upp við alls-
nægtir; hann vann fyrir brauði sínu, en sú vinna var aldrei
nein barátta. Gæfudísin veitti honum ást kvenna, og hún
gerði þá ást að uppsprettu mikils skáldskapar, og hún lét allt
koma að honum á réttum tima. Hún veitti honum það, sem
margur maður mundi óska sér helzt á þeim tíma, vináttu
hertogans af Weimar og vist við hirð hans, mikla upphefð
og mikil völd.
Og þó, þegar Goethe er hálfáttræður, segir hann þessi orð
um gæfu sína:
„Menn hafa alltaf talið mig sérstakt eftirlætisbarn ham-
ingjunnar, og ég skal ekki heldur kvarta né sakast um far-
inn veg. En í rauninni hefur þetta ekki verið neitt annað en
strit og stríð, og það er ekki fjarri lagi, að á þessum 75 ár-
um hafi ég aldrei haft óblandna ánægju fjögra vikna tíma.
Það er eins og allt af væri verið að bjástra við að velta upp í
móti sama steininum ...
Sönn hamingja er mér skáldskapurinn. En staða mín trufl-
aði hann, setti honum takmörk og tálmun. Ef ég hefði haldið
mér meira frá opinberu starfi og samkvæmislífi og getað lif-
2