Skírnir - 01.01.1949, Blaðsíða 28
26
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
ekki málverk. Þess vegna málaði hann altaristöflur. Fyrir
þær fékk hann 100 rd., og 110 rd. fyrir þær, sem meira var
í borið. Ramminn kostaði 28 rd. og kassinn utan um mynd-
irnar 10 rd. 64 sk.1) „Ég hef nú lengi einungis verið að mála
altaristöflur og það aldeilis „mekanískt“, því ekki borgar sig
hér að hafa of mikið við það. (Ég verð fyrst og fremst að
bjarga lífinu.)“ 2)
Þó að þess sjái hvergi stað, að Sigurður hafi talið það hlut-
verk sitt að móta framtíð myndlistarinnar á Islandi, eða
hann hafi litið á sjálfan sig sem fyrsta málara hér á landi,
eða eins og sumir taka til orða fyrir varúðar sakir: „fyrsta
akademíska málarann“, þá gjörþekkti Sigurður forna list hér
á landi; og hann kunni skil á íslenzkum hagleiksmönnum
fyrr og síðar. Það var forngripasafn en ekki listaverkasafn,
sem Sigurður barðist fyrir, að komið yrði á fót, og sjálfan
sig taldi hann í röð þeirra íslenzkra hagleiksmanna, sem
sett höfðu svip sinn, þjóðlegan og sérkennilegan, á listmuni
og forna gripi, sem varðveita þurfti ævinlega frá glötun. Af
listastefnum tímans festi hann aðeins yndi við sögulega mál-
verkið eins og Höyen, lærifaðir hans í Kaupmannahöfn, hafði
prédikað — en lærisveinninn fór fram úr meistaranum, því
að hann tók leiklistina í sína þjónustu til þessara hluta og
skóp „lifandi rnyndir11 af hetjum og fornaldarköppum og
sýndi þær dolföllnum lýð.
Ritgerð hans, „Um íslenzka kúnst að fornu og nýju, fljót-
lega gert til þess að lesa í samsæti meðal kunningja", sýnir
ljóslega afstöðu Sigurðar til íþróttar sinnar. Allt erindi hans
má heita þrungið krafti sannfæringarinnar um samhengi ís-
lenzkrar listar, frá fornöld og fram á hans dag. Þó að hann
geri raunar ekki samtímismenn að umtalsefni, er ljóst, að
hann skoðar þá eins og sjálfan sig miklu frekar borna til
óðals heldur en landruðningsmenn í nýju landnámi listar-
innar.3) Svip og reisn fær erindið af því, að honum svellur
svo um hjarta deyfð og drungi landsmanna, og vantrú sam-
timismanna ögrar hann beinlínis með því að gera hlut fom-
manna sem mestan. Einum kaflanum lýkur hann með því